Velkomin á vef Etadeildar

Etadeild Delta Kappa Gamma var stofnuð í Reykjavík 6. júní 1997. Deildarkonur eru af höfuðborgarsvæðinu og starfa á ýmsum sviðum fræðslumála. Þannig eru í deildinni tungumálakennarar, sérkennarar, námsráðgjafar, skólastjórnendur í grunnskóla og framhaldsskóla, kennari í upplýsingatækni, sjúkraþjálfari, háskólakennarar og fræðikonur á sviði menntamála.

Haldnir eru u.þ.b. sex fundir á vetri þar sem konur fræðast um nýjungar á sviði menntunar-, fræðslu- og uppeldismála, ræða og skoða álitamál frá ýmsum hliðum, njóta samvista hver við aðra og styrkja þannig vináttutengslin.

Stjórn Etadeildar 2016–2018 er þannig skipuð:

  • Bryndís Guðmundsdóttir formaður 
  • Stefanía V. Stefánsdóttir, varaformaður
  • Anna Sigríður Pétursdóttir, gjaldkeri 
  • Magnea Ingólfsdóttir, ritari 
  • Auður Elín Ögmundsdóttir 
  • Ingibjörg Möller

Allar myndir á vefnum okkar eru birtar með leyfi þeirra sem á þeim eru og ljósmyndaranna.
All photos on our webpages are published with permission from the participants and the photographers.

Eta

Afmælisfundur þriðjudaginn 10. október

Sælar kæru Etasystur. Hér koma aðeins ítarlegri upplýsingar um afmælisfundinn þriðjudaginn 10. október. Stefnan er sett á Eyrarbakka og heimsókn í Bakkastofu þar sem húsráðendur Ásta Kristrún og Valgeir taka á móti okkur í stássstofunni og segja okkur m.a. hvað leiddi þau á Bakkann. Þar trúi ég að við verðum "leiddar" inn í það andrúmsloft sem ríkti "i den" og getum skálað og notið eigin léttra veiga ef vill !
Lesa meira

Fundur fimmtudaginn 16. mars í Hannesarholti kl. 18-20

Næsti fundur í Etadeild hefur verið færður til fimmtudags 16. mars og verður í Hannesarholti kl. 18 -20 !
Lesa meira

Fundur í Etadeild fimmtudaginn 26. janúar í Hannesarholti

Kæru Etasystur Okkur í undirbúningshópi er heiður að því að boða ykkur til fundar í Hannesarholti næstkomandi fimmtudag. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 18:30. Við ætlum að sitja saman yfir góðri fiskisúpu og spjalli.
Lesa meira

Jólafundur Etadeildar, mánudaginn 28. nóvember kl. 18:00 í Víðihlíð 33.

Kæru Etasystur. Jólafundurinn okkar er á næsta leiti og hér koma lokaupplýsingar. Eftir að formaður hefur sett fund upp úr 18:00 og kveikt á kertum, taka þær Sigríður og Vigdís við og ræða bókina Elsku Drauma mín og þær reikna með spurningum og umræðum. Þær verða með eintök af bókinni til sölu (kr. 5800) en þær geta aðeins tekið við peningum. Að þessu loknu verða veitingar: snittur frá Jómfrúnni og glas af víni/gosi. Þetta gera kr. 3500 á mann sem greiðast á staðnum. Það þarf að staðgreiða Jómfrúnni og þess vegna skiptir máli að upphæðin innheimtist á fundinum. Það má bæta því við að það verður hægt að kaupa viðbótarglas af víni ef einhver vill. VÍðihlíð 33 er endaraðhús nálægt neðri innkeyrslu í götuna og það verða útikerti til að vísa veginn. Farsími Auðar er 8696043 ef einhver villist. Við hlökkum til að gleðjast með ykkur. Góðar kveðjur, Undirbúningshópur
Lesa meira