Velkomin á vef Etadeildar

Etadeild Delta Kappa Gamma var stofnuð í Reykjavík 6. júní 1997. Deildarkonur eru af höfuðborgarsvæðinu og starfa á ýmsum sviðum fræðslumála. Þannig eru í deildinni tungumálakennarar, sérkennarar, námsráðgjafar, skólastjórnendur í grunnskóla og framhaldsskóla, kennari í upplýsingatækni, sjúkraþjálfari, háskólakennarar og fræðikonur á sviði menntamála.

Haldnir eru u.þ.b. sex fundir á vetri þar sem konur fræðast um nýjungar á sviði menntunar-, fræðslu- og uppeldismála, ræða og skoða álitamál frá ýmsum hliðum, njóta samvista hver við aðra og styrkja þannig vináttutengslin.

Stjórn Etadeildar 2016–2018 er þannig skipuð:

  • Bryndís Guðmundsdóttir formaður 
  • Stefanía V. Stefánsdóttir, varaformaður
  • Anna Sigríður Pétursdóttir, gjaldkeri 
  • Magnea Ingólfsdóttir, ritari 
  • Auður Elín Ögmundsdóttir 
  • Ingibjörg Möller

Allar myndir á vefnum okkar eru birtar með leyfi þeirra sem á þeim eru og ljósmyndaranna.
All photos on our webpages are published with permission from the participants and the photographers.

Eta

Jólafundurinn verður haldinn þriðjudaginn 5. desember kl.18:00

Kæru Etasystur ! Jólafundurinn verður haldinn þriðjudaginn 5. desember kl.18:00 á heimili Bjargar Kristjánsdóttur, Bleikjukvísl 24, Ártúnsholti.
Lesa meira

Fundur þriðjudaginn 7. nóvember

Sælar kæru Etasystur og takk fyrir síðast. Nú er bara komið að næsta fundi sem verður þriðjudaginn 7. nóvember og hefst stundvíslega klukkan 16:00 ! Við heimsækjum hugbúnaðarfyrirtækið CCP hf. að Grandagarði 8, 101 Reykjavík og fáum kynningu á starfsemi þeirra. Kynningin tekur 40 - 60 mínútur og að henni lokinni höldum við í nærliggjandi veitingahús (nánar um það síðar), ljúkum fundi að okkar hætti og eigum saman góða stund. Reikna má með að fundi ljúki eigi síðar en um kl. 18:30.
Lesa meira

Afmælisfundur þriðjudaginn 10. október

Sælar kæru Etasystur. Hér koma aðeins ítarlegri upplýsingar um afmælisfundinn þriðjudaginn 10. október. Stefnan er sett á Eyrarbakka og heimsókn í Bakkastofu þar sem húsráðendur Ásta Kristrún og Valgeir taka á móti okkur í stássstofunni og segja okkur m.a. hvað leiddi þau á Bakkann. Þar trúi ég að við verðum "leiddar" inn í það andrúmsloft sem ríkti "i den" og getum skálað og notið eigin léttra veiga ef vill !
Lesa meira

Fundur fimmtudaginn 16. mars í Hannesarholti kl. 18-20

Næsti fundur í Etadeild hefur verið færður til fimmtudags 16. mars og verður í Hannesarholti kl. 18 -20 !
Lesa meira