Velkomin á vef Alfadeildar

Alfadeildin, fyrsta deild DKG samtakanna á Íslandi, var stofnuð 7. nóvember 1975 í Reykjavík. Nokkru áður hafði Maria Pierce komið til landsins og haldið fund með íslenskum konum sem voru framarlega í flokki þeirra kvenna sem störfuðu að skólamálum.

Stofnfélagar voru kennarar af öllum skólastigum. Það þótti nokkur nýlunda þegar kennarar af öllum skólastigum sameinuðust í einu félagi en það reyndist mikill styrkur.

Fyrst í stað voru fundir haldnir í heimahúsum en eftir að konum í deildinni fjölgaði hafa þeir verið haldnar æ oftar í skólum og stofnunum.

Stofnfélagar Alfadeildar voru 18 en nú eru félagar þar 38. Fyrstu árin beindi deildin m.a. kröftum sínum að því að lesa og fara í gegnum frumvörp til laga um skóla- og menntamál, skrifa umsagnir um þau og senda Alþingi. Má þar nefna frumvörp til laga um grunnskóla, framhaldsskóla og Kennaraháskóla Íslands.

Á síðari árum er algengara að fengnir séu fyrirlesarar til að koma og halda erindi á fundum í deildinni og hefur verið fjallað um ýmis efni tengd menntun og menningu. Enn fremur hafa ýmsar stofnanir verið heimsóttar og þær kynntar.

__________________________________________________________________________________

Alir myndir á vefnum okkar eru birtar með leyfi þeirra sem á þeim eru og ljósmyndaranna.
All photos on our webpages are published with permission from the participants and the photographers.

__________________________________________________________________________________

Stjórn Alfa-deildar 2016-2018:

Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, formaður
Margrét Gunnarsdóttir Schram, meðstjórnandi
Elsa Petersen, meðstjórnandi 
Ásta Valdimarsdóttir, meðstjórnandi 
Guðríður Sigurðardóttir, meðstjórnandi
Ragnhildur Guðjónsdóttir, gjaldkeri deildarinnar   

Kristín Björk Gunnarsdóttir, umsjón með vef

Alfa

Starfsáætlun Alfa deildar

Lesa meira

Febrúarfundur Alfa-deildar

Nú er næsti fundur deildarinnar á næsta leiti skv. eftirfarandi fundarboði: Velkomnar til fjórða fundar Alfadeildar veturinn 2016-2017. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 14. febrúar í Söngskólanum í Reykjavík, Snorrabraut 54 (gamla Osta og smjörsalan) og hefst kl. 17.00.
Lesa meira

Tveir góðir fundir á haustdögum

Í vetur hafa verið haldnir tveir fundir. Þann 25. október síðastliðinn hittust Alfa konur í Háskólanum í Reykjavík þar sem vel var tekið á móti þeim. Ari Kristinsson, rektor, gekk með þeim um skólann og sagði þeim frá húsakynnum og því námi sem væri boðið upp á þar. Síðan tók Málfríður Þórarinsdóttir við og sagði frá frumgreinanáminu í HR. Afar vel var tekið á móti okkur þarna.  Í september komum við saman í Safnahúsinu við Hverfisgötu þar sem Margrét Hallgrímsdóttir gekk með okkur um húsið og leiddi okkur í gegnum þær sýningar sem voru uppsettar. Einnig fræddi hún okkur Safnahúsið og að það væri nú hluti af Þjóðminjahúsinu og sagði frá þeirri sameiningu. Afar fróðlegur fundur fyrir okkur Alfakonur.
Lesa meira

Aðalfundur framundan

Nú er komið að aðalfundi Alfadeildar sem verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl kl. 17:00 í Dugguvogi 15, Notting Hill, húsnæði Maríu Solveigar og Sigfúsar.  Venjuleg aðalfundarstörf og kosning stjórnar verður á dagskrá fundarins. Vonast er eftir sem flestum Alfasystrum á fundinn.
Lesa meira