Samræðuþing 2018

Á alþjóðadegi kennara 5. október 2018 stóðu Beta- og Mýdeildir Delta Kappa Gamma fyrir samræðuþingi eins og undanfarin tvö ár. Yfirskrift þingsins að þessu sinni var " Að vera kennari. Lygilega gaman." Katrín Fjóla Guðmundsdóttir formaður Mýdeildar setti þingið. Að því loknu tók María Pálsdóttir leikkona og kennari við og var með stutt erindi sem innblástur um mikilvæg verk kennara. Í kjölfarið fóru fram samræður og verkefnavinna þar sem gleðin var við völd. Við þökkum þeim sem mættu og vonum að þið hafið notið stundarinnar og viljum þakka KÍ fyrir styrkinn því hann gerði okkur kleift að halda viðburðinn á þessum merka degi.

Hér má svo nálgast skýrslu undirbúningsnefndar vegna þingsins

 


Síðast uppfært 08. apr 2019