Velkomin á vef Alfadeildar

Alfadeildin, fyrsta deild DKG samtakanna á Íslandi, var stofnuð 7. nóvember 1975 í Reykjavík. Nokkru áður hafði Maria Pierce komið til landsins og haldið fund með íslenskum konum sem voru framarlega í flokki þeirra kvenna sem störfuðu að skólamálum.

Stofnfélagar voru kennarar af öllum skólastigum. Það þótti nokkur nýlunda þegar kennarar af öllum skólastigum sameinuðust í einu félagi en það reyndist mikill styrkur.

Fyrst í stað voru fundir haldnir í heimahúsum en eftir að konum í deildinni fjölgaði hafa þeir verið haldnar æ oftar í skólum og stofnunum.

Stofnfélagar Alfadeildar voru 18 en núna eru félagar 40 talsins (mars 2024). Fyrstu árin beindi deildin m.a. kröftum sínum að því að lesa og fara í gegnum frumvörp til laga um skóla- og menntamál, skrifa umsagnir um þau og senda Alþingi. Má þar nefna frumvörp til laga um grunnskóla, framhaldsskóla og Kennaraháskóla Íslands.

Á síðari árum er algengara að fengnir séu fyrirlesarar til að koma og halda erindi á fundum í deildinni og hefur verið fjallað um ýmis efni tengd menntun og menningu. Enn fremur hafa ýmsar stofnanir verið heimsóttar og þær kynntar.

__________________________________________________________________________________

Allar myndir á vefnum okkar eru birtar með leyfi þeirra sem á þeim eru og ljósmyndaranna.
All photos on our webpages are published with permission from the participants and the photographers.
__________________________________________________________________________________

Stjórn Alfa-deildar 2022-2024:

Hrund Logadóttir, formaður
Fjóla María Lárusdóttir, meðstjórnandi  
Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir, meðstjórnandi 
Málfríður Þórarinsdóttir, meðstjórnandi 
Árný Inga Pálsdóttir, gjaldkeri
_______________________________________
Kristín Björk Gunnarsdóttir, umsjón með vef

Fráfarandi formaður: Erna Árnadóttir

Það er komið að því!

22.09.2023
Fyrsti fundur nýs starfsárs verður haldinn 3. október kl. 16:30 í Veröld, húsi Vigdísar, Brynjólfsgötu 107, 107 Rvík (HÍ).
Lesa meira

Síðasti fundur vetrarins

23.05.2023
Vorfundurinn okkar verður 25. maí kl. 17:00 í Ráðhúsinu í Reykjavík. Þar munu þær Helga Laxdal og Marta Guðjónsdóttir taka á móti okkur.
Lesa meira

Síðasta dag febrúarmánaðar

22.02.2023
Já, þann 28. febrúar er næsti fundur deilkdarinnar og hefst hann kl. 16:00. Þar munu Magnús Ingvason skólameistari og Sigríður Ragna Sigurðardóttir formaður skólanefndar taka á móti félagskonum og kennslustjórar Heilbrigðisskólans munu kynna starfsemina.
Lesa meira

Janúarfundurinn okkar

11.01.2023
Við hittumst í Fræðslumiðstöð atvinnulífsins þar sem Fjóla María mun taka á móti okkur og kynna okkur starfsemi FA. Heimilisfangið er Skipholt 50b og fundurinn hefst kl. 17.
Lesa meira

Jólafundurinn 2022

03.11.2022
Jólafundurinn okkar verður í Norræna húsinu á veitingastaðnum Sónó laugardaginn 26. nóvember kl. 12:00
Lesa meira