40 ára afmæli Betadeildar

Árið 2017 fagnaði Betadeild 40 ára afmæli sínu, en hún var stofnuð þann 2. júní 1977. Stofnfélagar voru 20 konur sem þá störfuðu við Barnaskóla Akureyrar, Lundarskóla, Hrafnagilsskóla, Laugalandsskóla og Þelamerkurskóla. Fyrsti formaður deildarinnar var Edda Eiríksdóttir og með henni í stjórn voru þær Ingibjörg Auðunsdóttir, Hanna Salómonsdóttir, Margrét Eggertsdóttir og Jóhanna S. Þorsteinsdóttir. TAníta veitir stofnfélögunum Jóhönnu Þorsteinsdóttur og Sigurhönnu Salómonsdóttur 40 ára heiðursviðurkenninguÞað er sérstaklega ánægjulegt að núna 40 árum síðar starfa þrjár af þessum heiðurskonum enn af fullum krafti og einurð í Betadeild, þær Hanna, Ingibjörg og Jóhanna.

Þann 9. september var afmælishátíð deildarinnar haldin í Skjaldarvík. Félagskonum var boðið til dögurðar sem var glæsilega framreiddur og samanstóð af ýmiskonar heimabökuðu brauði, áleggi, heimagerðum sultum, eggi og beikoni, ljúffengum ávöxtum og rjúkandi kaffi. Formaður Betadeildar hélt hátíðarræðu þar sem hún rakti sögu deildarinnar. Hún heiðraði einnig viðstadda stofnfélaga. Þeim var færð 40 ára næla DKG samtakanna og rós. Silja Garðarsdóttir, dóttir Betakonunnar Bjarkar Sigurðardóttur og dótturdóttir Hönnu Salómonsdóttur söng fyrir okkur þrjú lög og jók með því á gleði og hátíðleik stundarinnar. Jóna Benediktsdóttir landsambandsforseti flutti okkur rafræna afmæliskveðju frá Ísafirði.

Árið 2002 ákváðu félagskonur í Betadeild að halda upp á afmæli deildarinnar á 5 ára fresti og heiðra um leið konu sem hefur lagt eitthvað til menningar- og/eða fræðslumála á svæðinu. Sú kona má ekki vera félagi í DKG en þarf að starfa á svæði Betadeildar og hafa nú þegar fjórar konur verið heiðraðar af Betadeild: Kristín Aðalsteinsdóttir sem var heiðruð fyrst eða árið 1997, Magnea frá Kleifum árið 2002, Heiðdís Norðfjörð árið 2007 og Rósa Eggertsdóttir 2012.Dr. Sigrún Sveinbjörnsdóttir tekur við heiðursviðurkenningu Betadeildar

Í ár var Sigrúnu Sveinbjörnsdóttur, doktor í sálfræði, veitt heiðursviðurkenning fyrir sín góðu og merku störf. Þar sem Sigrún komst ekki á afmælisfundinn í Skjaldarvík var henni boðið á fund deildarinnar 10. október. Í upphafi athafnar bauð Aníta hana velkomna, sagði henni frá Betadeild og þeirri hefð að veita heiðursviðurkenningar á afmælisári og að Sigrún væri sú fimmta sem Betadeild væri heiður að heiðra og þakka fyrir störf sín. Halldóra Haraldsdóttir ávarpaði því næst Sigrúnu fyrir hönd Betakvenna. Hún fór yfir náms- og starfsferil Sigrúnar og þátt hennar í margvíslegu frumkvöðlastarfi sem snýr að velferð barna og ungmenna. Hún þakkaði henni óeigingjarnt framlag sitt til samfélagsins á margvíslegan hátt. Hér má lesa ávarp Halldóru.

Þá færði Aníta Sigrúnu heiðursskjal, rós, bókina um Elísabetu Geirmundsdóttur og  listaverk eftir Karl Guðmundsson. Betakonur risu úr sætum og hylltu Sigrúnu með lófataki. Að þessari athöfn lokinni var boðið til kaffihlaðborðs sem var veglegt að vanda og nutu konur samverunnar við notalegar samræður yfir kræsingum.

Hér fyrir neðan má svo hlusta á Silju Garðarsdóttur syngja á afmælisfundinum í Skjaldarvík:


Síðast uppfært 30. jan 2018