Gammafundur 6. mars 2019

Kæru Gammasystur
 
Fundur Gammadeildar miðvikudaginn 6. mars kl. 19:30 verður haldinn í Setbergsskóla. 
 
Dagskrá fundarins er að þessu sinni helguð snjalltækjum í skólastarfi með áherslu á innleiðingu snjalltækja innan skólakerfisins í Hafnarfirði. Bjarndís Fjóla Jónsdóttir, kennslufulltrúi í upplýsingatækni hjá Fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, Hildur Ásta Viggósdóttir, verkefnastjóri UT mála við Setbergsskóla og Helga Magnúsdóttir, umsjónarkennari við Setbergsskóla verða gestir fundarins. Á dagskrá verða einnig félagstengd mál.
 
Hlakka til að sjá ykkur allar þann 6. mars :-) 
 
Með góðri kveðju frá stjórnarkonum,
María Pálmadóttir