Fundargerð 24.nóvember 2025

 

Fundargerð 24.nóvember 2025

 

Fundur haldinn í Neskaffi í Neskaupsstað  kl. 17:00

Mættar eru:  Steinunn Lilja, Ólafía Þórunn,  Ruth Magnúsd, Unnur Óskars, Halldóra Baldurs, Sigríður Herdís, Jórunn Sigurbjörns og Brynja Garðarsdóttir.  Gestur fundarins er Kristjana Guðmundsdóttir.

Við hittumst í Nytjamarkaði sem rekinn er af sjálfboðaliðum í Neskaupstað.  Nytjamarkaðurinn byrjaði fyrst á Reyðarfirði en frá 2012 hefur hann verið í Neskaupstað. Vörurnar koma frá fólki í bænum, mikið er um að fólk setji dánarbú til Nytjamarkaðar. Öll innkoma af seldum vörum fer til góðgerðarmála.  Breiðablik sem er hjúkrunarheimili fyrir eldri borgara hefur notið góðs af því að fá borðbúnað úr Nytjamarkaðnum, leikskólinn og frístundarheimili hafa notið góðs af vörum frá markaðnum. Eins félagasamtök sem hafa fengið styrki Nytjamarkaðsins í formi peningaupphæðar.  Nemendur skólans eru hvattir árlega til að versla jólagjafir fyrir litlu jólin í skólanum í markaðnum.  Margt bar þarna fyrir augun og gátu félagar í zetadeild verslað heilmikið.

Eftir gott spjall með kaffi og konfekti var haldið í kaffihúsið Nesbæ.  Brynja bauð félagskonur velkomnar og sérstaklega bauð hún Kristjönu velkomna en hana langar til að ganga til liðs við okkur.  Ruth kveikti á kertunum þremur og las okkur markmið Delta Kappa Gamma.

Brynja var með orð til umhugsunar og talaði um nægjusemi. 

Steinunn las fyrir okkur kafla úr bókinni Uppeldi ungra barna.  Þar var fróðlegur kafli um matarvenjur ungra barna.  Margt hefur breyst í þessum fræðum síðan bókin kom út og þá hvað varðar matarvenjur.

Ólafía sagði Kristjönu frá Delta Kappa Gamma og því hvernig við höfum haft fyrirkomulag funda okkar. Hún er mjög áhugasöm og langar að ganga til liðs við okkur.  Við fengum mjög góða kjúklingasúpu og brauð.  Alltaf gott að hittast og spjalla.

 Ólafía skrifaði niður


Síðast uppfært 07. des 2025