Velkomin á vef Zetadeildar

Zetadeild  starfar á Austurlandi og félagskonur koma víðs vegar af Fljótsdalshéraði og Fjörðunum. Félagskonur Zetadeildar koma þar af leiðandi af stóru svæði og þar sem allra veðra er von yfir vetrartíman hittumst við að hausti á nokkrum fundum, gerum hlé yfir háveturinn og hittumst svo aftur nokkrum sinnum að vori. 

Við reynum að hafa fundina á þeim stöðum þar sem félagskonur búa og náum þannig að dreifa fundastöðum yfir svæðið.  Við notum þá gjarnan tækifærið til að kynnast ýmiss konar fræðslustarfsemi og aðstöðu fyrir slíkt starf í tengslum við fundina á þeim stöðum sem fundað er hverju sinni.  Félagskonur í Zetadeild eru nú skráðar sautján.

Zeta

Fundur haldinn í Neskaupstað

Fundur zeta deildar var haldinn í Neskaupstað 23. október. Margumtalað veður var með okkur að þessu sinn. Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar var gestur okkar og fræddi okkur um starfsemina. Markmið Austurbrúar er að vinna að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi og veita samræmda og þverfaglega þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og menningu.
Lesa meira

Af starfi zetadeildar í haustbyrjun 2018.

Fyrsti fundur zeta deildar starfsárið 2018-2019 sem halda átti á Seyðisfirði í byrjun október féll niður. Ekki komust fundarkonur á Seyðisfjörð í það skiptið. Minnugar óveðurs fundarins sem haldinn var á Stöðvarfirði í vor að þá var ákveðið að leggja ekki í Fjarðarheiði þar sem veðurspáin var slæm. Tvær konur ætluðu að ganga í félagið og við vonum að þær komist á fund til okkar fyrr en seinna svo að við fáum fleiri konur í félagið en það er markmið að við verðum ekki færri en 20 í deildinni.
Lesa meira

Grein í Austurlandi, eftir Helgu M. Steinsson.

Vorþing DKG á Austurlandi Sköpun, gróska og gleði var yfirskrift vorþings alþjóðlegra samtaka kvenna í fræðslustörfum DKG sem haldið var á Egilsstöðum í byrjun maí. Fyrirlesarar á þinginu voru austfirskar konur í lykilstöðum innan fyrirtækja og stofnana sem tengjast menntun og menningu.
Lesa meira

Aðalfundur Zetadeildar 17. maí 2018.

Aðalfundur Zetadeildar haldinn í Óbyggðasetrinu í Fljótsdal 17. maí 2018.
Lesa meira