Velkomin á vef Alfadeildar

Alfadeildin, fyrsta deild DKG samtakanna á Íslandi, var stofnuð 7. nóvember 1975 í Reykjavík. Nokkru áður hafði Maria Pierce komið til landsins og haldið fund með íslenskum konum sem voru framarlega í flokki þeirra kvenna sem störfuðu að skólamálum.

Stofnfélagar voru kennarar af öllum skólastigum. Það þótti nokkur nýlunda þegar kennarar af öllum skólastigum sameinuðust í einu félagi en það reyndist mikill styrkur.

Fyrst í stað voru fundir haldnir í heimahúsum en eftir að konum í deildinni fjölgaði hafa þeir verið haldnar æ oftar í skólum og stofnunum.

Stofnfélagar Alfadeildar voru 18 en nú eru félagar 33. Fyrstu árin beindi deildin m.a. kröftum sínum að því að lesa og fara í gegnum frumvörp til laga um skóla- og menntamál, skrifa umsagnir um þau og senda Alþingi. Má þar nefna frumvörp til laga um grunnskóla, framhaldsskóla og Kennaraháskóla Íslands.

Á síðari árum er algengara að fengnir séu fyrirlesarar til að koma og halda erindi á fundum í deildinni og hefur verið fjallað um ýmis efni tengd menntun og menningu. Enn fremur hafa ýmsar stofnanir verið heimsóttar og þær kynntar.

__________________________________________________________________________________

Allar myndir á vefnum okkar eru birtar með leyfi þeirra sem á þeim eru og ljósmyndaranna.
All photos on our webpages are published with permission from the participants and the photographers.
__________________________________________________________________________________

Stjórn Alfa-deildar 2020-2022:

Erna Árnadóttir, formaður
Hrund Logadóttir, meðstjórnandi 
Sigrún Erla Hákonardóttir, meðstjórnandi  
Kristín Axelsdóttir, meðstjórnandi 
María Solveig Héðinsdóttir, meðstjórnandi 
_______________________________________
Kristín Björk Gunnarsdóttir, umsjón með vef

Kærkominn hittingur á nýju ári

21.03.2022
Alfakonur ætla að hittast í Borgaskóla í Grafarvogi þriðjudaginn 22. mars kl. 17. Aðalviðfangsefni fundarins verður leiðsagnarnám en auk þess fá Alfakonur að skoða þennan nýja og flotta skóla.
Lesa meira

Vorfundur Alfadeildar í Laugardalnum

14.05.2021
Vorfundurinn okkar, sem nú þegar hefur verið boðað til, verður haldinn í Café Flóru, fimmtudaginn 27.maí og hefst kl. 17:00.
Lesa meira

Fjarfundur í apríl

19.04.2021
Þriðjudaginn 20. apríl kl. 17:00 eru Alfakonur boðaðar á fjarfund í deildinni. Þar mun Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir segja frá bók sinni Aldrei nema KONA sem kom út í ágúst 2020. Alfakonur munu fá senda link á fundinn í tölvupósti.
Lesa meira

Alfa- og Gammadeild halda fund saman

10.02.2021
Blásið verður til sameiginlegs fundar Alfadeildar og  Gammadeildar á Zoom þann 2. mars nk kl. 19:30. Nánari upplýsingar er nær dregur. Fyrirlesari verður Sigríður Hulda Jónsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, sem ætlar að tala um seiglu.
Lesa meira

Aðalfundur Alfadeildar haldinn og vetrarstarfið hefst.

01.09.2020
Vel var mætt á aðalfund deildarinnar sem var haldinn í fjarfundarformi 1. september 2020. Alfakonur tóku tæknina í sínar hendur og sinntu aðalfundarstörfum með sóma í fjarfundarformi. Kosin var ný stjórn og meðlimi hennar má sjá hér ofar á síðunni....
Lesa meira