Fundargerð 23. okt. 2018.

Fyrsti fundur Z-deildar DKG veturinn 2018 -2019 var haldinn þann 23. október 2018 á Hótel Hildibrand, Neskaupstað. Fundurinn var í umsjá Guðrúnar Ásgeirsdóttur og Steinunnar Aðalsteinsdóttur.

Mættar voru auk Steinunnar og Guðrúnar, Helga M. Steinsson, Petra Vignisdóttir, Marta Wium Hermannsdóttir, Halldóra Baldursdóttir og Margret Björk Björgvinsdóttir.

Guðrún setti fundinn og bauð konur velkomnar. Marta Hermannsdóttir kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi og Guðrún las markmið félagsins.

Gestur fundarins var Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbúar. Jóna Árný lagði fram árskýrslu Austurbúar 2017 og fór yfir tilurð, hlutverk og starfsemi stofnunarinnar.

Austurbrú er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var 2012 á grunni Þekkingarnets Austurlands, Þróunarfélags Austurlands, Markaðsstofu Austurlands og Menningarráðs Austurlands. Austurbrú sér um daglegan rekstur Sambands sveitafélaga á Austurlandi.

Stofnaðilar að Austurbrú eru yfir 30 stofnanir, þar má nefna alla háskóla landsins, helstu fagstofnanir, stéttarfélög og hagsmunasamtök atvinnulífsins, framhaldsskóla og þekkingarsetur auk allra sveitafélaga á Austurlandi.

Markmið Austurbrúar er að vinna að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi, að veita samræmda og þverfaglega þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og menningu. Markmiðið með stofnuninni er að einfalda stjórnsýslu, vera vettvangur fyrir samstarf og samþættingu íbúum Austurlands til hagsbóta. Henni er ætlað að vera í forsvari fyrir þróun atvinnulífs, samfélags, stjórnsýslu, háskólanáms, símenntunar, rannsókna, þekkingar- og menningarstarfs á Austurlandi (Austurbrú, 2018). Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Austurbrúar  http://www.austurbru.is/is

Guðrún minnti á Alþjóðaráðstefnu DKG sem haldin verður í Reykjavík 25.-27. júlí 2019. Z-deild á ekki fulltrúa í undirbúningsnefndum fyrir ráðstefnuna og ef einhver hefði áhuga á að taka það að sér ætti hún að láta Guðrúnu vita. Guðrún minnti einnig á landsambandsþing DKG sem verður haldið í Reykjavík í vor.

Guðrún vakti athygli á því að Z-deild DKG verður 30 ára 2020 og því gott að fara að huga að því hvað félagið ætlaði að gera í tilefni af þeim tímamótum.

Steinunn Aðalsteinsdóttir var með orð til umhugsunar en hún sagði frá bók sem hún hefur nýlega lesið sem heitir Fléttan eftir Colombani, Laetitia. Sagan fjallar um þrjár konur, þrjú líf í þremur heimsálfum og sömu frelsis þránna. Steinunn sagði þessa bók hafa „náð sér“ og mælti með því að lesa hana.

Guðrún slökkti á kertunum þremur og sleit fundi kl 18:16.

Að fundi loknum borðuðu fundarmenn sveppasúpu með brauði og köku og kaffi í eftirrétt.

Fundarritari, Margret Björk Björgvinsdóttir.

 


Síðast uppfært 02. jún 2019