Velkomin á vef Zetadeildar

Zetadeild  starfar á Austurlandi og félagskonur koma víðs vegar af Fljótsdalshéraði og Fjörðunum. Félagskonur Zetadeildar koma þar af leiðandi af stóru svæði og þar sem allra veðra er von yfir vetrartíman hittumst við að hausti á nokkrum fundum, gerum hlé yfir háveturinn og hittumst svo aftur nokkrum sinnum að vori. 

Við reynum að hafa fundina á þeim stöðum þar sem félagskonur búa og náum þannig að dreifa fundastöðum yfir svæðið.  Við notum þá gjarnan tækifærið til að kynnast ýmiss konar fræðslustarfsemi og aðstöðu fyrir slíkt starf í tengslum við fundina á þeim stöðum sem fundað er hverju sinni.  Félagskonur í Zetadeild eru nú skráðar sautján.

Jólafjarfundur haldinn 10. desember 2020

06.01.2021
Enn einn fjarfundurinn. Við erum orðnar mjög vanar þeim og jólafundurinn því haldinn með því fyrirkomulagi.
Lesa meira

Fjarfundur í nóvember 2020

03.12.2020
Anna fundur í Zeta deild var haldinn 4. nóvember 2020.
Lesa meira

Fyrsti fundur í zetadeild haustið 2020

03.11.2020
Fyrsti fundur í Z-deild DKG veturinn 2020 – 2021 var haldinn 28.09. 2020 í Seyðisfjarðarskóla. Fundurinn var í umsjá Sigríðar Herdísar Pálsdóttir, Ólafíu Stefánsdóttur og Unnar Óskarsdóttur. Gestur á fundinum var Diljá Jónsdóttir. hún sagði okkur frá...
Lesa meira

Aðalfundur í Zetadeild

03.06.2020
Aðalfundur Zetadeildar var haldinn í Bókakaffi í Fellabæ 2. júní 2020. Þar voru almenn aðalfundarstörf og ný stjórn tók við.
Lesa meira

Fjarfundur í zetadeild 15. apríl 2020.

19.04.2020
Fjórði fundur Z-deildar DKG veturinn 2019-2020, haldinn 15. apríl 2020 í gegnum Google Meet fjarfundarkerfi á tímum samkomubanns vegna COVID-19 faraldurs. Góð dagsetning það sem fundinn bar upp á 90 ára afmælisdag Frú Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta og heiðursfélaga í DKG.
Lesa meira