Velkomin á vef Deltadeildar

Delta deildin var stofnuð 2. maí árið 1987. Fyrsti formaður deildarinnar  var SigrúnJóhannesdóttir.
Félagskonur í Deltadeildinni á Vesturlandi starfa á  stóru svæði, eins og aðrar deildir á landsbyggðinni. Má segja að það séu þrír þéttir hópar í deildinni, á Akranesi, í Borgarnesi og í uppsveitum Borgarfjarðar. Félgskonur eru þó einnig í Dölunum, á Snæfellsnesi og í Reykjavík.

Delta konur eru 26 talsins og að jafnaði er góð mæting á fundi, sem yfirleitt eru haldnir á vinnustöðum félagskvenna eða  í húsnæði tengdum störfum þeirra.
Haldnir eru 4 til 5 fundir á ári og reynt er að halda fundi dreift um landshlutann. Einn fundur á hverju svæði yfir starfsárið.

Stjórn Delta deildar 2016–2018

  • Guðlaug M Sverrisdóttir, formaður
  • Sjöfn G. Vilhjálmsdóttir, varaformaður
  • Ásta Egilsdóttir, ritari
  • Inga Stefánsdóttirr, meðstjórnandi
  • Sóley Sigurþórsdóttir, gjaldkeri

Allar myndir á vef Delta deildar eru birtar með góðfúslegu leyfi ljósmyndaranna og þeim sem á þeim eru.

All pictures  on the Delta-Chapter website are published with permission of all whom it concerns, participants and photographers.

Delta

30 ára afmælisfundur

Delta deild fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir og minnist þess með veglegum hátíðarfundir 18. nóvember 2017 í Stúkuhúsinu á Akranesi kl 16:00
Lesa meira

Fyrsti fundur Delta deildar starfsárið 2017-2018

Vetrarstarfið hófst með fundi í Tónlistarskóla Borgarfjarðar þann 18. september 2017
Lesa meira

Andlát

Látin er á Akranesi Helga Gunnarsdóttir, fyrrverandi sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Akraneskaupstaðar.
Lesa meira

5. fundur Delta deildar 2016-2017 í Ensku húsunum á Mýrum

Delta deild mun funda í Ensku húsunum á Mýrunum frá föstudagskvöldinu 31. mars til laugardagsins 1. apríl. Fundað verður á föstudagskvöldinu, unnið í hópum að hugmyndum um 30 ára afmæli Delta...
Lesa meira