Velkomin á vef Etadeildar

Etadeild Delta Kappa Gamma var stofnuð í Reykjavík 6. júní 1997. Deildarkonur eru af höfuðborgarsvæðinu og starfa á ýmsum sviðum fræðslumála. Þannig eru í deildinni tungumálakennarar, sérkennarar, námsráðgjafar, skólastjórnendur í grunnskóla og framhaldsskóla, kennari í upplýsingatækni, sjúkraþjálfari, háskólakennarar og fræðikonur á sviði menntamála.

Haldnir eru u.þ.b. sex fundir á vetri þar sem konur fræðast um nýjungar á sviði menntunar-, fræðslu- og uppeldismála, ræða og skoða álitamál frá ýmsum hliðum, njóta samvista hver við aðra og styrkja þannig vináttutengslin.

Stjórn Etadeildar 2018–2020 er þannig skipuð:

Ágústa Unnur Gunnarsdóttir, ritari
Auður Elín Ögmundsdóttir
Björg Kristjánsdóttir, formaður
Sophie Kofoed Hansen, gjaldkeri
Ragnhildur Konráðsdótttir, varaformaður

Allar myndir á vefnum okkar eru birtar með leyfi þeirra sem á þeim eru og ljósmyndaranna.
All photos on our webpages are published with permission from the participants and the photographers.

Eta

Fyrsti fundur ETA-deildar verður haldinn fimmtudaginn 4. október.

Kæru ETA-systur Fyrsti fundur ETA-deildar verður haldinn fimmtudaginn 4. október. Farið verður í Seðlabankann við Sölvhól að ofanverðu. Mæting kl. 18:00. Stefán Jóhann Stefánsson kynningarstjóri Seðlabankans tekur á móti okkur og segir okkur frá starfsemi bankans. Einnig fáum við að skoða myntsafn bankans.
Lesa meira

Aðalfundur verður haldinn miðvikudaginn 16. maí kl 18:00 - 21:00

Aðalfundur Etadeildar verður haldinn miðvikudaginn 16. maí kl 18:00 - 21:00 í Hannesarholti Grundarstíg 10 Syngjum saman með þórunni Björnsdóttur eftir aðalfund Dagskrá: Fundur settur - skipun fundarstjóra og ritara. Aðalfundarstörf. Skýrsla formanns - fyrirspurnir. Gjaldkeri gerir grein fyrir reikningum - fyrirspurnir. Kosning nýrrar stjórnar. Önnur mál.
Lesa meira

Aðalfundur Etadeildar verður haldinn miðvikudaginn 16. maí

Sælar kæru Etasystur og takk fyrir góðan fund í vikunni ! Aðalfundur Etadeildar verður haldinn miðvikudaginn 16. maí. Undirbúningur aðalfundar er í umsjá hóps 3 og stjórnar. Nánari upplýsingar um staðsetningu og dagskrá berst síðar en endilega takið daginn/tímann frá í dagbókunum :-) Með kærri kveðju, Bryndís, Anna Sigríður, Ingibjörg Möller, Stefanía og Auður Elín.
Lesa meira

Fundur Eta-deildar mánudaginn 16. apríl 2018 kl. 18-20.30

Kæru Eta-systur Næsti fundur verður á mánudaginn, 16. apríl, á Hótel Íslandi, Ármúla. Við verðum í sal fyrir innan veitingastaðinn.
Lesa meira