Bókafundur var haldinn í Laugaskarði í Hveragerði.

Rauðar rósir og kerti trúmennsku, vináttu og hjálpsemi.
Rauðar rósir og kerti trúmennsku, vináttu og hjálpsemi.

Fundurinn byrjaði eins og allir fundir, formaðurinn setti fund og kveikti á kertum vináttu, trúmennski og hjálpsemi.

Eydís Katla las upp fundargerð jólafundarins sem haldinn var í Hruna í Hrunamannahreppi.

Margrét G. sagði frá því að sex Epsilon-systur hefðu mætt á útgáfuhóf vegna afmælisrits Delta Kappa Gamma í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur föstudaginn 16. janúar.

Margrét G. var með fréttir úr starfi. Eta-systur koma í heimsókn á næsta fund,  3. mars, í Tryggvaskála. Það þarf að undirbúa aðalfundinn  t.d. að skipa uppstillingarnefnd, kjósa þarf formann og nýja stjórn. Margrét og Eydís Katla munu ganga úr stjórn.

Að venju var happdrættið sínum stað. Vinningana hlutu Margrét G. og Rósa Marta.

Formaðurinn sleit fundi og slökkti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.

Bókafundur í Laugaskraði Í Hveragerði 17. jan. 2026

 

Bækur sem kynntar voru á fundinum.