6. fundur Zeta deildar DKG aðalfundur. Haldinn í Óbyggðasetrinu í Fljótsdal þann 17. maí 2018.

6. fundur Zeta deildar DKG. Aðalfundur var haldinn á Óbyggðasetrinu í Fljótsdal þann 17. maí 2018, í umsjá stjórnar.

Mættar: Helga St.,Harpa, Jórunn, Steinunn, Guðrún, Björg, Margrét Björk, Petra, Hrefna, Ruth og Halldóra.

Helga setti fundinn og bauð konur velkomnar til aðalfundar á þessum merkilega stað, sem Óbyggðasetrið er. Hún bað Guðrúnu að taka við fundarstjórn. Síðan var gengið til dagskrár:

  • Ruth kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.
  • Margrét Björk las markmið félagsins.
  • Halldóra las fundargerð síðasta fundar.
  • Orð til umhugsunar: Petra flutti okkur þau og ræddi um „NÚVITUND“ og hvað það innibæri. Núvitund hefur áhrif á heilsu og hugsun, að vera til staðar í augnablikinu og upplifa það. Hugarstarfsemin „að gera“ og upplifa þögn í umhverfinu. Einnig að við skynjum umhverfið betur og öðruvísi í þögninni.

Nokkrar umræður urðu í framhaldinu, m.a. um nauðsyn þess að tæma hugann og slaka á, um hugleiðslu o.fl. Okkur kom saman um að „núvitund“ ætti vel við í því umhverfi sem við vorum í.

  • Skýrsla stjórnar: Helga St. fór yfir starfsemi Zeta deildar síðustu tvö ár, sem þessi stjórn hefur starfað. Hún stiklaði á stóru- ræddi m.a. fundarhöld, fjölgun félaga og vorþing DKG sem deildin sá um.
  • Stjórnarkjör: Uppstillinganefnd, þær Hrefna og Jórunn, lögðu fram tillögu um eftirfarandi stjórnarkonur: Guðrún Ásg. formaður, Margrét Björk og Marta meðstjórnendur. Þær skipta svo með sér verkum.   Tillagan var samþykkt með lófataki.
  • Önnur mál:

*Jórunn flutti okkur kveðju frá Ingibjörgu Einarsdóttur, með þakklæti fyrir umsjá Vorþings. Hún afhenti hverri konu bókarmerki, sem Gamma deildin lét útbúa í tilefni 40 ára afmælis deildarinnar.

*Helga óskaði nýrri stjórn til hamingju. Hún þakkaði fráfarandi stjórn samstarfið, afhenti rósir og sleit fundi.

*Ruth slökkti á kertunum og konur tóku undir.

Að fundi loknum var snædd gúllas-súpa og rabbarbarakaka í eftirrétt.

Halldóra Baldursdóttir, ritari.

 


Síðast uppfært 22. maí 2018