Velkomin á vef Betadeildar

Beta-deild Delta Kappa Gamma, félags kvenna í fræðslustörfum, var stofnuð á Akureyri 2. júní 1977.

Stofnfélagar voru konur úr Barnaskóla Akureyrar, Lundarskóla, Hrafnagilsskóla, Laugalandsskóla og Þelamerkurskóla. Tveimur árum áður hafði Alfa-deild verið stofnuð í Reykjavík. Fyrsti formaður Beta-deildar var Edda Eiríksdóttir.

Verkefni deildarinnar hafa verið margvísleg í gegnum tíðina en stærsta verkefnið sem konur í deildinni hafa tekið sér fyrir hendur er að gefa út póstkort með myndum Elísabetar Geirmundsdóttur, listakonunnar í Fjörunni, og bók um hana. Árlega styrkir Betadeild einnig stúlkur til mennta undir merkjum Unicef. Þá höfum við einnig reynt að fylgjast með því helsta sem hefur verið að gerast í mennta- og menningarmálum.


Allar myndir á vefnum okkar eru birtar með leyfi þeirra sem á þeim eru og ljósmyndaranna.
All photos on our webpages are published with permission from the participants and the photographers.

Aðalfundur Betadeildar haldinn 15. maí 2020

22.05.2020
Betadeild hélt aðalfund sinn föstudaginn 15. maí og kaus sér nýja stjórn.
Lesa meira

Samræðuþing á Akureyri á alþjóðadegi kennara 5. október

25.09.2019
Á alþjóðadegi kennara laugardaginn 5. október 2019 standa Beta- og Mýdeild DKG fyrir samræðuþingi á Akureyri í samvinnu við Kennarasamband Íslands.
Lesa meira

Umsókn um styrki

22.01.2019
Minnt er á að umsókn um International Scholarship styrkinn rennur út núna 1. febrúar.
Lesa meira

Bókalistinn 2019 kominn á síðuna

20.01.2019
Bókalistinn 2019 kominn á síðuna.
Lesa meira

15. janúar

04.01.2019
Ég minni Betasystur á að þann 15. janúar rennur út frestur til að sækja um að halda fyrirlestur á ráðstefnunni okkar næsta sumar. Sjá nánari upplýsingar á ráðstefnuvefnum
Lesa meira