Jólafundur í Hruna 26. nóvember
Systur hófu kvöldið á jólastund í kirkjunni með sr. Óskari H. Óskarssyni, sem sagði frá sögu staðarins og frægum einstaklingum tengdum kirkjunni. Áður en farið var að leiði Rutar Guðmundsdóttur, stofnfélaga Epsilondeildar, og eiginmanns henna Bjarna Harðar Ansnes, fór Elinborg yfir starfsferil Rutar. Þegar komið var að legsteininum var kveikt á kertum og rósir lagðar á leiðið.
Í safnaðarheimilinu var fundur settur og Margrét kveikt á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Undirbúningsnefnd fundarins fékk þakkir fyrir störf sín og Eydís sá um að rita fundargerð og Guðlaug um nafnakall. Farið var yfir fréttir af starfi rætt um afar vel heppnað málþing deildarinnar. Guðríði Aadnegard, Sigríði Mundu Jónsóttur og Soffíu Sveinsdóttur var þakkað fyrir vel unnin störf við undirbúning þingsins, Margrét starfaði einnig i nefndinni. Fram kom að forseta Íslands, frú Höllu Tómasdóttur, var boðið að verða heiðursfélagi DKG, en hún afþakkaði vegna anna í embætti.
Dagsetningar fyrir fundi eftir áramót voru ákveðnar, þar á meðal bókafundur í Hveragerði, sameiginlegur fundur með Eta-deild, inntökufundur nýrra kvenna og aðalfundur í Skálholti. Stjórnin mun tilnefna nýjar konur í uppstillingarnefnd fyrir stjórnarkjör.
Björg Björnsdóttir flutti orð til umhugsunar um gleði og gildi hennar í lífinu. Engin sérstök önnur mál voru tekin fyrir. Björg og Margrét fengu happdrættisvinninga. Fundi var slitið með samveru, smáréttum og söng. Magga Steina spilaði á gítar undir jólalögin. Allir fóru heim í sannkölluðu jólaskapi.