Velkomin á vef Nýdeildar

Nýdeild Delta Kappa Gamma, félags kvenna í fræðslustörfum, var stofnuð á Blönduósi 2. apríl 2017.

Stofnfélagar voru 17 konur úr Skagafirði og Húnavatnssýslum frá eftirtöldum skólum og stofnunum: Grunnaskólanum austan vatna, Háskólanum á Hólum, Varmahlíðarskóla, Árskóla á Sauðárkróki, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Farskólanum - miðstöð símenntunar á  Norðurlandi vestra, Leikskólanum á Skagaströnd, Blönduskóla á Blönduósi, Fræðsluskrifstofu Húnaþings vestra, Grunnskólanum á Hvammstanga, Leikskólanum á Hvammstanga.

Svæði Nýdeildar er víðfemt og konur hafa um langan veg að fara til að hittast og yfir vetrarmánuðina geta veður orðið válynd á svipstundu. Það krefst þess að konur séu sveigjanlegar þegar kemur að fundahaldi. Lífsspeki Hávamála gilda á 21. öldinni alveg eins og á þeirri 9. en þar segir á einum stað í Gestaþætti Hávamála (e.34) En til góðs vinar liggja gagnvegir og það hafa landsbyggðarkonur í Nýdeild haft að leiðarljósi þetta fyrsta starfsár deildarinnar.

Fjarlægðar vegna hafa konur í Nýdeild því nýtt fyrsta starfsár sitt í að kynna sig og starfsstöðvar sínar til að treysta systraböndin.


Allar myndir á vefnum okkar eru birtar með leyfi þeirra sem á þeim eru og ljósmyndaranna. 
All photos on our webpages are published with permission from the participants and the photographers.