Velkomin á vef Epsilondeildar

Epsilondeild var stofnuð í Ölfusborgum við Hveragerði í apríl 1989 og er starfssvæði hennar Suðurland. Félagskonur koma úr ýmsum og ólíkum störfum í þjóðfélaginu og láta sig varða ýmisleg mál á sviði menntamála. Á hverju ári eru haldnir fmm til sex fundir, oftast nær á vinnustöðum Epsilonkvenna.

Stjórn Epsilondeildar 2022–2024

Guðríður Egilsdóttir formaður
Margrét Guðmundsdóttir varaformaður
Guðrún Sigríks Sigurðardóttir ritari
Eydís Katla Guðmundsóttir gjaldkeri
Ester Hjartardóttir meðstjórnandi.


Allar myndir á vefnum okkar eru birtar með leyfi þeirra sem á þeim eru og ljósmyndaranna.

All photos on our web pages are published with permission from the participants and the photographers.


 

Bókafundur í byrjun árs

13.01.2024
Bókafundurinn var haldinn að Iðu í Biskupstungum á heimili Espilon-syturinnar Elinborgar Sigurðardóttur.
Lesa meira

Jólfundur í Vínstofu Friðheima í Reykholti

03.12.2023
Jólafundur Epsilon-systra var haldinn í Vínstofu Friðheima, Reykholti 29. nóvember kl. 17. Veðrið var dásamlegt, sumarfæri sem gerir gæfumuninn þegar systur koma langt að. Umhverfið var skemmtilegt og gaf tóninn fyrir góðan og skemmtilegan fund.
Lesa meira

Lykill að læsi - málþing

26.10.2023
Lykill að læsi- málþing um læsi í víðum skilningi á öllum skólastigum var haldið í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi fimmtudaginn 26. október síðast liðinn. Málþingið var vel sótt enda þrjú áhugaverði erindi á dagskrá sem fjölluðu um málþroska, orðaforða, læsi og leiðir.
Lesa meira

Inntökufundur í Tryggvaskála á Selfossi 3.okt. 2023

04.10.2023
Fundurinn hjá Epsilon-deild sem haldinn var í Tryggvaskála 3. október var sérstakur að því leyti að teknar voru inn í deildina sex nýjar konur. Þær Agneta Figlarska kennsluráðgjafi, Berglind Friðriksdóttir sálfræðingur, Harpa Björnsdóttir leikskólakennari, Jóhanna Einarsdóttir náms- og starfsráðgjafi, Margrét Steinunn Guðjónsdóttir grunnskólakennari og djákni og Sigríður Munda Jónsdóttir prestur.
Lesa meira

Vetrarstarfið hófst í Skrúfunni á Eyrarbakka

16.09.2023
Epsilon-systur mættu glaðar og kátar á fyrst fund vetrarins sem haldinn var í Skrúfunni á Eyrarbakka. Það var vel mætt og nokkrar konur komu sem ætla að ganga inn á næsta fundi sem haldinn verður í Tryggvaskála, þriðjudaginn 3. okt. næst komandi.
Lesa meira