Velkomin á vef Zetadeildar

Zetadeild  starfar á Austurlandi og félagskonur koma víðs vegar af Fljótsdalshéraði og Fjörðunum. Félagskonur Zetadeildar koma þar af leiðandi af stóru svæði og þar sem allra veðra er von yfir vetrartíman hittumst við að hausti á nokkrum fundum, gerum hlé yfir háveturinn og hittumst svo aftur nokkrum sinnum að vori. 

Við reynum að hafa fundina á þeim stöðum þar sem félagskonur búa og náum þannig að dreifa fundastöðum yfir svæðið.  Við notum þá gjarnan tækifærið til að kynnast ýmiss konar fræðslustarfsemi og aðstöðu fyrir slíkt starf í tengslum við fundina á þeim stöðum sem fundað er hverju sinni.  Félagskonur í Zetadeild eru nú í haust skráðar fimmtán.

Zeta

Fundur haldinn á Stöðvarfirði 4. apríl 2018

Óveðursfundur, þar kom að því.
Lesa meira

Fundur haldinn á Eskifirði 1. mars 2018

Inntökufundur var haldinn á Hótelinu á Eskifirði 1. mars þar sem fimm konur gengu til liðs við Zetadeild DKG við hátíðlega athöfn. Þetta var mjög ánægjuleg stund í alla staði og bjóðum við þær innilega velkomnar í félagsskapinn!
Lesa meira

Haustfundir zeta deildar

Starf zeta deildar haustið 2017 Í haust hafa verið haldnir 3 fundir í Zeta deild. Vinnufundur var haldinn á Reyðarfirði í september og vetrarstarfið skipulagt. Ákveðið var að þema vetrarins yrði listir í leik og starfi.
Lesa meira

Fundur á Fáskrúðsfirði 27. mars 2017.

Skemmtilegur og fjölbreyttur fundur í umsjón þeirra Bjargar og Jórunnar. Fundurinn hófst í Norðurljósahúsinu á Fáskrúðsfirði.
Lesa meira