Fundur í Leiksólanum Óskalandi í Hveragerði 18.10.2025

Leikurinn gegnir mikilvægu hlutverki í Leikskólanum Óskalandi.
Leikurinn gegnir mikilvægu hlutverki í Leikskólanum Óskalandi.

Að því loknu kynnti Margrét, DKG (kennari, lykill, kona) alþjóðleg samtök kvenna í fræðslustörfum og nefndi að Epsilondeildin hefði fagnaði 30 ára afmæli árið 2024. Hún greindi frá því að 13 deildir starfa víðs vegar um landið, og að yfirleitt séu haldnir fjórir fundir á ári í deildunum. Hún afhenti gestum kynningarbækling samtakanna að kynningu lokinni.

Harpa flutti Orð til umhugsunar. Hún talaði um mikilvægi leiksins sem námsleið og hversu leikurinn væri starfsfólki leikskólans hjartfóginn. Harpa vitnaði í endurbætta aðalnámskrá leikskólans þar sem leikurinn hefur fengið aukið vægi en áður og las nokkra punkta upp úr sérstakri handbók um leikinn máli sínu til stuðnings um mikilvægi leiksins sem náms- og þroskaleið fyrir börn.

Undir liðnum Fréttir af starfi nefndi Margrét m.a. Málþing Epsilonsystra Lykill að velferð barna og unglinga sem haldið verður í FSu 30. október nk. Dagskrá þingsins er afar metnaðarfull og hvatti  hún Epsilonsystur að auglýsa málþingið sem víðast.

Undir liðnum Önnur mál nefndi Margrét að Etasystur vildu heimsækja Epsilonsystur í byrjun mars og þær væru áhugasamar um að ræða  m.a. samantekt frá málþinginu.

Gunnvör leikskólastjóri sagði frá sögu og stækkun Leikskólans Óskalands í Hveragerði sem allt frá árinu 1980 hefur þróast og stækkað í mörgum áföngum með nýjum viðbyggingum og stækkun húsnæðis. Gunnvör og starfsfólk hennar hafur lagt áherslu á að fylgja nýjustu þróun í leikskólastarfi með áherslu á leikinn sem námsleið. Þegar gengið er um leikskólann ber hann þess merki. Nýbyggingin er úr einingum frá Lettlandi. Hönnuðurinn af byggingunni og öllu sem viðkemur hönnun innan sem utanhúss og útlitsbreytingum á gömlu álmunum er arkitektinn Anna Leoniak. Byggingin og allt umhverfið eru nýstárlegt og fallegt. Lokið verður við viðbygginguna 20. nóvember nk.  efit árs vinnu. Í leikskólanum eru nu 135 börn.

Fundinum var slitið með því að slökkva á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi og afhenda rósir. Þá lá leiðin að veitingastaðnum Hver á Hótel Örk þar sem snæddur var hádegisverður. Skemmtileg morgunstund gefur gull í mund.