Fundargerð 26. sept 2019

Fyrsti fundur Z-deildar DKG veturinn 2019 -2020.

Haldinn 26. september 2019 á Hótel Austur, Reyðarfirði.

Fundurinn var í umsjá Guðrúnar Ásgeirsdóttur, Guðmundu Völu Jónasdóttur, Halldóru Baldursdóttur og Margretar Bjarkar Björgvinsdóttur.

Mættar voru: Guðmunda Vala Jónasdóttir, Guðrún Ásgeirsdóttir, Halldóra Baldursdóttir, Harpa Höskuldsdóttir, Helga Steinsson, Hrefna Egilsdóttir, Margret Björk Björgvinsdóttir, Ólafía Þórunn Stefánsdóttir, Petra Vignisdóttir, Sigríður Herdís Pálsdóttir, og Unnur Óskarsdóttir.

Guðrún setti fundinn kl.17:00 og bauð konur velkomnar. Halldóra kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi og Guðmunda Vala las markmið félagsins.

Margret Björk las fundargerð síðasta fundar og Guðrún bauð upp á umræður um fundargerðina. Helga Steinsson kom með eina athugasemd þess efnis að hún situr í Evrópunefnd en ekki Evrópuráðið.

Harpa Höskuldsdóttir, gjaldkeri sagði frá að hún hefði ákveðið að setja félagsgjöldin ekki í innheimtu heldur óskaði eftir því að félagar legðu gjaldið inn á reikning Z-deildar. Þetta gerði hún til að spara bankakostnað sem fylgir þegar stofnaður er reikningur í heimabanka. Hún sagði jafnframt frá því að hún hefði þurft að leggjast í mikla vinnu í sumar við að vinna í nýju innheimtukerfi hjá DKG, meðal annars hefði hún þurft að yfirfara öll netföng félaga í Z-deild og leiðrétta því eitthvað hefði verið um að þau hafi ekki verið rétt inn á síðunni.

Harpa fór yfir reikninga Z-deildar, gjöld og tekjur en þegar búið er að innheimta og greiða gjöld ársins á Z-deild ca. 22.000.

Rætt var um hvort allt félagsgjaldið ætti/þyrfti að fara til DKG eða hvort deildirnar gætu haldið einhverju eftir. Guðrún tók að sér að kanna málið. Bent var á að sumar deildir leggðu hærra félagsgjald á systur til að eiga í sjóð en Z-deild hefði ákveðið að félagar leggðu inn aukalega þegar á þyrfti að halda eins og gert var í fyrra þegar systur voru beðnar um að leggja inn 2000. kr. Harpa sagði að ekki hefði allar systur gert það en langflestar. Ákveðið að ekki þyrfti að greiða þetta aukagjald í vetur en Harpa myndi láta vita þegar þess þyrfti, passa þarf upp á að reikningurinn fari ekki í mínus. Rætt var um að nauðsynlegt væri fyrir Z-deild að eiga peninga fyrir t.d. kertum og rósum. Í framhaldi af þeirri umræðu kom upp hugmynd um að deildin keypti nokkrar rauðar silki-rósir en keypti lifandi blóm þegar meira stæði til. Margret tók að sér að kaupa silki-rósir.

Guðrún sagði frá framkvæmdaráðsfundi DKG sem haldin var í Reykjavík 12. september 2019. Þar var líkt og í vor umræða um félagsgjöld og nælur formanna og fyrrverandi formanna. Rætt var um tengslanet DKG og að gera þurfi félagsskapinn sýnilegri.

Guðrún sagði frá Vorþingi DKG sem haldið verður 9. maí í Borgarnesi. Þar mun þemað verða; Horfum inn á við og látum starfið blómstra. Nánari upplýsingar munu koma síðar.

Guðrún tekur að sér að fara yfir póstlistann, mikilvægt er að netföng séu rétt skráð til að tryggja að allir fái upplýsingar frá félaginu. Rætt var um félagsskírteini DKG en ekki hafa allar systur fengið slík skírteini. Guðrún og Helga ætla að skoða það mál frekar.

Guðrún greindi frá því að stjórnin hafi komið saman 30. ágúst og meðal annars sett saman fundarplan fyrir veturinn. Lagði stjórn fram tillögu um skiptingu í hópa eins og hefð hefur verið fyrir en bað hópa um að setja niður dagsetningar á fundina svo hægt sé að setja niður fundaplan. Lagði Guðrún áherslu á að færa mætti til dagsetningar en ekki ætti að fella niður fund nema ef veður hamlar ferðalögum og þá í samráði við formann.

Skiptingin er sem hér segir:

              30. október - Björg, Jórunn og Petra

              ?   nóvember – Brynja, Helga Steinsson og Steinunn

              5. febrúar – Hrefna, Rut og Helga Guðmundsdóttir

              19. mars – Ólafía, Sigríður Herdís og Unnur

              20. apríl – Aðalfundur – Guðrún, Guðmunda, Margret og Harpa

Guðrún minnti á að enn vantar einhverjar myndir af systrum inn á heimasíðuna og bað þær um að senda mynd við fyrsta tækifæri.

Margret Björk Björgvinsdóttir var með orð til umhugsunar. Þar sagði hún ferðasögu frá gönguferðum sínum um Jakobsvegi í máli og myndum.

Halldóra slökkti á kertunum þremur og Guðrún sleit fundi kl. 18:40.

Að fundi loknum fóru fundarmenn á Tærgesen og borðuðu þar saman súpu og brauð.

Ritari
Margret Björk Björgvinsdóttir

 


Síðast uppfært 06. okt 2019