Fundir haustið 2010

Annar fundur vetrarins verður miðvikudaginn 20. október 2010. Þá ætlum við að heimsækja nýstofnaðan leiklistarskóla Kómedíuleikhússins. Það er stofnandinn sjálfur, Elfar Logi Hannesson sem ætlar að taka á móti okkur í húsnæði skólans.

Hann ætlar að upplýsa okkur hvers vegna hann réðst í stofnun skólans. Okkur þótti tilhlýðilegt að kynna okkur hugmyndafræðina á bak við starfið þar sem þemað okkar er "Skapandi starf í skólum".

Stjórn Iotadeildar átti góðan undirbúningsfund fyrir vetrarstarfið.

Stjórn leggur til að þema vetrarins verði "Skapandi starf í skólum".

Fundir haustsins 2010 eru eftirfarandi:

Mánudagur 27. september 2010

 - Þema: Almenni hluti nýrrar aðalnámskrár fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla.

Miðvikudagur 20. október 2010

- Þema: Nýr leiklistarskóli á Vestfjörðum. Gestur fundar: Elvar Logi Hannesson leikari og stofnandi skólans.

Mánudagur 29. nóvember 2010

- Þema: Skapandi DKG konur. Við ætlum að skapa sjálfar.

Þetta verður indælt haust!