Velkomin á vef Epsilondeildar

Epsilondeild var stofnuð í Ölfusborgum við Hveragerði í apríl 1989 og er starfssvæði hennar Suðurland. Félagskonur koma úr ýmsum og ólíkum störfum í þjóðfélaginu og láta sig varða ýmisleg mál á sviði menntamála. Á hverju ári eru haldnir fmm til sex fundir, oftast nær á vinnustöðum Epsilonkvenna.

Stjórn Epsilondeildar 2018–2020

  • Ingibjörg Þorgerður Þorleifsdóttir formaður,  
  • Ingibjörg Ingadóttir varaformaður,
  • Ásborg Arnþórsdóttir ritari,
  • Eydís Katla Guðmundsóttir gjaldkeri,
  • Sigríður Guttormsdóttir meðstjórnandi.   

Allar myndir á vefnum okkar eru birtar með leyfi þeirra sem á þeim eru og ljósmyndaranna.     
All photos on our webpages are published with permission from the participants and the photographers. 

Bókafundur í Hveragerði

19.01.2019
Ingibjörg Þorleifsdóttir formaður setti fundinn, bauð fundarkonur velkomnar og kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Ingibjörg Ingadóttir var með orð til umhugsunar að þessu sinni og sagði frá persónulegri reynslu sinni, hvernig hún kom í veg fyrir kulnun, með því að dvelja í fjallakofa á Grikklandi, passa hús, garð og kött.
Lesa meira

Aðventan að ganga í garð

02.12.2018
Epsilonsystur héldu Jólafund sinn Í Fjölbrautrskóla Suðurlands. Boðið var upp á jólaglögg og piparkökur við kertaljós í vinnustofu Guðríðar Egilsdóttur.
Lesa meira

Matur og bað

30.10.2018
Þann 27. okt. sl. funduðum við systur að Flúðum. Sveitin skartaði sínu fegursta á þessum skemmtilega laugardegi sem í vændum var. Þær uppsveitarkonur Ásborg Arnþórsdóttir, Elín Hannilbalsdóttir og Björg Björnsdóttir undirbjuggu fundinn og samveruna. Við hittumst á Hótel Flúðum til að funda þar. Þema vetrarins er átthagafræði – ræktum okkur sjálfar. Nú átti að fræða okkur um Flúðir og uppsveitir Árnessýslu.
Lesa meira

Fundað á Hvolsvelli

21.09.2018
Fyrsti fundur vetrarins, hjá okkur Espilon systrum, var haldinn í Fræðslunetinu á Hvolsvelli. Ingibjörg setti fundinn og kveikti á kertunum.
Lesa meira

Ný félagskona tekin inn

02.06.2018
Vorfundur og aðalfundur Epsilondeildar var haldinn að Skálholt 28. maí sl. Á fundinum var tekin inn ný félagskona Sædís Ósk Harðardóttir deildarstjóri stoðþjónustu í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Það má geta þess að í haust tókum við inn fjórar nýjar systur. Við erum mjög ánægðar með að fá þær í hópinn okkar.
Lesa meira