Velkomin á vef Epsilondeildar

Epsilondeild var stofnuð í Ölfusborgum við Hveragerði í apríl 1989 og er starfssvæði hennar Suðurland. Félagskonur koma úr ýmsum og ólíkum störfum í þjóðfélaginu og láta sig varða ýmisleg mál á sviði menntamála. Á hverju ári eru haldnir fmm til sex fundir, oftast nær á vinnustöðum Epsilonkvenna.

Stjórn Epsilondeildar 2022–2024  

  • Guðríðu Egilsdóttir formaður,
  • Margrét Guðmundsdóttir vara formaður,
  • Guðrún Sigríks Sigurðardóttir ritari,
  • Eydís Katla Guðmundsóttir gjaldkeri,
  • Ester Hjartardóttir meðstjórnandi.

Allar myndir á vefnum okkar eru birtar með leyfi þeirra sem á þeim eru og ljósmyndaranna.     
All photos on our webpages are published with permission from the participants and the photographers. 

Upphaf nýs starfsárs

15.09.2022
Fyrsti fundur þessa vetrar var haldinn í nýrri álmu Grunnskóla Hveragerðis. Fundurinn var vel sóttur og var þetta fyrsti fundur sem nýr formaður Epsilondeildar Guðríður Egilsdóttir stýrði.
Lesa meira

Aðalfundur 18. maí 2022 í Tryggvaskála

19.05.2022
Á mildum vordegi, síðla dags, var haldinn aðalfundur Epsilon-systra í Tryggvaskála á Selfossi. Í upphafi fundar var að venju kveikt á kertunum þremur - vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Þetta var eitt að lokaverkum fráfarandi formanns Ingibjargar Ingadóttur sem hefur síðustu tvö ár verið formaður í skugga heimsfaraldurs. Kórónuveiran hefur eðlilega sett mark sitt á starfsemi Epsilon-systra, færri fundir vegna samkomutakmarkanna, þó reynt hafi verið í einhverju mæli að notast við tæknina og fundað rafrænt, því var einkar kærkomið að koma saman í sal Tryggvaskála í kvöld.
Lesa meira

Bókafundurinn góði

16.02.2022
Epsilonsystur voru að vonum ánægðar að hittast eftir langt hlé þó samskiptaforritið Teams væri notað í stað þess að hittast á staðnum. Bókafundurinn er í miklu uppáhaldi hjá systrum og kom öllum saman um að þetta hefði verið skemmtilegt og fróðlegt kvöld – góð byrjun á nýju ári. Hver og ein sagði frá einni bók, en þó voru nokkrar bækur nefndar að auki eftir eina umferð.
Lesa meira

Guðríður Aadnegaard hlýtur hvatningarverðlaun gegn einelti

10.11.2021
Guðríður Aadengaard, félagi okkar í Epsilon-deild, hlaut hvatningarverðlaun samtakanna Heimili og skóli gegn einelti á Degi eineltis 8. nóvember 2021.
Lesa meira

Uppspuni smábandasafni 28. okt. 2021

29.10.2021
Epsilon-systur heimsóttu Uppspuna smábandaverksmiðju í Lækjartúni rétt austan við Þjórsá í Rangárvallasýslu. Hún er í eigu Huldu og Tyrfings sem eru bændur í Lækjartúni og búa með sauðfé og holdakýr. Verksmiðjan var stofnuð formlega 2018.
Lesa meira