Velkomin á vef Deltadeildar

Delta deildin var stofnuð 2. maí árið 1987. Fyrsti formaður deildarinnar  var SigrúnJóhannesdóttir.
Félagskonur í Deltadeildinni á Vesturlandi starfa á  stóru svæði, eins og aðrar deildir á landsbyggðinni. Má segja að það séu þrír þéttir hópar í deildinni, á Akranesi, í Borgarnesi og í uppsveitum Borgarfjarðar. Félgskonur eru þó einnig í Dölunum, á Snæfellsnesi og í Reykjavík.

Delta konur eru 26 talsins og að jafnaði er góð mæting á fundi, sem yfirleitt eru haldnir á vinnustöðum félagskvenna eða  í húsnæði tengdum störfum þeirra.
Haldnir eru 4 til 5 fundir á ári og reynt er að halda fundi dreift um landshlutann. Einn fundur á hverju svæði yfir starfsárið.

Stjórn Delta deildar 2018–2020

  • Jónína Eiríksdóttir, formaður
  • Þórunn Reykdal, varaformaður, til eins árs
  • Dagný Emilsdóttir, ritari
  • Jónína Erna Arnardóttir, meðstjórnandi, til eins árs
  • Sóley Sigurþórsdóttir, gjaldkeri

Þær Þórunn og Jónína Erna munu skipta sæti haustið 2019


Allar myndir á vef Delta deildar eru birtar með góðfúslegu leyfi ljósmyndaranna og þeim sem á þeim eru.

All pictures  on the Delta-Chapter website are published with permission of all whom it concerns, participants and photographers.

Sameiginlegur fundur Delta og Lambda 14. mars, kl. 18.00

06.03.2019
Fimmtudaginn 14. mars kl. 18 verður sameiginlegur fundur Delta og Lambda deilda. Fundurinn hefst í ráðgjafarfyrirtækinu Capacent, Ármúla 13 í Reykjavík. Kynning verður á fyrirtækinu, sérstaklega ráðgjöf til fyrirtækja, sem byggir á hugmyndafræðinni "...
Lesa meira

Þriðji fundur vetrarins

19.02.2019
Þriðji fundur Delta deildar starfsárið 2018 - 2019 var haldinn í Borgarnesi þann 30. janúar síðast liðinn. Fundurinn hófst á dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi þar sem Aldís Eiríksdóttir,iðjuþjálfi heimilisins, tók á móti okkur, fræddi okkur um ...
Lesa meira

Fyrsti fundur vetrarins

18.10.2018
Fyrsti fundur Delta deildar var haldinn í Grunnskólanum í Borgarnesi 10. október 2018
Lesa meira

Andlát

15.06.2018
Kristín Rannveig Thorlacius félagi okkar í Delta deild látin
Lesa meira

Aðalfundur Delta-deildar

08.05.2018
Aðalfundur starfsársins 2017-2018 verður haldinn í Þórshamri í Reykholti laugardaginn 12. maí kl 12:00 hjá Jónínu Eiríksdóttur.
Lesa meira