Fundargerð 13. mars 2019.

Þriðji fundur Z-deildar DKG veturinn 2018 -2019.

Haldinn 13. mars 2019 í Grunnskóla Eskifjarðar.

Fundurinn var í umsjá Halldóru Baldrsdóttur, Helgu M. Steinsson og Petru Vignisdóttur.

Mættar voru: Guðmunda Vala Jónasdóttir, Guðrún Ásgeirsdóttir, Halldóra Baldursdóttir, Harpa Höskuldsdóttir, Hrefna Egilsdóttir, Margret Björk Björgvinsdóttir, Petra Vignisdóttir, og Sigríður Herdís Pálsdóttir. Gestur á fundinum var Katrín Reynisdóttir.

Guðrún setti fundinn og bauð konur velkomnar. Halldóra kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Petra las markmið félagsins.

Guðrún minnti á vorfund sem haldin verður í Reykjavík 4. maí, kennsla nýbúa verður yfirskrift fundarins að þessu sinn. Guðrún minnti einnig á Alþjóðaráðstefnu DKG sem haldin verður í Reykjavík 25.-27. júlí 2019.

Guðrún fór yfir starfsemi félagsins og ræddi um fyrirkomulag funda, fundartíma og fundaboðun. Rætt var um að hvernig fundartími/dagur væri valin og hvort eitthvað annað fyrirkomulag væri hugsanlega betra en það sem nú hefur verið. Að hausti hefur stjórn skipað í hópa sem halda utan um fundina yfir veturinn hver hópur hefur ákveðin mánuð til að sjá um fund. Þeim hefur verið í sjálfsvald sett hvaða dag/tíma þeir velja. Rætt var um að jafnvel væri gott að ákveða strax að hausti hvaða daga þær vilja festa fyrir fundina, ekkert endilega sömu daga en að það væri ljóst fyrr svo systur gætu tekið þær dagsetningar frá eða vera með fastann fundardaga. Rætt var um að hingað til hefði fundum ekki verið fresta nema þegar veður væri að hamla.

Rætt var um boðleiðir og mikilvægi þess að póstar/skilaboð væru að komast örugglega til skila og að mikilvægt væri að svara t.d. fundarboðum í tíma upp á alla skipulagninu. Ákveðið að nota tölvupósta og fésbókina til að árétta skilaboð.

Rætt var um að ekki þyrfti alltaf að leyta út fyrir hópinn eftir erindi á fundi, við hefðum líka ýmislegt fram að færa og stundum væri líka gott að gefa meiri tíma til umræðna.

Rætt var um að gott væri að eiga til skjal sem segir til um hlutverk hvers og eins t.d. hvað þurfa þær sem sjá um fundinn að huga að og hvert er hlutverk stjórnar.  

Guðrún greindi frá því að Marta Hermannsdóttir hefur ákveðið að segja sig úr félagsskapnum en hún er starfandi varaformaður. Margret og Guðrún munu vera tvær í stjórninni fram á vor en óska eftir systur í stjórn í stað Mörtu frá og með næsta hausti.

Harpa Höskuldsdóttir, gjaldkeri sagði frá því að 10 félagar væru búnar að greiða 2000.- hver inn á reikning Z- deildar. Samþykkt var á síðasta fundi að senda út póst og óska eftir að félagar greiddu 2000.- inn á reikning félagsins, þessi sjóður verður nýttur t.d. til að greiða fyrir blóm, kerti og fl. sem greiða þarf fyrir deildina.

Einn fundur er eftir og er það vorfundur sem er í höndum stjórnar. Guðrún sagði að upplýsingar um þann fund muni liggja fyrir fljótlega.

Brynja Garðasdóttir átti að vera með orð til umhugsunar en hún forfallaðist og verður því með orðin á næsta fundi.

Fyrirlesari og gestur fundarins var María Hjálmarsdóttir verkefnastjóri hjá Austurbrú. Hennar erindi fjallaði um Áfangastaðinn Austurland sem er samvinnuverkefni opið öllum sem vilja og hafa áhuga, ungum sem öldun og með mismunandi bakgrunn. Verkefnið byggir á samtali við samfélagið Austurland; sveitafélög, fyrirtæki, samtök, stofnanir og íbúa Austurlands. Verkefninu er ætlað að þróa landsvæðið Austuland með áherslu á sjálfbærni í efnahags-, samfélags- og umhverfislegu tillitli. Nánar má lesa og fræðast um verkefnið á https://austurland.is/

Guðrún slökkti á kertunum þremur og sleit fundi kl 18:30.

Að fundi loknum borðuðu fundarmenn saman tælenskan mat á veitingastaðnum Húsi fílsins.

Ritari:

Margret B. Björgvinsdóttir.


Síðast uppfært 02. jún 2019