5. fundur

Fundur í Etadeild fimmtudaginn 16. mars 2017, kl. 18:00–20:00
í Hannesarholti við Grundarstíg

Dagskrá fundar:
1. Setning fundar
2. Gestur fundar: Guðrún Ingólfsdóttir bókmenntafræðingur
3. Orð til umhugsunar: Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir

Mættar: Anna Sigríður, Auður T, Björg, Bryndís G, Brynhildur, Guðrún Hrefna, Jóhanna, Ingibjörg S, Guðbjörg, Sigríður Heiða, Ragnheiður, Soffía, Þórunn.

1. Ragnheiður Jóna Jónsdóttir Etakona og staðarhaldari í Hannesarholti setti fund, kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi og bauð gest og fundarkonur velkomnar.

2. Guðrún Ingólfsdóttir ræddi um bók sína „Á hverju sitja ekki vorar göfugu kellingar“. Bókin er gefin út í ritröð Sýnisbókar íslenskrar alþýðumenningar (Háskólaútgáfan). Guðrún hlaut Menningarverðlaun DV og veitti þeim viðtöku fyrr þennan sama dag. Í bókinni er lýst sambúð bóka og íslenskra kvenna og varpar hún nýju ljósi á líf kvenna á miðöldum. Bókin er sannkallaður fjársjóður um kvennasögu og kvennamenningu. Umfjöllun höfundar var mjög áhugaverð og kallaði á spurningar og góðar umræður í hópnum, nokkrar höfðu þegar lesið bókina og áhugi kviknaði hjá öðrum.

3. Guðrún Hrefna sagði frá menntaverkefni í Kólumbíu, Semilleros artísticos, sem hún hefur kynnst gegnum erlenda vinkonu og hrifist af. Guðrún hefur styrkt þetta verkefni og varpar því til hópsins hvort þarna væri verkefni fyrir Etadeild að styrkja og sem gæti jafnframt orðið til þess að þjappa hópnum saman. Um er að ræða hóp 30 barna á aldrinum 7 – 12 ára, bænda og handverksfólks, sem njóta takmarkaðra eða engra menntunartækifæra. Unnið er með börnunum í hópum þar sem áhersla er á samskipti gegnum ýmis konar listsköpun og tjáningu í þeim tilgangi að efla sköpunarkraft, styrkja einstaklingana og auka sjálfstraust. Nokkrar umræður urðu um möguleika á fjársöfnun og/eða leiðum til að afla peninga til styrktar. Var því beint til hópsins og stjórnar að þróa og ræða þær hugmyndir áfram.

Að loknum fundi áttu konur þess kost að fræðast enn frekar í Hljóðbergi og hlýða á fyrirlestra um heilahreysti og hvernig stuðla má að heilbrigðu hugarstarfi fram eftir langri ævi.

Undirbúningur var hjá hópi 4 en hann skipa: Anna Magnea, Jóhanna, Guðbjörg, Ingibjörg S, Tanya og Þórunn.


Fundi slitið kl. 20:00.

Fundargerð skráði
Bryndís Guðmundsdóttir


Síðast uppfært 14. maí 2017