Velkomin á vef Etadeildar

Etadeild Delta Kappa Gamma var stofnuð í Reykjavík 6. júní 1997. Deildarkonur eru af höfuðborgarsvæðinu og starfa á ýmsum sviðum fræðslumála. Þannig eru í deildinni tungumálakennarar, sérkennarar, námsráðgjafar, skólastjórnendur í grunnskóla og framhaldsskóla, kennari í upplýsingatækni, sjúkraþjálfari, háskólakennarar og fræðikonur á sviði menntamála.

Haldnir eru u.þ.b. sex fundir á vetri þar sem konur fræðast um nýjungar á sviði menntunar-, fræðslu- og uppeldismála, ræða og skoða álitamál frá ýmsum hliðum, njóta samvista hver við aðra og styrkja þannig vináttutengslin.

Stjórn Etadeildar 2018–2020 er þannig skipuð:

Björg Kristjánsdóttir, formaður
Ágústa Unnur Gunnarsdóttir
Sophie Kofoed Hansen
Auður Elín Ögmundsdóttir
Ragnhildur Konráðsdótttir

Allar myndir á vefnum okkar eru birtar með leyfi þeirra sem á þeim eru og ljósmyndaranna.
All photos on our webpages are published with permission from the participants and the photographers.

Eta

Aðalfundur verður haldinn miðvikudaginn 16. maí kl 18:00 - 21:00

Aðalfundur Etadeildar verður haldinn miðvikudaginn 16. maí kl 18:00 - 21:00 í Hannesarholti Grundarstíg 10 Syngjum saman með þórunni Björnsdóttur eftir aðalfund Dagskrá: Fundur settur - skipun fundarstjóra og ritara. Aðalfundarstörf. Skýrsla formanns - fyrirspurnir. Gjaldkeri gerir grein fyrir reikningum - fyrirspurnir. Kosning nýrrar stjórnar. Önnur mál.
Lesa meira

Aðalfundur Etadeildar verður haldinn miðvikudaginn 16. maí

Sælar kæru Etasystur og takk fyrir góðan fund í vikunni ! Aðalfundur Etadeildar verður haldinn miðvikudaginn 16. maí. Undirbúningur aðalfundar er í umsjá hóps 3 og stjórnar. Nánari upplýsingar um staðsetningu og dagskrá berst síðar en endilega takið daginn/tímann frá í dagbókunum :-) Með kærri kveðju, Bryndís, Anna Sigríður, Ingibjörg Möller, Stefanía og Auður Elín.
Lesa meira

Fundur Eta-deildar mánudaginn 16. apríl 2018 kl. 18-20.30

Kæru Eta-systur Næsti fundur verður á mánudaginn, 16. apríl, á Hótel Íslandi, Ármúla. Við verðum í sal fyrir innan veitingastaðinn.
Lesa meira

Næsti fundur er miðvikudaginn 28. febrúar kl. 18:00 - 20:30

Boðað er til næsta fundar miðvikudaginn 28. febrúar kl. 18:00 - 20:30 í hliðarsal Kringlukráar. Gestur fundarins er Ragnar Þór Pétursson og nefnist erindi hans "Þegar orð fá vængi". Ragnar Þór hefur starfað um árabil sem grunnskólakennari, en hann hefur líka starfað sem skólastjóri auk þess að hafa framhaldsskólaréttindi. Hann hefur m.a. verið í framvarðarsveit íslenskra kennara við uppbyggingu rafræns náms og skrifað pistla um skólamál í ýmis tímarit og vefmiðla. Hann tekur við sem formaður Kennarasambands Íslands í apríl næstkomandi.
Lesa meira