Velkomin á vef Gammadeildar

Gammadeild var stofnuð í Reykjavík, 5. júní 1977 og er þriðja deildin sem stofnuð var á Íslandi.
Stofnendur deildarinnar voru 16 talsins og var fyrsti formaður Pálína Jónsdóttir.

Gammakonur koma  úr ýmsum og ólíkum störfum í þjóðfélaginu og láta sig varða margvísleg mál á sviði menningar og menntamála. Átta til níu fundir eru haldnir á ári hverju, en auk þess eru Gammakonur duglegar að sækja landssambands- og vorþing samtakanna sem og alþjóða- og Evrópuþingin.

Gammakonur eru 41 talsins og afar duglegar að mæta á fundi, sem oft eru haldnir í heimahúsi. Auk þess heimsækjum við vinnustaði hverjar annarra, skóla, aðrar stofnanir og vinnustaði sem við fræðumst um.

Stjórn Gammadeildar 2022–2023

  • Hrefna Sigurjónsdóttir, formaður
  • Sigrún Aðalbjarnardóttir, varaformaður
  • Ingibjörg Jóhannsdóttir, ritari
  • Bjarndís Fjóla Jónsdóttir, meðstjórnandi
  • Hanna Halldóra Leifsdóttir, gjaldkeri
Fráfarandi formaður er Edda Pétursdóttir.

Allar myndir á vefnum okkar eru birtar með leyfi þeirra sem á þeim eru og ljósmyndaranna.
All photos on our webpages are published with permission from the participants and the photographers.

Gammafundur 6. mars 2019

28.02.2019
Kæru Gammasystur   Fundur Gammadeildar miðvikudaginn 6. mars kl. 19:30 verður haldinn í Setbergsskóla.    Dagskrá fundarins er að þessu sinni helguð snjalltækjum í skólastarfi með áherslu á innleiðingu snjalltækja innan skólakerfisins í Hafnarfir...
Lesa meira

Gammafundur 4. febrúar 2019

28.01.2019
Næsti fundur í Gammadeild verður haldinn þann 4. febrúar kl. 19:30 í Setbergsskóla. Aðalefni fundarins er kynning Gerður G. Óskarsdóttir á megin niðurstöðum tveggja rannsókna undir yfirskriftinni: Svipmyndir úr kennslustundum í íslenskum framhaldsskó...
Lesa meira

Gammafundur 10. janúar 2019

07.01.2019
Kæru Gammasystur Gleðilegt nýtt ár og bestu þakkir fyrir góðar samverustundir á liðnum árum. Nú styttist í fyrsta fund ársins sem verður haldinn í Stapaseli 12, heima hjá Ingibjörgu Jónasdóttur, fimmtudaginn 10. janúar kl. 19:30.  Aðalefni fundari...
Lesa meira

Bryndís Steinþórsdóttir er annar höfundur bókarinnar Við matreiðum, sem kom út í sjötta sinn fyrir stuttu

10.04.2018
„Það hefur alltaf verið ótrúlega mikið um að fólk sem er að byrja að búa kann ekkert að matreiða," segir Bryndís Steinþórsdóttir, annar höfundur matreiðslubókarinnar Við matreiðum. Bókin kom fyrst út árið 1976 og hefur síðan verið notuð sem...
Lesa meira

Jóhanna Einarsdóttir í Gammadeild hlýtur viðurkenningu fyrir framlag á sviði menntunar ungra barna.

10.04.2018
Jóhanna Einarsdóttir, prófessor og forseti Menntavísindasviðs HÍ, hlaut viðurkenningu frá Illinois-háskóla í Bandaríkjunum fyrir framlag sitt til rannsókna á menntun ungra barna þann 9. mars síðastliðinn. Hún var í hópi níu vísindamanna sem hlutu við...
Lesa meira