Fyrsti fundur Deltadeildar starfsárið 2025-2026

Fyrstu fundur Deltadeildar starfsárið 2025 - 2026 var haldinn í Englendingavík, Borgarnesi miðvikudaginn 1. október 2025 á 50. afmælisári DKG.

Theodóra ÞorsteinsdóttirTheodóra formaður setti fundinn og Guðlaug kveikti á kertum.

Theodóra bauð síðan gesti fundarins velkomna, þær Kristínu Gísladóttur leikskólastjóra á Uglukletti og Signýju Óskarsdóttur verkefnastjóri skólaþróunar í Menntaskóla Borgarfjarðar.

Eftir nafnakall og kveðjur frá fjarstöddum Deltakonum var farinn hringur þar sem félagskonur og gestirnir kynntu sig, nöfn, menntun og sögu í deildinni, þar sem það átti við. 

Áformuð kynning á Delta Kappa Gamma féll niður vegna veikinda.

Ásta sagði frá framkvæmdaráðsfundi sem hún sótti fyrir hönd deildarinnar. Þar kom margt afar áhugavert fram en tenglar inn á fundargerð framkvæmdaráðsfundar og framkvæmdaráætlun 2025 - 2026 voru sendir út til félagskvenna með fundargerð og einnig settir inn á Facebook síðu Deltadeildar.

Að loknum umræðum var snæddur kvöldverður en að honum loknum kynnti Theodóra drög að dagskrá Deltadeildar veturinn 2025-2026 sem lesa má um í fundargerð fundarins.

Happdrættið var á sínum stað og hlaut Elísabet vinninginn.

Sigurveig var með Orð til umhugsunar og fjallaði um ófriðarástand í heiminum, vaxandi öfgar, skil milli kynslóða í skoðunum og skoðanamyndun og hlutverk fræðslu í því sambandi. 

Undir liðnum önnur mál lagði Ásta fram félagatalið til endurskoðunar. 

Theodóra færði tveim félagskonum rauða rós, þeim Ástu Egilsdóttur og Jóhönnu Karlsdóttur fyrir framúrskarandi mætingu síðastliðinn vetur, en þær mættu á alla fundi Deltadeildar og viðburði DGK.

Fundi var síðan slitið kl. 19:40

Guðlaug Sverrisdóttir Sigurveig Sigurðardóttir Jóhanna Karlsdóttir, Ásta EgilsdóttirJónína Erna ArnardóttirSigný Óskarsdóttir, Jónína Eiríksdóttir, Soffía Sigurjónsdóttir, Theodóra Þorsteinsdóttir, Elísabet Jóhannesdóttir, Kristín GísladóttirÞrúður KristjánsdóttirJóhanna Karlsdóttir, Þrúður Kristjánsdóttir Inga Dóra Halldórsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Sóley Sigurþórsdóttir

Fréttin er byggð á fundargerð fundarins.

ÁE