Listakonan í fjörunni - verkefni Betadeildar

 

Stærsta verkefnið sem konur í Betadeild hafa tekið sér fyrir hendur er að gefa út póstkort með myndum Elísabetar Geirmundsdóttur, listakonunnar í Fjörunni og bók um hana. Hér fer á eftir forsíðumynd bókarinnar ásamt sýnishorni af póstkortunum og litlu ljóði eftir listakonuna:

„Listakonan í fjörunni“, bók um listakonuna Elísabetu Guðmundsdóttur

 

Vordögg


Við ætlum að fara að finna
fallegan lítinn álf.
Hann býr meðal blómanna smáu
og bros hans er dýrðin sjálf.
Nú elskum við allt sem lifir
og okkar er veröldin hálf.
Lítið ástarljóð

Ég ætla að biðja vindinn að kveða
þýtt við gluggann þinn.
Ég ætla að biðja frostið að vefa
rósavoð á rúðuna þína
svo kuldinn komist ekki inn.
Ég ætla að biðja mánann að strjúka
mildum geisla
mjúkt um þína kinn.
Ég ætla að biðja svefninn
að vefja um þig vökudrauminn minn.
E.G.1949

 Síðast uppfært 06. nóv 2017