1. fundur Zeta deildar DKG veturinn 2017-2018 var haldinn á Bókasafni Reyðarfjarðar í Grunnskólanum á Reyðarfirði 27.9.2017.

1.    fundur Zeta deildar DKG veturinn 2017-2018 var haldinn á Bókasafni Reyðarfjarðar í Grunnskólanum á Reyðarfirði 27.9.2017.

 Í umsjá Jórunnar.

Mættar: Helga St., Harpa, Jórunn, Steinunn, Sigga Dís, Hrefna, Rut, Björg,  Halldóra  og Marta Wium

Helga setti fundinn og bauð konur velkomnar. Hún kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Hún fór yfir markmið félagsins og rifjaði upp tákn DKG: rósin, bikarinn og litina gyllt og rautt. Þrjár rauðar rósir sem tákna hjálpsemi, vináttu og trúmennsku.

Hún  sagði einnig frá framkvæmdaráðsfundi, þar sem formenn allra deilda og stjórnin hittust í byrjun september. Þar sögðu m.a fulltrúar í erlendum alþjóðlegum nefndum frá starfi sínu. Alls 8 konur starfa í vetur í erlendum nefndum, mjög áhugavert. Framkvæmdaáætlun stjórnar f. 2017-2019 var einnig lögð fram á fundinum.

Rætt var um Vorþing DKG 5. maí 2018 sem að þessu sinni verður haldið á Egilsstöðum. Gistihúsið er þegar frátekið.

Þá var skipt upp í tvo umræðuhópa, þar sem konur ræddu sín á milli um vetrarstarfið.

Ýmsar hugmyndir komu fram, m.a:

·         þema vetrarins- alls konar listir sem partur af sjálfsrækt.

·         Fjölga konum í deildinni okkar. Halda félagsfund þar sem allar félagskonur bjóða einni konu með sér.

·         Halda fundinn á Seyðisfirði, en þaðan er engin kona í félaginu.

·         Virkja netið, segja þar frá atburðum o.fl.

·         Landsþemað: að bæta okkur sjálfar. Segja frá, sjálfsrækt, jóga.

·         Hnapp á heimasíðuna- til að setja greinar o.fl. sem konur skrifa.

·         Taka orð til umhugsunar og huga þar að sjálfsrækt.

·         Kynna DKG sem víðast, VMA, ME, Austurbrú.

·         Finna nýja fundarstaði (Vallanes)

·         Facebooksíða Zeta deildar!

Helga þakkaði  konum fyrir góðan fund og gagnlegar umræður. Hún sleit fundi og slökkti á kertunum þremur.

Þá var farið á Tærgesen að borða.

                                                                                                         Halldóra Baldursdóttir,  ritari.


Síðast uppfært 12. apr 2018