Aðalfundur Betadeildar haldinn 15. maí 2020

Betadeild hélt aðalfund sinn föstudaginn 15. maí í Lions salnum í Skipagötu og kaus sér nýja stjórn. Þetta var langþráður fundur en fundur hafði ekki verið haldinn síðan í febrúar. Tveggja metra reglan var virt og hreinlæti haft í fyrirrúmi. Við fengum góða fyrirlesara sem sögðu okkur frá nýrri námsbraut í MA. Við færðum afmælisbörnunum, þeim Ingibjörgu, Möggu og Sigrún,u afmælisgjafir (Sannar gjafir Unicef) og einnig fékk Aðalbjörg afhenta sængurgjöf sem amman Ragnheiður  tók á móti í forföllum Aðalbjargar. Haft var á orði að það væru líklegast ekki margar deildir sem hefðu svo ungar konur innanborðs að þær fengju sængurgjafir :-) Gómsætar veitingar voru fram bornar sem Betakonur gerðu góð skil.

Myndir frá fundinum eru í myndaalbúmi.