Velkomin á vef Epsilondeildar

Epsilondeild var stofnuð í Ölfusborgum við Hveragerði í apríl 1989 og er starfssvæði hennar Suðurland. Félagskonur koma úr ýmsum og ólíkum störfum í þjóðfélaginu og láta sig varða ýmisleg mál á sviði menntamála. Á hverju ári eru haldnir fmm til sex fundir, oftast nær á vinnustöðum Epsilonkvenna.

Stjórn Epsilondeildar 2018–2020

  • Ingibjörg Þorgerður Þorleifsdóttir formaður,  
  • Ingibjörg Ingadóttir varaformaður,
  • Ásborg Arnþórsdóttir ritari,
  • Eydís Katla Guðmundsóttir gjaldkeri,
  • Sigríður Guttormsdóttir meðstjórnandi.   

Allar myndir á vefnum okkar eru birtar með leyfi þeirra sem á þeim eru og ljósmyndaranna.     
All photos on our webpages are published with permission from the participants and the photographers. 

Bókafundur að Iðu

18.01.2020
Bókafundurinn okkar var haldinn að Iðu í Biskupstungum að heimili Elinborgar Sigurðardóttur.
Lesa meira

Afmælisfundur Epsilondeildar

23.11.2019
Haldið var upp á 30 ára afmæli Epsilondeildar í Eldhestum í Ölfusi, laugardaginn 23. nóvember. Ingibjörg Jónasdóttir Evrópuforseti og Ingibjörgu Elsu Guðmundsdóttir landssambandsforseti komu í í heimsókn af tilefni dagsins. Sérstök afmælisnefnd undirbjó fundinn og í henni voru: Erna Ingvarsdóttir, Ester Hjartardóttir, Vera Valgarðsdóttir og Ingibjörg Ingadóttir.
Lesa meira

Veröld - hús Vigdísar

12.10.2019
Fundur í Epsilondeild var haldinn laugardag 12. okt. Við heimsóttum Veröld - hús Vigdísar og fengum fróðlega og skemmtilega kyninngu á þessu einstaka húsi.
Lesa meira

Fundað í Fjölheimum á Selfossi

12.09.2019
Fyrsti fundur vetrarins var haldinn í Fjöllheimum - þekkingarsetri á Selfossi. Eftir venjulega aðalfundastörf sagði Eydís Katla okkur frá starfsemi Fjölheima sem er margvísleg. Mörg samtök og stofnanir hafa þar starfsaðstöðu eins og Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi þar sem Eydís Katla starfar.
Lesa meira

Vorfundur Epsilondeildar var haldinn í Skálholti 23. maí 2019

27.05.2019
Ingibjörg Þ.formaður setti fundinn og kveikti á kertum vináttu, trúmennski og hjálpsemi. Gestur fundarins var Ingibjörg Einarsdóttir úr Gammadeild. Ingibjörg fór yfir starf vetrarins og var ánægð með, hve vel tókst til að dreifa ábyrgðinni við skipulagningu fundanna í vetur
Lesa meira