Viltu hafa áhrif á hvaða erindi og fyrirlesarar verða í boði á Evrópuþinginu í sumar?

Vinnan við að skipuleggja næsta Evrópuþing sem haldið verður sumarið 2015 í Borås í Svíþjóð er í fullum gangi. Svíarnir vilja endilega gefa okkur tækifæri til að hafa áhrif á hvaða erindi og hvaða aðalfyrirlesarar verða í boði.

Þær óska því eftir því að við komum með uppástungu að efni og fyrirlesurum sem falla undir þema ráðstefnunnar sem er: Education – a Lifelong Dedication. Uppástungur þurfa að hafa borist fyrir 15. nóvember næstkomandi og þær má senda til:

Ingrid Stjernquist , Chair of Steering Committee ingrid.stjernquist@natgeo.su.se og
Marianne Skardéus, European Director marianne.skardeus@comhem.se

Einnig minna þær á að frestur félagskvenna til að skila inn ágripi að erindi (workshop) fyrir ráðstefnuna er 15. janúar 2014. Eyðublað má finna á þessari slóð

Nánari upplýsingar frá Svíunum má finna í þessu skjali.