Velkomin á vef Alfadeildar

Alfadeildin, fyrsta deild DKG samtakanna á Íslandi, var stofnuð 7. nóvember 1975 í Reykjavík. Nokkru áður hafði Maria Pierce komið til landsins og haldið fund með íslenskum konum sem voru framarlega í flokki þeirra kvenna sem störfuðu að skólamálum.

Stofnfélagar voru kennarar af öllum skólastigum. Það þótti nokkur nýlunda þegar kennarar af öllum skólastigum sameinuðust í einu félagi en það reyndist mikill styrkur.

Fyrst í stað voru fundir haldnir í heimahúsum en eftir að konum í deildinni fjölgaði hafa þeir verið haldnar æ oftar í skólum og stofnunum.

Stofnfélagar Alfadeildar voru 18 en nú eru félagar þar 38. Fyrstu árin beindi deildin m.a. kröftum sínum að því að lesa og fara í gegnum frumvörp til laga um skóla- og menntamál, skrifa umsagnir um þau og senda Alþingi. Má þar nefna frumvörp til laga um grunnskóla, framhaldsskóla og Kennaraháskóla Íslands.

Á síðari árum er algengara að fengnir séu fyrirlesarar til að koma og halda erindi á fundum í deildinni og hefur verið fjallað um ýmis efni tengd menntun og menningu. Enn fremur hafa ýmsar stofnanir verið heimsóttar og þær kynntar.

__________________________________________________________________________________

Alir myndir á vefnum okkar eru birtar með leyfi þeirra sem á þeim eru og ljósmyndaranna.
All photos on our webpages are published with permission from the participants and the photographers.

__________________________________________________________________________________

Stjórn Alfa-deildar 2018-2020:

Kristín Jóhannesdóttir, formaður
Hafdís Bára Kristmundsdóttir, meðstjórnandi
Hrund Logadóttir, meðstjórnandi  
Erna Jessen, meðstjórnandi 
Steinunn Ármannsdóttir, meðstjórnandi 

Kristín Björk Gunnarsdóttir, umsjón með vef

Jólafundurinn 2019

28.11.2019
Jólafundurinn verður haldinn á veitingahúsinu Mími á Hótel Sögu.
Lesa meira

Janúarfundurinn

07.01.2019
Næsti fundur verður haldinn í Austurbæjarskóla þann 14. janúar kl. 17.00. Fjallað verður um íslenskuna og framtíð hennar og mun Eríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus við Háskóla Íslands vera með framsögu.
Lesa meira

Myndir frá jólafundinum

07.01.2019
Alfakonur voru sammála um að jólafundurinn hefði tekist afar vel og Lækjarbrekka hafi verið góður staður til að hittast á. Myndirnar segja alla söguna. Smellið á hlekkinn til að skoða.
Lesa meira

Alþjóðleg ráðstefna á Íslandi í sumar.

07.01.2019
Hér hlekkur á fréttabréf (á ensku) um ráðstefnuna sem verður í sumar. https://www.smore.com/k1xe8  
Lesa meira

Nóvemberfundur Alfa- deildar 2018

03.11.2018
Nú er komið að því að hittast aftur, kæru félagskonur.
Lesa meira