Fundur í Zetadeild 4. október 2010

Félagsfundur haldinn í Staðarborg Breiðdal

Mættar:  Anna Margrét, Elín, Jarþrúður, Kristín, Helga Magnúsd., Rut, Guðrún, Halldóra, Jórunn, Guðlaug og Hrefna

1. Hrefna setti fundinn, kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.
2. Eftir nafnakall kynnti Anna Margrét Birgisdóttir sögu Staðarborgar.  Húsið á sér langa og merka sögu en skólahald hófst í janúar 1958 en þá hafði verið ákveðið að byggja skólann upp hér frekar en niður við sjóinn enda var þorpið rétt að byggjast þar upp.  Húsið hefur nú skipt um hlutverk og  hér er rekið vinalegt hótel.
3. Hrefna þakkaði Jarþrúði Ólafsdóttur fráfarandi formanni fyrir vel unnin störf og gaf henni fyrir hönd Zetadeildarinnar bók að gjöf, ástarljóð Páls Ólafssonar.
4. Hrefna flutti erindi um fagmennsku sem er þema vetrarins.  Hún skilgreindi forystuhlutverk kennara. Miklar og gagnlegar umræður spunnust.
5. Hrefna bar undir fundarmenn hugmyndir um fundina í vetur, hvort hugmyndir stjórnarinnar væru ásættanlegar og mótmælti þeim enginn. 
6. Hrefna talaði um viðfangsefni fundanna þar sem yfirskriftin er fagmennska.  Hugmyndin er að fá utanaðkomandi aðila til að koma og segja frá sínu starfi, sinni sýn, vonum og væntingum eða einhverju verkefni sem hann hefur unnið eða er að vinna eða  langar til að vinna að.  Hluti af okkar fagmennsku er að uppfæra okkur í starfi og það getum við t.d. með því að fá unga kennara til okkar og segja okkur frá.  Jarþrúður kom með þá hugmynd að jafnframt yrði nokkrum kennurum boðið að sitja fundina sem kynningu á félagsskapnum.  Jarþrúður minnti jafnframt á það að Þóranna á Stöðvarfirði tók að sér að útbúa viðurkenningargrip sem hægt væri að afhenda ungum kennurum sem ástæða er til að veita viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Markmið vetrarins að finna aðila til að hafa innlegg á fundi í þ til að styrkja fagvitund okkar.
7. Að lokum lagði Hrefna fyrir fundarkonur að skilgreina hugtakið fagvitund.  Líflegar umræður spunnust og komu nokkrar tillögur fram t.d. að. það sé fagvitund að  setja orð á störf sín.  Við verður að hafa orð yfir það sem við erum að gera til að vera vitandi um fagið sem við erum  að vinna að.  Fagvitund snýst um ákveðna hugsjón sem við fylgjum og ákveðna sýn.  Einnig  að  halda í þá hugsjón sem við höfum og vinna eftir henni.  Fagmennska er jafnframt að vera opin fyrir breytingum, geta ígrundað það sem við  erum að gera og  að temja okkur gagnrýna hugsun.  Auk þess má segja að fagvitund sé að halda við sína hugsjón, gera sitt besta og gefast ekki upp. Fagmennska felst líka í viðamikilliþekkingu á því starfi sem maður sinnir eða innsýn.  Hjá fundarkonum kom jafnframt fram sú skoðun að auðmýkt  skipti miklu máli í starfi kennara, að vegur kennara sem geta sýnt nemendum sínum og samstarfsfólki auðmýkt er allt annar en þeirra sem geta það ekki.
8. Gengum við því næst til borðhalds en á boðstólum var ljúffeng súpa, salat og pastaréttur.  Hrefna sleit síðan fundi og héldu fundarkonur saddar og sælar út í myrkrið, hver til síns heima.

Fundi slitið
Guðlaug Árnadóttir


Síðast uppfært 03. okt 2016