1. fundur

1. fundur í ETA-deild Delta Kappa Gamma, starfsárið 2013 til 2014
haldinn í stofu H202, í húsnæði Háskóla Íslands, Menntavísindasviðs,
 þann 9. október 2013, frá 5.30 til 7.30.

Þema fundarins:  Stjórnaskrármálið. Mistök og lærdómar. Salvör Nordal, formaður stjórnarskrárhópsins, ræðir um aðdraganda vinnunnar og hugsanleg afdrif.

Fundur skipulagður af stjórn Eta: Auði, Önnu Magneu, Ólöfu og Þórunni og vefumsjónarkonunni Kristínu Helgu.
Auður formaður setti fundinn og bauð velkominn fyrirlesara, félagskonur og gest.
Máltíð: Á borðum voru ostar, kex og ávextir.
Dagskrá: Salvör flutti einkar áhugavert erindi um fyrri tilraunir til þess að breyta stjórnarskrá Íslands og aðdraganda þess að ákveðið var að gera enn eina atlögu að stjórnarskránni okkar. Hún tengdi umræðuna rannsóknarskýrslunni, siðfræðikaflanum, og eins var rætt um áhrif og framkvæmd þjóðfundarins sem var undanfari kosninga til stjórnarskrárnefndar. Góður rómur var gerður að máli Salvarar og talsvert spjallað að fyrirlestri loknum. 
Rós afhent fyrirlesara að venju – og henni þakkað fyrir greinargóðan og áhugaverðan 
fyrirlestur og skemmtilegt spjall.

Gestir: Kristín Helga bauð frænku sinni Vilborgu Ísleifsdóttur, sagnfræðingi, á fundinn en hún var kennari og kenndi m.a. í Kennaraskólanum.

Fyrir næsta fund:  Sendur hefur verið út listi yfir hópa sem taka að sér að stýra einstökum fundum. Með því móti næst fram fjölbreytni og lýðræðið er virkt í okkar hópi. Fundir eru með ýmsu móti en margar konur ræddu í lok þessa fundar að það væri nú oft best mætt og skemmtilegast þegar við fengjum góða fyrirlesara með áhugavert efni sem við gætum spjallað um á eftir. 

19 konur voru mættar:
Anna Sigríður, Anna Magnea, Auður, Ágústa, Eyrún, Guðbjörg, Guðrún Geirs, Guðrún Hrefna, Hafdís, Jóhanna Thelma, Kristín Helga, Magnea, Margrét Friðriks, Ólöf, Sif Vígþórsd., Soffía, Stefanía og Þórunn Blöndal. Gestur: Vilborg Ísleifsdóttir.

Fundi var slitið kl. 19.30.

Fundargerð ritaði: Þórunn Blöndal


Síðast uppfært 01. jan 1970