Fundargerð 27.október 2025
Fundargerð 27.október 2025
Fundur haldinn í Tehúsinu Egilsstöðum kl. 17:00
Mættar eru: Steinunn Lilja, Ólafía Þórunn, Sigurbjörg Hvönn, Guðrún Ásgeirs, Ruth Magnúsd, Unnur Óskars, Halldóra Baldurs, Sigríður Herdís, Jórunn Sigurbjörns. Gestur fundarins er Jónína Lovísa Kristjánsdóttir.
Ólafía bauð konur velkomnar til fundar en nokkuð hefur dregist með fund vegna óviðráðanlegra orsaka. Gott að geta byrjað starfið á þessum fallega degi.
Unnur kveikti á kertunum þremur og Ólafía las markmið Delta Kappa Gamma.
Ólafía fór stuttlega yfir fund framkvæmdaráðs sem haldinn var í lok ágústmánaðar. Hún minnti félagskonur á að senda Guðrúnu upplýsingar um breytingar í félagatalið.
Unnur lagði til að við myndum á einhverjum fundi okkar ræða skipulag funda og hvernig við viljum haga þeim. Einnig var rætt um að reyna að heimsækja aðrar deildir t.d í vorferð.
Aðalefni fundarins var þó að hver og ein kona sagði frá upplifun sinni af kvennafrídeginum fyrir 50 árum. Eða segði frá fyrirmynd sinni í starfi eða daglegu lífi.
Mjög skemmtilegar og fróðlegar sögur voru sagðar og misjöfn upplifun kvenna af fyrsta kvennafrídegi. Nokkrar konur voru nýlega byrjaðar að sinna kennslustörfum á þessum tíma, aðrar voru litlar stelpur og upplifðu ekki daginn en sögðu frá upplifun mæðra sinna.
Misjafnt hvað gert var þennan dag á Austurlandi. Í Neskaupstað sagði Steinunn okkur að hefði verið samkoma verið í Egilsbúð en Gerður Óskarsdóttir ein af stofnendum rauðsokkana var þá búsett í Neskaupstað og mikil drifkraftur í henni varðandi daginn. Hún sagði að kvennafríið hafi verið ári eftir mikil snjóflóð veturinn áður. Steinunn sagðist ekki hafa verið mikið að hugsa um jafnréttismál á þessum tíma en fór seinna í jafnréttisráð í Neskaupstað og þurfti þá að takast á við það að karl væri ráðinn í stað konu í bankastjórastöðu. Konur tóku sér frí frá störfum almennt á Austurlandi. Á Seyðisfirði minnist Ólafía á að á vinnustað föður hennar hefðu starfsmenn boðið eiginkonum og börnum í hádegismat þennan dag. Ruth hafði eftir sinni mömmu sem er kennari að einn kvenkennari hafi mætt til starfa í Egilsstaðaskóla þennan dag. Hún minntist á allar þær kvennasögur sem eru til og að leikritið Saumastofan hafi haft mikil áhrif á kvennabaráttuna. Flestir fundargestir höfðu séð sýninguna. Guðrún Ásgeirs var barn þegar kvennafrídagurinn var og hafði eftir mömmu sinni að samkoma hafi verið í Herðubreið Seyðisfirði þennan dag. Hún talaði um nauðsyn þess að halda áfram að tala við konur um jafnréttismál og sérstaklega konur af erlendum uppruna. Sigurbjörg Hvönn sagði frá hennar fyrirmynd í lífinu sem er mamma hennar. Hún sýndi okkur fallega bók sem foreldrar hennar gerðu um fjölskylduna sem ber nafnið Til þín. Sigga Dís sagði okkur frá sinni fyrirmynd í starfi og fékk alltaf miklar frá. Halldóra Baldurs sagði okkur frá sinni fyrirmynd í starfi sem var samkennari hennar. Kona sem ekki var kennaramenntuð en kennari af guðs náð. Jórunn og Halldóra báðar á Reyðarfirði tóku sér frí þennan dag en ekkert sérstakt var gert saman. Unnur mundi eftir kvennafrídeginum og fréttunum af fundinum á Arnarhóli og öllum þeim kærleika sem honum fylgdi. Hún sagði að amma sín væri sín fyrirmynd, kona sem kenndi henni að umgangast náttúruna af virðingu og kærleika. Helga Steinsson mætti ekki á fundinn en minntis kvennafrídagsins á feisbókinni.
Ólafía skrifaði niður
Síðast uppfært 07. des 2025