1. fundur

Fyrsti fundur í ETA deild starfsárið 2010-2011 var haldinn í húsakynnum Maður lifandi  Borgartúni 24 miðvikudaginn 29. september 2010 
 
Dagskráin verður sem hér segir:
 
  1. Formaður setti fund og kveikti á kertum. Gestur fundarins var Ingibjörg Jónasdóttir, forseti landssambansins.
  2. Orð til umhugsunar flutti Brynhildur Anna Ragnarsdóttir og fjallaði hún um gildi félagslegra samskipta og mikilvægi þess að rækta vináttuna og gefa sér tíma til að blanda geði við fólk. Það væri m.a. góður undirbúningur fyrir efri árin. 
  3. Formaður kynnti stjórnina og starfsemina framundan og að því loknu var skipt í starfshópa.Að loknu borðhaldi spjallaði Ingibjörg Jónasdóttir við okkur um gildi þess að vera þátttakandi í alþjóðasamtökunum og þá möguleika sem við höfum til að vera virkar, hafa áhrif og njóta góðs af því sem í boði er. Einnig kom hún inn á aðkomu okkar að kvennafrídeginum og tengdum atburðum 24. og 25. október.
 Fleira gerðist ekki.
 Fundi slitið

Síðast uppfært 14. maí 2017