Velkomin á vef Epsilondeildar

Epsilondeild var stofnuð í Ölfusborgum við Hveragerði í apríl 1989 og er starfssvæði hennar Suðurland. Félagskonur koma úr ýmsum og ólíkum störfum í þjóðfélaginu og láta sig varða ýmisleg mál á sviði menntamála. Á hverju ári eru haldnir fmm til sex fundir, oftast nær á vinnustöðum Epsilonkvenna.

Stjórn Epsilondeildar 2022–2024  

  • Guðríður Egilsdóttir formaður
  • Margrét Guðmundsdóttir varaformaður
  • Guðrún Sigríks Sigurðardóttir ritari
  • Eydís Katla Guðmundsóttir gjaldkeri
  • Ester Hjartardóttir meðstjórnandi.

Allar myndir á vefnum okkar eru birtar með leyfi þeirra sem á þeim eru og ljósmyndaranna.     
All photos on our web pages are published with permission from the participants and the photographers. 

Fundað að Sólheimum í Grímsnesi

09.03.2023
Epsilonsystur héldu fimmta fund vetrarins í Sesseljuhúsi að Sólheimum í Grímsnesi. Mættar voru 15 systur auk fimm gesta. Guðríður formaður bauð systur velkomna og sérstaklega gestina. Þetta var sérstakur kynningarfundur fyrir konur sem hugsanlega vilja ganga í Epsilondeild DKG.
Lesa meira

Bókafundur á Iðu 2023

16.01.2023
Laugardagur 14. janúar var kaldur en fallegur; hvít jörð og stafalogn. Sveitin skartaði sínu fegursta í nokkrum sólargeislum sem reyndu að brjóta sér leið í gegnum skýin.
Lesa meira

Jólafundur á Selfossi 23. nóv. 22

24.11.2022
Jólafundur Epsilon-systra var haldinn hjá formanninum, Guðríði Egilsdóttur, á Selfossi. Á fundinn kom góður gestur.
Lesa meira

Fundur á Stokkseyri

30.10.2022
Fundur var haldinn í leikskólanum Strandheimum á Stokkseyri, laugardaginn 29. okt. Fundurinn var með venjubundnu sniði. Guðríður sagði frá framkvæmdaráðsfundi sem hún sótti hjá DKG. Þar mættu allir formenn deilda sem eru 13. Rætt var um framkvæmda áætlun samtakanna sem felst meðal annars í því að reyna að gera okkur sýnilegri í samfélaginu með því að vekja athygli á starfi DKG og að fjölga félagskonum með fjölbreytileika í fyrirrúmi.
Lesa meira

Upphaf nýs starfsárs

15.09.2022
Fyrsti fundur þessa vetrar var haldinn í nýrri álmu Grunnskóla Hveragerðis. Fundurinn var vel sóttur og var þetta fyrsti fundur sem nýr formaður Epsilondeildar Guðríður Egilsdóttir stýrði.
Lesa meira