Velkomin á vef Gammadeildar

Gammadeild var stofnuð í Reykjavík, 5. júní 1977 og er þriðja deildin sem stofnuð var á Íslandi.
Stofnendur deildarinnar voru 16 talsins og var fyrsti formaður Pálína Jónsdóttir.

Gammakonur koma  úr ýmsum og ólíkum störfum í þjóðfélaginu og láta sig varða margvísleg mál á sviði menningar og menntamála. Átta til níu fundir eru haldnir á ári hverju, en auk þess eru Gammakonur duglegar að sækja landssambands- og vorþing samtakanna sem og alþjóða- og Evrópuþingin.

Gammakonur eru 45 talsins og afar duglegar að mæta á fundi, sem oft eru haldnir í heimahúsi. Auk þess heimsækjum við vinnustaði hverjar annarra, skóla, aðrar stofnanir og vinnustaði sem við fræðumst um.

Stjórn Gammadeildar 2016–2018 

  • Ingibjörg Einarsdóttir, formaður
  • María Pálmadóttir, varaformaður
  • Edda Pétursdóttir, ritari
  • Helga Thorlacius, meðstjórnandi 
  • Björg Eiríksdóttir, gjaldkeri
Fráfarandi formaður er Kristín Bjarnadóttir

Gamma

Gammadeild styrkir gott málefni.

Lesa meira

Anh Dao Katrín Tran lauk doktorsprófi á haustdögum 2015

Gammakonan Anh Dao Tran lauk doktorsprófi frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands á haustdögum 2015.
Lesa meira

Ingibjörgu Einarsdóttur veitt viðurkenning Samtaka móðurmálskennara

Á vorfundi Samtaka móðurmálskennara 2015, sem haldinn var 26. maí í Gunnarshúsi, var Ingibjörgu Einarsdóttur Gamma-systur veitt viðurkenning fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu móðurmálsins, meðal annars fyrir ötult starf í þágu Stóru upplestrarkeppninnar. Hjartanlega til hamingju, kæra Ingibjörg!
Lesa meira

Menntavísindasvið hlaut hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands

Menntavísindasvið Háskóla Íslands hlaut hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands fyrir starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun.
Lesa meira