Heimsókn í Nytjamarkaðinn
Fundurinn í dag, 24. nóvember 2025 var tileinkaður sjálfboðaliðum og fóru zeta konur í heimsókn á Nytjamarkaðinn sem starfræktur hefur verið í Neskaupstað síðan 2012. Öll innkoma af seldum vörum fer til góðgerðarmála. Breiðablik, sem er hjúkrunarheimili fyrir eldri borgara hefur notið góðs af sem og leikskólinn og frístundaheimili sem hafa fengið vörum frá markaðnum. Félagasamtök hafa einnig fengið styrki frá Nytjamarkaðinum í formi peningaupphæðar. Nemendur grunnskólans eru hvattir til að versla jólagjafir fyrir litlu jólin í skólanum á markaðinum. Margt bar þarna fyrir augun og gátu félagskonur verslað heilmikið.
Eftir gott spjall með kaffi og konfekti var haldið í kaffihúsið Nesbæ þar sem hefðbundin fundarstörf fóru fram.