Fundur í Zetadeild 14. nóvember 2012

Fundur haldinn í Gistiheimilinu á Egilsstöðum


Mættar eru: Steinunn, Hildur, Sigríður Herdís, Anna Margrét, Jórunn, Björg, Halldóra, Harpa, Ruth, Helga, Kristín, Hrefna, Jóhanna Fjóla Kristjánsdóttir jókakennari og Sigríður Ragna Sigurðardóttir landsforseti DKG.


Dagskrá:
Steinunn kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi og setti fundinn. Hún bauð allar velkomnar á fundinn, sérstaklega gestina Sigríði Rögnu, Hörpu og Jóhönnu.
Steinunn sagði frá þema vetrarins sem felst í því að styrkja okkur sjálfar, bæði faglega og persónulega. Því mun Jóhanna Fjóla fræða okkur um jóga síðar á fundinum.
Steinunn fór yfir dagskrá vetrarins. Hún talaði um þær konur sem væru farnar úr hópnum, þ.e. þær sem væru hættar, fluttar af svæðinu eða hafa kosið að taka sér hlé frá þátttöku deildarinnar. Hún tilkynnti jafnframt að Harpa muni ganga í zetadeildina á næsta fundi.
Ruth Magnúsdóttir flutti orð til umhugsunar. Orð hennar tengdust dvöl hennar í Kanada en hún er nýkomin úr námi sem hún stundaði þar í eitt ár. Hún talaði um starf sitt sem skólastjórnandi og hversu mikil tengsl eru við aðra innan og utan veggja skólans. Hún lítur á tengslin sem lárétt, það er að segja á jafningjagrunni. Í því sambandi er mikilvægt að hlusta á rödd nemenda þrátt fyrir valdaójafnvægi milli stjórnenda og nemenda. Hún vitnaði í Nel Noddings, prófessor við Standford háskóla, sem telur að skortur á umhyggju sé undirrót margra vandamála í skólakerfinu og að forsenda þess að menntun eigi sér stað sé umhyggja.
Jóhanna Fjóla Kristjánsdóttir kynnti sig og sagði frá námi í Kundalini Jóga sem hún er í þann mund að ljúka. Jóhanna sagði okkur frá einkennum jóga og fór yfir sögulegar staðreyndir. Hún fór með okkur í nokkrar jógaæfingar, m.a. öndurnaræfingar.
Sigríður Ragna Sigurðardóttir, landsforseti DKG, þakkaði kærlega fyrir að vera boðin á fund deildarinnar. Hún minntist á erfiðleika zetadeildar við að halda fundi vegna vegalengda á svæðinu og vegna veðurs. Hún talaði um DKG og innra starf  deildanna. Hún upplýsti okkur um aðalfundinn 4. maí og Evrópuþigið í Amsterdam sem haldið verður í ágúst 2013. Hún fræddi okkur einnig um námskeið sem Sigríður Jóhannesdóttir mun halda og stendur deildunum til boða ef þær óska eftir því.
Steinunn sagði okkur frá því að Hrefna hafi tekið að sér að sjá um vef deildarinnar. Lykilorðið er lykill og hvatti hún okkur til þess að fara inn á vefinn.
Við borðuðum dýrindis súpu, salat og brauð og fengum góða þjónustu.
Steinunn afhenti rauðar rósir og sleit fundinum.

Fleira er ekki fært til bókar.
Hildur Magnúsdóttir

 

 

 

 


Síðast uppfært 03. okt 2016