Vetrarstarf Deltadeildar

Veturinn 2019 - 2020
 
 
Veturinn 2018 - 2019


Starfsáætlun fyrir starfsárið 2018 - 2019

Fundur 1
Fundarstaður: Grunnskólinn í Borgarnesi
Dagsetning: Miðvikudagur 10. október kl. 18

Efni: 

 • Búbblan hennar Elínar Kristinsdóttur kennara í Borgarnesi

Fundur 2
Fundarstaður: Reykholt í Borgarfirði
Dagsetning: Laugardagur 1. desember kl. 18 eftir tónleika í Reykholtskirkju á vegum Jónínu Ernu Arnardóttur.

Efni:

 • Árið 1918 í Borgarfirði, skoðum sýningu.
 • Félagar kynna sig: Dagný Emilsdóttir og Ingibjörg Kristleifsdóttir.
 • Jólin heima, félagi segir frá.
 • Myndataka fyrir félagatal.

Fundur 3
Fundarstaður: Brákarhlíð í Borgarnesi.
Dagsetning: Fimmtudagur 31. janúar

Efni:

 • Iðjuþjálfun aldraðra - Aldís Eiríksdóttir iðjuþjálfi (einu sinni félagi í Deltadeild)

Fundur 4
Fundarstaður: Menntavísindasvið HÍ - Gestgjafar Lambdakonur
Dagsetning: 14. mars, 2019

Efni:

 • Heimsókn í fyrirtækið Capacent. Hín Helga Guðlaugsdóttir tekur á móti okkur og fræðir okkur um fyrirtækið og design thinking eða lausnamiðaða hugsun.
 • Almennur deildarfundur í boði Lambdakvenna.
 • Kolbrún Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs H.Í. segir frá starfi sínu við stofnunina.

Fundur 5 - Vorfundur
Fundarstaður: Nes í Reykholtsdal 
Dagsetning: 29. - 30. maí, 2019

Efni:
Fyrri dagur:

 • Almennur deildarfundur
 • Inntaka nýrra félaga
 • Jóna Benediktsdóttir forseti Landssambandsins ávarpar fundinn
 • Móðir mín. Soffía Sigurjónsdóttir segir frá móður sinni og sýnir myndir.
 • Gulludans. Gulla dansmeistari leiðir okkur inn í nóttina með nokkrum danssporum.

Seinni dagur:

 • Morgunhreyfing
 • Jákvæð sálarfræði - Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir
 • Áframhaldandi deildarfundur
Veturinn 2017–2018
 
Starfsáætlun fyrir starfsárið  2017–2018
 
Veturinn 2016–2017
 
Starfsáætlun fyrir starfsárið  2016–2017
 
Veturinn 2014–2016
Uppfærð starfsáætlun 2014–2015

Stjórn Delta deildar 2014-2016 hefur lagt fram drög að starfsáætlun fyrir tímabilið, sjá meðfylgjandi  Drög að starfsáætlun Delta deildar kjörtímabilið 2014–2016
 

Veturinn 2013–2014
Yfirlit yfir starf vetrarins er að finna í starfsáætlun Delta deildar fyrir kjörtímabil stjórnar 2012–2014

Veturinn 2012–2013

1. fundur: Þriðjudaginn 30. október verður Hernámssetrið að Hlöðum í Hvalfirði sótt heim kl 18:00 og skoðað undir leiðsögn Guðjóns Sigmundssonar. Að safnskoðun lokinni verður fundað að Hlöðum. Orð til umhugsunar flytur Jónína Eiríksdóttir.
 
2. fundur: Sunnudaginn 2. desember var fyrirhugað að minnast 25 ára starfs Delta deildar. Af óviðráðanlegum ástæðum var fundi frestað til 12. janúar í hátíðarsal gamla Héraðsskólans í Reykholti. Félagskonur líta um öxl í máli og myndum. Orð til umhugsunar flytur Gyða Bergþórsdóttir.

3. fundur: 20. mars, fundur í Reykjavík, m.a. verður kynning á True North kvikmyndafyrirtækin.
 
4. fundur: 17. apríl verður Menntaskóli Borgarfjarðar  og Edduveröld í Englendingavík heimsótt.
 
5. fundur: 1. júní verður haldið í Stykkishólm þar sem m.a. Eldfjallasetrið verður sótt heim.
 
Nánari upplýsingar um fundafyrirkomulag og ábyrgðaraðila  má sjá í
starfsáætlun Delta deildar 2012–2013

Athugið að á bls. 2 í starfsáætluninni gefur að líta drög að starfinu veturinn 2013-2014
 

Veturinn 2011–2012
Stjórn Delta deildar hefur ákveðið í stórum dráttum vetrarstarfið:

1.   Fyrsti fundur.  Fundardagur þriðjudagurinn 20. september  og fundarstaður Gestastofa á  Hellnum á    Snæfellsnesi. Fundur hefst kl. 18.30 og stefnt að fundarlokum kl. 21:30. Jónína Þorgrímsdóttir flytur Orð til umhugsunar.  

2.   Annar fundur verður 2. nóvember á Akranesi. Konur úr Eta-deild koma í heimsókn. Jóhanna Karsldóttir flytur erindi.

3.   Þriðji fundur. Jólafundur laugardaginn 26. nóvember. Þórunn Reykdal skipuleggur fundinn. Stefnt  að fá Óskar Guðmundsson rithöfund til að segja frá bók sinni  Brautryðjandinn, ævisaga Þórhalls Bjarnasonar, maðurinn með stóru draumana og konur í Borgarfirði .  Orð til umhugsunar:  Þórunn Reykdal.

4.   Fjórði fundur. Janúarfundur, 23. Janúar 2012 í Borgarnesi. Meðal annars bókafundur sem Halldóra sér um.  Nokkrar félgaskonur að segja frá áhugaverðri bók, nýútgefinni. Borgarneskonur sjá um þennan fund. 

5.   Fimmti fundur. 23. febrúar, í Reykjavík. Stefnt að heimsókn í Hörpuna. Theodóru falið að hafa samband við Steinunni Birnu  Ragnarsdóttur. Fundartími gæti breyst.

6.   Aðalfundur og lokafundur starfsársins. Á þessum fundi verða stjórnarskipti. Elísabet og Halldóra ganga úr stjórn.  Stefnt að því að hafa þennan fund í Búðardal, ca. 25. apríl. Fá  Þrúði til að sjá um undirbúning og reyna að fá fleiri konur í félagsskapinn úr Dölunum.

Veturinn 2010–2011

Þema vetrarinser "Fagvitund í fyrirrúmi"  ogvar kynnt á Framkvæmdaráðsfundi 4. september s.l..  Delta deild mun starfa eftir þemanu í vetur.

Fyrsti fundur vetrarins verður að Hvanneyri þriðjudaginn 28 september, kl 18, í Ásgarði.
 
Annar fundurinn verður í Reykjavík mánudaginn 25, október, þar sem við
ætlum að kynnast stofnun Vigdísar Finnbogadóttur ásamt fleiru

Þriðji fundurinn er svo jólafundurinn í Reykholti, fimmtudaginn 25.
nóvember.

Fjórði fundurinn er áætlaður á Akranesi, í lok janúar.

Fimmti fundurinn í Borgarnesi 27. eða 28. febrúar 2011

Sjötti fundur á Akranesi, miðvikudaginn 30 mars 2011

Vorfundurinn er ekki endalega skipulagður, en hann verður líklega
annaðhvort í Búðardal eða á Snæfellsnesinu.


Síðast uppfært 08. jan 2020