Velkomin á vef Deltadeildar

Delta deildin var stofnuð 2. maí árið 1987. Fyrsti formaður deildarinnar var Sigrún Jóhannesdóttir.
Deltadeildin nær yfir stórt svæði, eins og aðrar deildir á landsbyggðinni. Má segja að það séu þrír þéttir hópar í deildinni, á Akranesi, í Borgarnesi og í uppsveitum Borgarfjarðar en einnig í Reykjavík. Lengi vel voru félagskonur í Dölunum og á Snæfellsnesi.

Delta konur eru 24 talsins og að jafnaði er góð mæting á fundi, sem yfirleitt eru haldnir á vinnustöðum félagskvenna eða í húsnæði tengdum störfum þeirra.
Haldnir eru 4 til 5 fundir á ári og reynt er að halda fundi dreift um landshlutann. Einn fundur á hverju svæði yfir starfsárið.

Stjórn Deltadeildar 2020-2022

  • Jónína Erna Arnardóttir, formaður
  • Halldóra Jónsdóttir, fyrsti varaformaður
  • Elísabet Jóhannesdóttir, annar varaformaður
  • Valgerður Janusdóttir, ritari

 Stjórn Deltadeildar 2018–2020

  • Jónína Eiríksdóttir, formaður
  • Þórunn Reykdal, varaformaður, til eins árs
  • Dagný Emilsdóttir, ritari
  • Jónína Erna Arnardóttir, meðstjórnandi, til eins árs
  • Sóley Sigurþórsdóttir, gjaldkeri

Þær Þórunn og Jónína Erna munu skipta sæti haustið 2019


Allar myndir á vef Delta deildar eru birtar með góðfúslegu leyfi ljósmyndaranna og þeim sem á þeim eru.

All pictures  on the Delta-Chapter website are published with permission of all whom it concerns, participants and photographers.

Fundir starfsársins

02.11.2020
Fundir starfsársins eru komnir inn á viðburðadagatalið að undanskildum fundinum í maí en dagsetning fyrir hann hefur ekki enn verið ákveðin. Fundartíminn sjálfur er almennt auglýstur kl. 18.00- 21.00 en gæti breyst. Dagskrá fundanna verður sett inn þ...
Lesa meira

Ný stjórn Deltadeildar tekin til starfa

17.10.2020
Ný stjórn Deltadeildar (sjá forsíðu Deltadeildar) hefur tekið til starfa þó svo formlegum aðalfundi sé enn ólokið vegna aðstæðna í þjóðfélaginu af völdum Covid-19. Nýja stjórnin mun funda fljótlega og setja saman starfsáætlun vetrarins sem send verðu...
Lesa meira

Fyrsta deildarfundi starfsársins 2020-2021 frestað

25.08.2020
Fyrsta fundi Deltadeildar, sem vera átti fimmtudaginn 27. ágúst 2020 er frestað um óákveðinn tíma. Þann 20. ágúst s.l. hittust bæði fráfarandi og ný stjórn Deltadeildar og ákváðu að fresta fyrsta fundi deildarinnar að minnsta kosti fram í byrjun októ...
Lesa meira

Fréttir frá Jónínu fráfarandi formanni

23.06.2020
Vegna covid-faraldursins gerði Deltadeildin hlé á öllum fundum frá því um miðjan mars og til vors 2020. Þrátt fyrir það stóð stjórnin vaktina yfir internetið og hafði með sér samráð og hélt sambandi við félagana með aðstoð tölvunnar að ógleymdum síma...
Lesa meira

Fréttir frá stjórn Delta á tímum Covid-19

08.05.2020
Stjórn Deltadeildar sendi félagskonum eftirfarandi vorkveðju í tölvupósti með von um að bréfið hitti þær allar vel fyrir:   Covidfaraldurinn hefur sannarlega haft áhrif á störf okkar og mun hafa það enn um sinn. Í rauninni er ómögulegt að segja hve...
Lesa meira