Elísabetarsjóður

Sjóðurinn varð til við útgáfu og sölu bókar um listakonuna Elísabetu Geirmundsdóttur sem konur í Betadeild skrifuðu og deildin gaf út árið 1989. Bókin ber heitið Listakonan í Fjörunni. Elísabet Geirmundsdóttir.Tilgangur sjóðsins er að styrkja félagskonur í Betadeild sem sækja alþjóðaþing og/eða Evrópuþing DKG.

Reglur um úthlutun úr sjóði Elísabetar Geirmundsdóttur (bókarsjóði)

1. Málefni sjóðsins eru í höndum 3ja manna sjóðsnefndar sem skipuð er til tveggja ára á aðalfundi Betadeildar.

2. Gjaldkeri gætir þess að fjármunir séu varðveittir þar sem besta ávöxtun er hverju sinni.

3. Höfuðstóll sjóðs skal aldrei fara niður fyrir kr. 450 þús. Komi upp sú staða að ekki er til fjármagn í sjóðnum umfram það eru ekki veittir styrkir það árið.

4. Rétt til úthlutunar úr sjóðnum eiga eingöngu félagar í Betadeild.

5. Sjóðurinn styrkir félaga sem sækja alþjóðaþing og/eða Evrópuþing DKG. Styrkur er ekki veittur þegar Evrópuþing er haldið á Íslandi.

6. Sé sitjandi landsambandsforseti félagi í Betadeild er hann ekki styrktur til setu á þingum sbr. lið 5.

7. Styrkupphæð tekur mið af stöðu sjóðsins hverju sinni m.t.t. höfuðstóls en skal nema ráðstefnugjaldi hið minnsta ef hægt er. Að öllu jöfnu er styrkur til ferða á alþjóðaþing hærri en styrkur til ferða á Evrópuþing.

8. Félagi í deildinni sækir um styrk með tölvupósti til formanns deildarinnar sem lætur sjóðsnefnd vita af umsókninni. Ekki er veittur styrkur fyrir ferð nema 12 mánuði aftur í tímann.

9. Sjóðsnefnd hefur samráð við stjórn Betadeildar við ákvörðun um upphæð styrkja í samræmi við gr. 7 um stöðu sjóðsins hverju sinni.

10. Styrkur er ætíð greiddur eftir á, að öllu jöfnu í septembermánuði. Gjaldkeri Betadeildar gengur frá greiðslu.

11. Á fyrsta félagsfundi eftir úthlutun úr sjóðnum skal færa til bókar í fundargerðarbók Betadeildar nöfn félaga sem fengu styrk, styrkupphæð sem hver félagi fékk og heildarupphæð sem úthlutað var. Jafnframt skal tilgreina á hvaða þing var farið og hvar það var haldið.

12. Til þess að viðhalda sjóðnum leggur hver félagi árlega fram 1000 kr. Upphæðin skal innheimt með árgjaldi og er gjaldið lagt inn á reikning Elísabetarsjóðs.

Þannig samþykkt á aðalfundi Betadeildar þann 25. maí 2018 með áorðnum breytingum
sem samþykktar voru á deildarfundi 12. febrúar 2019.

Reglur sjóðsins til útprentunar

 


Síðast uppfært 13. feb 2019