Velkomin á vef Gammadeildar
Gammadeild var stofnuð í Reykjavík, 5. júní 1977 og er þriðja deildin sem stofnuð var á Íslandi.
Stofnendur deildarinnar voru 16 talsins og var fyrsti formaður Pálína Jónsdóttir.
Gammakonur koma úr ýmsum og ólíkum störfum í þjóðfélaginu og láta sig varða margvísleg mál á sviði menningar og menntamála. Átta til níu fundir eru haldnir á ári hverju, en auk þess eru Gammakonur duglegar að sækja landssambands- og vorþing samtakanna sem og alþjóða- og Evrópuþingin.
Gammakonur eru 39 talsins og afar duglegar að mæta á fundi, sem oft eru haldnir í heimahúsi. Auk þess heimsækjum við vinnustaði hverrar annarrar, skóla, aðrar stofnanir og vinnustaði sem við fræðumst um.
Stjórn Gammadeildar 2022–2023
- Hrefna Sigurjónsdóttir, formaður
- Sigrún Aðalbjarnardóttir, varaformaður
- Ingibjörg Jóhannsdóttir, ritari
- Bjarndís Fjóla Jónsdóttir, meðstjórnandi og vefstjóri
- Hanna Halldóra Leifsdóttir, gjaldkeri
Allar myndir á vefnum okkar eru birtar með leyfi þeirra sem á þeim eru og ljósmyndaranna.
All photos on our webpages are published with permission from the participants and the photographers.