29. nóvember 2017.

3.    fundur Zeta deildar DKG veturinn 2017-2018 var haldinn þann 29. nóvember á Hótel Hildibrand.

Nóvembernefndin þær Ruth, Harpa og Jórunn skipulögðu fund í tengslum við stofnun Austmennt sem eru menntabúðir fyrir kennara á Austurlandi að fyrirmynd Eymenntar fyrir norðan. Aðalhvatamanneskjan er Margrét Þóra Einarsdóttir og hefur hún verið mjög öflug við að kynna þessa hugmynd um allt land. Fyrirkomulagið er einfalt, kennarar kynna nýjustu tækni í kennslu og skiptast á fræðslu. Allir kenna og allir læra! Mjög fróðlegt og skemmtileg samvera með kennurum frá öllum skólastigum. Enda er það eitt af markmiðum DKG að kynna sér það sem efst er á baugi hverju sinni.

Að stofnfundinum loknum var farið á Hótel Hildibrand þar sem fundur var settur, Jórunn kveikti á kertunum þremur og Ruth las markmiðin upp. Harpa fór með orð til umhugsunar og fjallaði hún um fyrstu lestrarupplifunina og sagði skemmtilega sögu frá uppvaxtarárum sínum af því tilefni. Hún vitnaði oft í ömmu sína og afa en þau höfðu mikil áhrif á lestrarkunnáttu hennar. Eftir að Harpa fékk Öddubók frá pabba sínum að gjöf vissi hún að hún gat lesið og gerðist bókaormur. Á eftir spjölluðum við um reynslu okkar af lestrarkennslu og lestrarupplifun og hvort nútímalestraraðferir skili því sem þær eiga að skila?

Minnt var á að nú fer deildin í fundahlé fram í febrúar en þá er ætlunin að taka inn nýja meðlimi þ.a.m. Mörtu og vonandi fleiri en félagskonur eru hvattar til að vera í góðum tengslum við sína gesti frá Seyðisfirði og bjóða þeim í félagsskapinn formlega í febrúar. Febrúarnefndin er skipuð þeim Björgu, Halldóru og Guðrúnu og gert er ráð fyrir að halda inntökufundinn á Eskifirði


Síðast uppfært 12. apr 2018