Frá orðum til athafna

Allar íslenskar vefsíður DKG komnar með viðurkenningartákn og tengil frá alþjóðasambandinu.

Þann 28. nóvember 2018 fékk síðasta deildin okkar hér á Íslandi viðurkenningu og tengil í vef deildarinnar frá alþjóðasambandinu. Nú er staðan því þannig að allar deildir auk landsambandsins hafa fengið þessa vottun. Það er nokkuð sem við getum verið stoltar af og verður okkur vonandi hvatning til að vinna vel áfram, halda vefsíðum okkar við og setja inn efni reglulega, því enn vantar nokkuð á hjá sumum deildunum til að hægt sé að segja að verkið sé „fullkomið“.

Vonandi verður það þannig eftir tvö ár þegar sækja þarf um að nýju að þá verði umsóknin um viðurkenninguna bara  „formsatriði“ því þetta verður í svo góðu lagi hjá okkur :-)


Skemmtiskokk sumarið 2012

 

Myndin hér að ofan er af þeim þremur sem fóru í skemmtiskokkið  " FUN RUN " í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar. Margrét Jónsdóttir Gamma deild sem þjálfaði hópinn fór hálft maraþon og ætti svo sannarlega að vera á myndinni, en við bara vissum ekkert um hana.  
 
Við þrjár sem  fórum vorum mjög stoltar fyrir hönd okkar allra DKG kvenna á Íslandi með rauðar rósir að sjálfsögðu til að vekja athygli á samtökunum,  hvað annað. 
Á myndinni eru Áslaug Ármannsdóttir Kappa deild, Sigríður Ragna Sigurðardóttir Alfa deild og Steinunn Ármannsdóttir Alfa deild

Schools for Africa

Á haustdögum (2012) sendi Betdeild 50.000 krónur til Unichef til styrktar verkefninu Schools for Africa. Betdeild hefur styrkt menntun barna í Afríku á hverju ári síðan 2005. Upphaf þess má rekja til þess að árið 2004 kom starfsmaður frá Unichef (Stefán) og kynnti verkefni sem snerist um að safna peningum til styrktar menntunar stúlkna í Guinea Bissau í Afríku fyrir landsambandinu á framkvæmdaráðsfundi.

Samtökin ákváðu að styrkja verkefnið með 100.000 króna framlagi úr landsambandssjóði og hvöttu til þess að formenn deilda kynntu verkefnið í sínum deildum og hugað yrði að frekari söfnun í vetrarstarfinu framundan. Betadeild ákvað að taka þetta verkefni upp á sína arma og vorið 2005 gaf Betadeild 50.000 krónur í þessa söfnun og æ síðan hefur verið gefin álíka upphæð á hverju vori.

Til gamans má geta þess að vorið 2005 höfðu safnast 17.000 krónur í sjóðinn þegar komið var að síðasta fundi og var þá samþykkt að hver og ein kona myndi leggja fram 1000 kr. aukalega í sjóðinn og sjóður deildarinnar myndi bæta við því sem upp á vantaði í 50.000 krónurnar.

Sjá  frétt á vef Unichef og Facebook-síðu samtakanna og umfjöllun á vef Betadeildar.


Síðast uppfært 04. okt 2020