Velkomin á vef Epsilondeildar

Epsilondeild var stofnuð í Ölfusborgum við Hveragerði í apríl 1989 og er starfssvæði hennar Suðurland. Félagskonur koma úr ýmsum og ólíkum störfum í þjóðfélaginu og láta sig varða ýmisleg mál á sviði menntamála. Á hverju ári eru haldnir fmm til sex fundir, oftast nær á vinnustöðum Epsilonkvenna.

Stjórn Epsilondeildar 2018–2020

  • Ingibjörg Þorgerður Þorleifsdóttir formaður,  
  • Ingibjörg Ingadóttir varaformaður,
  • Ásborg Arnþórsdóttir ritari,
  • Eydís Katla Guðmundsóttir gjaldkeri,
  • Sigríður Guttormsdóttir meðstjórnandi.   

Allar myndir á vefnum okkar eru birtar með leyfi þeirra sem á þeim eru og ljósmyndaranna.     
All photos on our webpages are published with permission from the participants and the photographers. 

Epsilon

Matur og bað

Þann 27. okt. sl. funduðum við systur að Flúðum. Sveitin skartaði sínu fegursta á þessum skemmtilega laugardegi sem í vændum var. Þær uppsveitarkonur Ásborg Arnþórsdóttir, Elín Hannilbalsdóttir og Björg Björnsdóttir undirbjuggu fundinn og samveruna. Við hittumst á Hótel Flúðum til að funda þar. Þema vetrarins er átthagafræði – ræktum okkur sjálfar. Nú átti að fræða okkur um Flúðir og uppsveitir Árnessýslu.
Lesa meira

Fundað á Hvolsvelli

Fyrsti fundur vetrarins, hjá okkur Espilon systrum, var haldinn í Fræðslunetinu á Hvolsvelli. Ingibjörg setti fundinn og kveikti á kertunum.
Lesa meira

Ný félagskona tekin inn

Vorfundur og aðalfundur Epsilondeildar var haldinn að Skálholt 28. maí sl. Á fundinum var tekin inn ný félagskona Sædís Ósk Harðardóttir deildarstjóri stoðþjónustu í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Það má geta þess að í haust tókum við inn fjórar nýjar systur. Við erum mjög ánægðar með að fá þær í hópinn okkar.
Lesa meira

Ferð til Reykjanesbæjar

Epsilonsystur heimsóttu Þetasystur á Suðurnesjum laugardaginn 14. apríl. Við mæltum okkur mót við Þetasystur í Duushúsum sem er lista- og menningarmiðstöð Reykjanesbæjar og hýsir aðal sýningarsali Listasafns og Byggðasafns bæjarins. Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi og Þetasystir leiddi okkur í gegnum allar sýningarsali húsanna. Frásögn hennar um sýningarnar og mennngarstarfsemina sem þar fer fram var fróðleg og skemmtileg.
Lesa meira