Fundur í Zetadeild 11. april 2011

Fundurinn haldinn á Mjóeyri Eskifirði 11. april 2011

Fundarkonur keyrðu saman út á Mjóeyri þar sem fundurinn hófst með formlegu hætti. Hrefna setti fundinn með því að kveikja á kertum og fara yfir dagskrána. Fyrst flutti Elín orð til umhugsunar. 
Elín deildi því með okkur að þegar við upplifum erfið tímabil í lífi okkar þurfum við stundum að endurmeta lífið og gildi þess.  Það að lesa góðar sjálfshjálparbækur getur verið lærdómsríkt.  Elín kynnti bækurnar Lífsgleði  njóttu, Lífsreglurnar þrjár og Allra besta gjöfin. Í bókinni lífsreglurnar fjórar er farið í lífspeki Indjána,númer eitt Vertu flekklaus í orði, tvö ekki taka neitt persónulega og númer þrjú ekki draga rangar ályktanir og gerðu alltaf þitt besta. Jákvæð hugsun og umfram allt að lifa lífinu er viðfangsefni allra bókanna. Elín tekur sem dæmi að eigandi steinasafnsins sem við erum nýbúnar að heimsækja sé lifandi sönnun þess hvernig hægt er að lifa lífinu til fulls.
Borinn er fram matur og á sama tíma og við gæðumokkur á dýrindis sveppasúpu tekur Kristjana við af Elínu og heldur pistil um fagmennsku í kennslu og skólastarfi. Kristjana hefur sótt framhaldsmenntun í sérkennslufræðum. Kristjana talar um framtíðarsýn sína á skólastarf. Að það verði skóli margbreytileikans þar sem öll börn fái að njóta sín í  námi óháð fötlun og stöðu sinni. Að foreldrar geti valið um sérskóla eða blandaðan skóla. Að vinnuumhverfið einkennist af miklu faglegu samráði og lýðræðislegu starfi. Að foreldrar komi sterkt að námi barna sinna og að kennarar geri vinnu sína sýnilega fyrir öðrum. Hún leggur áherslu á að þáttur kennara sé mjög mikilvægur í þroska og menntun barna. Fagvitund kennara segir kennurum að þeir séu skuldbundnir til að gera það sem sé best fyrir nemendur enn ekki endilega það sem er auðveldast. Ígrundun, mat og gagnrýni sé nauðsynleg til að mynda rökstuddar skoðanir á öllu stóru og smáu þegar kennari rannsakar sjálfan sig í kennslu. Virðing jafnvægi og lýðræði í kennsluháttum sé lykillinn að farsælu skólastarfi.
Umræður
Félagskonur ræða saman um lýðræði og umburðalyndi gegn fötluðum í samfélaginu sem hefur batnað. Að minna sé um fordóma vegna blöndunar börn með sérþarfir í skólum vegna samskiptum en þó sé enn langt í land með að vinna bug á fordómum.
Léttur málsverður og spjall.


Fundi slitið
Hrefna Egilsdóttir


Síðast uppfært 03. okt 2016