Fundargerð 2. júní 2020.

Fundargerð 02. júní 2020

Aðalfundur Z-deildar DKG

Haldinn 02. maí 2020 í Bókakaffi, Hlöðum Fellabæ

Um skipulag fundar sáu þær: Guðrún Ásgeirsdóttir, Guðmunda Vala Jónasdóttir og Margret Björk Björgvinsdóttir.

Mættar: Guðmunda Vala Jónasdóttir, Guðrún Ásgeirsdóttir, Halldóra Baldursdóttir, Harpa Höskuldsdóttir, Helga Guðmundsdóttir, Helga Magnea Steinsson, Hrefna Egilsdóttir, Jórunn Sigurbjörnsdóttir, Margret Björk Björgvinsdóttir, Ólafía Þórunn Stefánsdóttir, Ruth Magnúsdóttir, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Steinunn Aðalsteinsdóttir og Unnur Óskarsdóttir.

 • Guðrún Ásgeirsdóttir setti fundinn og bauð fundargesti velkomna á fund.
 • Harpa Höskuldsdóttir kveikti á kertunum.
 • Ruth Magnúsdóttir las markmið DKG.
 • Guðrún kynnti fundarstjóra, Hörpu Höskuldsdóttur sem tók við fundarstjórn.
 • Margret Björk las fundargerð síðasta fundar.
 • Unnur Óskarsdóttir var með orða til umhugsunar en hún leiddi fundarmenn í gegnum stutta hugleiðslu.
 • Guðrún Ásgeirsdóttir flutti skýrslu stjórnar 2018-2020.
 • Harpa Höskuldsdóttir, gjaldkeri Z-deildar, fór yfir fjárhag deildarinnar. En deildinn á 152.470.- kr.. Félagsgjöld sem þarf að standa skil á nú í sumar eru upp á 130.000.- og á þá deildinn eftir 22.470.- kr afgangs til að standa straum af kostnaði við kaup á rósum, kertum og fl. sem til fellur.
 • Uppstillingarnefnd eða þær Halldóra Baldursdóttir og Helga Magnea Steinsson kynntu tillögu að stjórn fyrir næsta tímabil, 2020-2022. Guðmunda Vala Jónasdóttir, Margret Björk Björgvinsdóttir og Jórunn Sigurbjörnsdóttir. Ekki komu fram fleiri framboð og var því tillagana samþykkt með lófaklappi.
 • Önnur mál:
 • Guðrún minnti á vorráðstefnu DKG sem hefur verið færð til 12. september. Verður hún haldin á B59 hótelinu í Borganesi. Búið er að skipuleggja mjög áhugaverða dagskrá, en hana má finna inn á heimasíðu DKG dkg.is og þar fer einnig fram skráning.
 • Guðmunda Vala þakkaði Guðrúnu fráfarandi formanni Zetadeildar fyrir vel unnin störf og þakkaði einnig fyrir það traust sem henni hefur verið sýnt með því að fela henni það verkefni að taka við formennskunni.
 • Harpa slökkti á kertunum og sleit fundi kl 19:45.

Síðast uppfært 08. jún 2020