Fundargerð 3. desember 2019.

Fundargerð 3. desember 2019.

Þriðji fundur Z-deildar DKG veturinn 2019-2020.

Haldinn 3. desember 2019 á Hotel Capitano, Neskaupstað 

Um skipulag fundar sáu þær: Brynja Garðarsdóttir,  Helga Magnea Steinsson og Steinunn Lilja Aðalsteinsdóttir. 

Mættar: Björg Þorvaldsdóttir, Brynja Garðarsdóttir, Guðmunda Vala Jónasdóttir, Guðrún Ásgeirsdóttir, Harpa Höskuldsdóttir, Helga Magnea Steinsson, Jórunn Sigurbjörnsdóttir, Margret Björk Björgvinsdóttir, Ruth Magnúsdóttir, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Steinunn Aðalsteinsdóttir og Unnur Óskarsdóttir. 

 

 • Guðrún Ásgeirsdóttir setti fundinn og bauð fundagesti velkomna á fund. 
 • Steinunn kveikti á kertunum og Helga Magnea las markmið DKG. 
 • Rætt var um rauðu rósirnar sem eru einkenni DKG og eru notaðar á hverjum fundi. Umræða um hvort nota ætti silkirósir eða ekki. Ákveðið að nota lifandi rósir en silkirósir þegar hinar eru ekki fáanlegar fyrir fund. 
 • Brynja var með orð til umhugsunar og ræddi hún um lakkrís og þá fíkn sem hún telur sig hafa í lakkrís. Hún las pistil eftir Þórarinn Þórarinsson úr Fréttablaðinu um lakkrís og endaði með orðunum; allt sem er gott er bannað. Brynja bað konur um að veita þessum athygli sérstaklega í desember. Brynja færði systrum krydd að gjöf sem hún framleiddi úr jurtum sem hún tíndi í landinu sínu í Oddsdal. 
 • Steinunn Lilja tók að sér að fara með systur í skoðunarferð um húsakynni Hótel Capitano sem hýsti Kaupfélagið Fram á árum áður en Steinunn vann þar á sínum yngri árum. Fyrst var í húsinu pöntunarfélag (1902) en síðar opnaði þar sölubúð (1925) og sláturhús var rekið í viðbyggingu frá 1934 en það var lagt af 1987. Kaupfélagið hættir síðan rekstri í húsinu upp úr því en hótelið tekur til starfa í kringum árið 2000. 
 • Helga M. Steinsson segir frá evrópuvef DKG og hvetur konur til að far inn á vefinn og haka í þar til gerðan reit til að fá sendar rafrænt-tímarit, fréttir og upplýsingar. Helga telur okkur eiga meira sameiginlegt með evrópudeildinni en þeirri í USA, að við tengjum betur við það sem er að gerast í Evrópu vegna nálægðar. Helga sagði jafnframt frá því að konu í DKG hafi fækkað mjög á síðustu árum og að ekki yrði blásið til sérstaks Evrópuþings heldur yrði heimsþing DKG haldið í Evrópu. 
 • Steinunn sagði frá bók sem hún var að lesa en það var Bör Börsson eftir noska skáldið Johan Falkberget. Sagan segir frá Bör Börsson , sem er nýríkur framkvæmdamaður úr námuhéraði í Noregi,  og kostulegum aðferðum hans til afla sér virðingar í samfélaginu. 
 • Boðið var upp á Tabas, kaffi og konfekt.
 •  Fundi slitið kl. 19:20
  Margret Björk Björgvinsdóttir.  

 

 

 


Síðast uppfært 19. apr 2020