Velkomin á vef Epsilondeildar

Epsilondeild var stofnuð í Ölfusborgum við Hveragerði í apríl 1989 og er starfssvæði hennar Suðurland. Félagskonur koma úr ýmsum og ólíkum störfum í þjóðfélaginu og láta sig varða ýmisleg mál á sviði menntamála. Á hverju ári eru haldnir fmm til sex fundir, oftast nær á vinnustöðum Epsilonkvenna.

Stjórn Epsilondeildar 2018–2020

  • Ingibjörg Þorgerður Þorleifsdóttir formaður,  
  • Ingibjörg Ingadóttir varaformaður,
  • Ásborg Arnþórsdóttir ritari,
  • Eydís Katla Guðmundsóttir gjaldkeri,
  • Sigríður Guttormsdóttir meðstjórnandi.   

Allar myndir á vefnum okkar eru birtar með leyfi þeirra sem á þeim eru og ljósmyndaranna.     
All photos on our webpages are published with permission from the participants and the photographers. 

Vorfundur Epsilondeildar var haldinn í Skálholti 23. maí 2019

27.05.2019
Ingibjörg Þ.formaður setti fundinn og kveikti á kertum vináttu, trúmennski og hjálpsemi. Gestur fundarins var Ingibjörg Einarsdóttir úr Gammadeild. Ingibjörg fór yfir starf vetrarins og var ánægð með, hve vel tókst til að dreifa ábyrgðinni við skipulagningu fundanna í vetur
Lesa meira

Þetasystur heimsækja Epsilonsystur

13.04.2019
Þetasystur af Suðurnesjum komu í heimsókn til okkar Epsilonsystra. Við hittumst í Þorlákskirkju og þar tók á móti okkur Rán Gísladóttir kirkjuvörður og sagði okkur frá kirkjunni. Það vakti undrun gestanna að kirkjan skyldi vera byggð í sjálfboðavinnu þorpsbúa af miklum eldmóði og flestir ef ekki allir innanstokksmunir gefnir kirkjunni. Þorlákskirkja var vígð 1985.
Lesa meira

Fundur í Ásaskóla

31.03.2019
Fundur Epsilonsystra var að þessu sinni haldinn í Ásaskóla í Skeiða- og Gnúpverjahreppi en gestgjafar voru eigendur Ásaskóla þau hjónin Katrín Sigurðardóttir og Stefán Guðmundsson.
Lesa meira

Bókafundur í Hveragerði

19.01.2019
Ingibjörg Þorleifsdóttir formaður setti fundinn, bauð fundarkonur velkomnar og kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Ingibjörg Ingadóttir var með orð til umhugsunar að þessu sinni og sagði frá persónulegri reynslu sinni, hvernig hún kom í veg fyrir kulnun, með því að dvelja í fjallakofa á Grikklandi, passa hús, garð og kött.
Lesa meira

Aðventan að ganga í garð

02.12.2018
Epsilonsystur héldu Jólafund sinn Í Fjölbrautrskóla Suðurlands. Boðið var upp á jólaglögg og piparkökur við kertaljós í vinnustofu Guðríðar Egilsdóttur.
Lesa meira