Velkomin á vef Epsilondeildar

Epsilondeild var stofnuð í Ölfusborgum við Hveragerði í apríl 1989 og er starfssvæði hennar Suðurland. Félagskonur koma úr ýmsum og ólíkum störfum í þjóðfélaginu og láta sig varða ýmisleg mál á sviði menntamála. Á hverju ári eru haldnir fmm til sex fundir, oftast nær á vinnustöðum Epsilonkvenna.

Stjórn Epsilondeildar 2020–2022  

  • Ingibjörg Ingadóttir formaður,
  • Guðrún Sigríks Sigurðardóttir ritari,
  • Eydís Katla Guðmundsóttir gjaldkeri,
  • Ester Hjartardóttir meðstjórnandi,
  • Guðríður Egilsdóttir meðstjórnandi.

Allar myndir á vefnum okkar eru birtar með leyfi þeirra sem á þeim eru og ljósmyndaranna.     
All photos on our webpages are published with permission from the participants and the photographers. 

Haustfundur haldinn á Matkránni í Hveragerði

29.09.2021
Það var mikil ánægja að geta loksins komið saman og haldið fund í Epsilondeild. Fyrsti fundur vetrarins var haldinn í Matkránni í Hveragerði.
Lesa meira

Rafrænn bókafundur

18.02.2021
Fyrsti fundur Epsilondeildar á árinu, og í langan tíma vegna heimsfaraldursins, var haldinn á Teams 18. febrúar 2021. Að venju var bókafundur fyrsti fundur á nýju ári. Þar segjum við frá og tölum um áhugaverðar bækur sem við höfum lesið um jólin eða á öðrum tíma.
Lesa meira

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar

13.10.2020
Ný stjórn hélt sinn fyrsta fund sl. mánuð.
Lesa meira

Bókafundur að Iðu

18.01.2020
Bókafundurinn okkar var haldinn að Iðu í Biskupstungum að heimili Elinborgar Sigurðardóttur.
Lesa meira

Afmælisfundur Epsilondeildar

23.11.2019
Haldið var upp á 30 ára afmæli Epsilondeildar í Eldhestum í Ölfusi, laugardaginn 23. nóvember. Ingibjörg Jónasdóttir Evrópuforseti og Ingibjörgu Elsu Guðmundsdóttir landssambandsforseti komu í í heimsókn af tilefni dagsins. Sérstök afmælisnefnd undirbjó fundinn og í henni voru: Erna Ingvarsdóttir, Ester Hjartardóttir, Vera Valgarðsdóttir og Ingibjörg Ingadóttir.
Lesa meira