Velkomin á vef Betadeildar

Beta-deild Delta Kappa Gamma, félags kvenna í fræðslustörfum, var stofnuð á Akureyri 2. júní 1977.

Stofnfélagar voru konur úr Barnaskóla Akureyrar, Lundarskóla, Hrafnagilsskóla, Laugalandsskóla og Þelamerkurskóla. Tveimur árum áður hafði Alfa-deild verið stofnuð í Reykjavík. Fyrsti formaður Beta-deildar var Edda Eiríksdóttir.

Verkefni deildarinnar hafa verið margvísleg í gegnum tíðina en stærsta verkefnið sem konur í deildinni hafa tekið sér fyrir hendur er að gefa út póstkort með myndum Elísabetar Geirmundsdóttur, listakonunnar í Fjörunni, og bók um hana. Árlega styrkir Betadeild einnig stúlkur til mennta undir merkjum Unicef. Þá höfum við einnig reynt að fylgjast með því helsta sem hefur verið að gerast í mennta- og menningarmálum.


Allar myndir á vefnum okkar eru birtar með leyfi þeirra sem á þeim eru og ljósmyndaranna.
All photos on our webpages are published with permission from the participants and the photographers.

Alþjóðadagur kennara 5. október 2020

05.10.2020
Fyrir hönd Beta- og Mýdeilda innan Delta Kappa Gamma Society International, var búið að undirbúa málþing vegna Alþjóðadags kennara 5. október 2020 á Akureyri.
Lesa meira

Aðalfundur Betadeildar haldinn 15. maí 2020

22.05.2020
Betadeild hélt aðalfund sinn föstudaginn 15. maí og kaus sér nýja stjórn.
Lesa meira

Samræðuþing á Akureyri á alþjóðadegi kennara 5. október

25.09.2019
Á alþjóðadegi kennara laugardaginn 5. október 2019 standa Beta- og Mýdeild DKG fyrir samræðuþingi á Akureyri í samvinnu við Kennarasamband Íslands.
Lesa meira

Umsókn um styrki

22.01.2019
Minnt er á að umsókn um International Scholarship styrkinn rennur út núna 1. febrúar.
Lesa meira

Bókalistinn 2019 kominn á síðuna

20.01.2019
Bókalistinn 2019 kominn á síðuna.
Lesa meira