Saga Deltadeildar

30 ára afmæli Deltadeildar

Þann 18. nóvember 2017 fögnuðu Deltasystur 30 ára afmæli deildarinnar en hún var stofnuð 31. október 1987. Í tilefni af því var sett á laggirnar sögunefnd sem hafði það hlutverk að skrá annál deildarinnar. Nefndina skipuðu:

Sigrún Jóhannesdóttir
Jónína Eiríksdóttir
Soffía Sigurjónsdóttir
Elísabet Jóhannesdóttir
Halldóra Jónsdóttir.

Sögunefndin fór í gegnum allar fundargerðir frá upphafi og skráði meðal annars frásögn af tilurð Deltadeildar, markmið og áherslur í starfi deildarinnar í gegnum árin, félagatal og þróun félagafjölda, stjórnar- og nefndarsetu félagaskvenna og þátttöku þeirra í starfi utan deildarinnar.
Þetta var mikið verk og á köflum flókið því eins og kemur fram í formála sögunefndar um efnisöflun og starf nefndarinnar þá voru fundargerðir ekki alltaf mjög formlegar og í sumum tilfellum erfitt að fylgja því formi sem nefndin setti sér að vinna eftir við ritun annálsins. En magnaðar konur létu slíkt ekki aftra sér og færðu deildinni yfirgripsmikið og fræðandi verk sem þær skiluðu af sér á 30 ára afmælinu við mikinn fögnuð félagskvenna.

 


Síðast uppfært 24. feb 2020