Velkomin á vef Zetadeildar

Zetadeild  starfar á Austurlandi og félagskonur koma víðs vegar af Fljótsdalshéraði og Fjörðunum. Félagskonur Zetadeildar koma þar af leiðandi af stóru svæði og þar sem allra veðra er von yfir vetrartíman hittumst við að hausti á nokkrum fundum, gerum hlé yfir háveturinn og hittumst svo aftur nokkrum sinnum að vori. 

Við reynum að hafa fundina á þeim stöðum þar sem félagskonur búa og náum þannig að dreifa fundastöðum yfir svæðið.  Við notum þá gjarnan tækifærið til að kynnast ýmiss konar fræðslustarfsemi og aðstöðu fyrir slíkt starf í tengslum við fundina á þeim stöðum sem fundað er hverju sinni.  Félagskonur í Zetadeild eru nú skráðar sautján.

Zeta

Grein í Austurlandi, eftir Helgu M. Steinsson.

Vorþing DKG á Austurlandi Sköpun, gróska og gleði var yfirskrift vorþings alþjóðlegra samtaka kvenna í fræðslustörfum DKG sem haldið var á Egilsstöðum í byrjun maí. Fyrirlesarar á þinginu voru austfirskar konur í lykilstöðum innan fyrirtækja og stofnana sem tengjast menntun og menningu.
Lesa meira

Aðalfundur Zetadeildar 17. maí 2018.

Aðalfundur Zetadeildar haldinn í Óbyggðasetrinu í Fljótsdal 17. maí 2018.
Lesa meira

Vorþing DKG á Egilsstöðum 5. maí.

Vorþing haldið á Egilsstöðum 5.5. í umsjón Zetadeildar og menntamálanefndar DKG. Þemað var Sköpun, gróska og gleði. Á sjötta tug kvenna sótti þingið.
Lesa meira

Fundur haldinn á Stöðvarfirði 4. apríl 2018

Óveðursfundur, þar kom að því.
Lesa meira