Velkomin á vef Zetadeildar

Zetadeild  starfar á Austurlandi og félagskonur koma víðs vegar af Fljótsdalshéraði og Fjörðunum. Félagskonur Zetadeildar koma þar af leiðandi af stóru svæði og þar sem allra veðra er von yfir vetrartíman hittumst við að hausti á nokkrum fundum, gerum hlé yfir háveturinn og hittumst svo aftur nokkrum sinnum að vori. 

Við reynum að hafa fundina á þeim stöðum þar sem félagskonur búa og náum þannig að dreifa fundastöðum yfir svæðið.  Við notum þá gjarnan tækifærið til að kynnast ýmiss konar fræðslustarfsemi og aðstöðu fyrir slíkt starf í tengslum við fundina á þeim stöðum sem fundað er hverju sinni.  Félagskonur í Zetadeild eru nú í haust skráðar fimmtán.

Zeta

Fundur á Fáskrúðsfirði 27. mars 2017.

Skemmtilegur og fjölbreyttur fundur í umsjón þeirra Bjargar og Jórunnar. Fundurinn hófst í Norðurljósahúsinu á Fáskrúðsfirði.
Lesa meira

Fundur haldinn í Zetadeild í Gistihúsinu á Egilsstöðum 23. febrúar 2017.

Gestur fundarins var Jón Ingi Sigurbjörnsson og sagði hann okkur frá fornleifauppgreftri á fjallkonunni á Vestdalsheiði.
Lesa meira

Fundur haldinn í Neskaupstað 22. nóvember í Nesbæ kaffihúsi.

Formaður setti fundinn og Hildur Vala kveikti á kertunum. Helga las upp markmið félagsins og  minnti á vorráðstefnuna á Akureyri í maí. Síðan tóku þær: Hildur Vala, og Steinunn við fundarstjórn. Hildur Vala var með orð til umhugsunar og ræddi um þau vandamál og áhyggjur sem við berum með okkur og hvað er til ráða. Hún las vers úr Hávamálum sem fjalla um áhyggjur og sjálfsgagnrýni og hve fánýtt það sé að gera sér áhyggjur. Breytum því sem við getum og höfum ekki áhyggjur af hinu. „Don´t worry, be happy“. Umræður sköpuðust um orð Hildar Völu. Halla Höskuldsdóttir leikskólastjóri sat fundinn með okkur og eftir að hafa snætt kjúklingasalat fórum við í heimsókn með Höllu á nýja leikskólann, Eyrarvelli sem tók til starfa nú í ágúst.    
Lesa meira

Fundur haldinn á Egilsstöðum 26. október 2016.

Hittumst á Café Nilsen á Egilsstöðu. Fundurinn var í umsjón þeirra: Helgu Guðmunds, Kristínar og Ruthar. Kristín Hlíðkvist flutti orð til umhugsunar og sagði frá aðdraganda að kvennafrídegi 1975. Hún sagði okkur frá þremur konum í Búðardal, sem tóku þá góðu ákvörðun að fara til Reykjavíkur og taka þátt í útifundi þar. Rætt var um mikilvægi samstöðu kvenna og að gera þurfi hana sýnilegri. Helga minnti okkur á vorráðstefnuna á Akureyri í byrjun maí og hefur nú þegar verið bókaður sumarbústað í Kjarnaskógi svo vonandi hafa einhverjar félagskonur tök á að fara norður.   Eftir fundinn var haldið í Sláturhúsið, Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs. Þar tók Íris Sævarsdóttir á móti okkur og sagði okkur frá starfseminni og starfi sínu sem fræðslufulltrúi. 
Lesa meira