Fundur haldinn 23.febrúar

 

4. fundur í Zeta deild DKG var haldinn 23.2.2017 í Gistihúsinu á Egilsstöðum kl:18:00, í umsjá Hörpu, Hrefnu og Siggu Dísar.

Mættar: Guðrún Ásg., Björg, Steinunn, Harpa, Hrefna Ruth, Helga St., Sigga Dís, Jórunn Kristín og Halldóra. 

Helga formaður bað umsjónarkonur að sinna sínum hlutverkum:

·        Hrefna kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.

·        Harpa las markmið félagsins (1-7), og minnti á kjörorðið:  „Verum virkar-styrkjum starfið“

Halldóra las fundargerð síðasta fundar.

Sigga Dís flutti orð til umhugsunar. Hún fjallaði um tíma barna með foreldrum sínum. Hún las m.a. grein grunnskólakennara um ábyrgð foreldra á börnum sínum og tíma þeirra til að sinna þeim og njóta samvistanna. Spjalltölvur, símar og sjónvarp taka mikinn tíma, bæði hjá foreldrum og börnum. Hún ræddi einnig að krafan um 8 tíma vistun í leikskóla, frá eins árs aldri, kæmi niður á samvistum foreldra og barna. Hún minnti á samspil skóla/leikskóla og atvinnulífs þyrfti að auka og að heimsóknir foreldra í skóla barna sinna mættu vera fleiri. Sanvera fjölskyldunnar er þó fyrst og fremst ákvörðum foreldra þó ýmislegt haf þar áhrif á.

Jón Ingi Einarsson, kennari í ME, var gestur fundarins. Hann flutti okkur erindi um fornleifafundinn á Vestdalsheiði 2004, þar sem ýmsar gersemar fundust, m.a. nælur og perlur af kvenbúningi, ásamt beinum.

Þá var fram borinn matur og héldum við áfram að ræða um fornleifauppgröft og fleira því tengt.

Sigga Dís kynnti dagskrá vorþings, sem fram fer á Akureyri 5.-6. maí, mjög áhugavert.

Helga Steinsson þakkaði fyrir góðan fund og færði fyrirlesara og umsjónarkonum rósir í þakklætisskyni. Hún slökkti síðan á kertunum þremur og sleit fundi.

                                                                                   Halldóra Baldursdóttir, ritari.


Síðast uppfært 01. ágú 2017