26. september 2016

Fundur haldinn í Z deild DKG 27.9.2016 í Grunnskólanum á Eskifirði.

Mættar: Hildur Vala, Jórunn, Guðrún Árm. Guðrún Ásg., Harpa, Kristín, Helga og Halldóra.

 Forföll boðuðu: Ruth, Helga Guðm., Sigga Dís, Hrefna og Björg.

Helga Steinsson formaður setti fundinn, bauð konur velkomnar og bað Guðrúnu Ásg. að kveikja á kertum trúmennsku, hjálpsemi og vináttu.

Helga ræddi um efni fundarins –að skoða stefnu félagsins, tengjast henni og mottói DKG. Hún rifjaði upp stofnun samtakanna, ræddi tilgang þeirra o.fl. Hún las upp markmið samtakanna, sem eru 7 talsins og fór yfir sögulegar staðreyndir.

Hún sagði einnig frá framkvæmdarráðsfundi í Rvk sem allir formenn deilda mættu á. Þar kom m.a. fram að „allir ættu að vera formenn“. Hún sagði frá Vorráðstefnu DKG sem haldin verður á Akureyri 6.-7.maí 2017.

Hún ræddi einnig vefsíður félagsins: DKG.org, DKG.muna.is og deildasíður. Guðrún Ásg. mun taka við vefstjórn á Z deildar síðunni.

Kristín gerði stuttlega grein fyrir fjárhagsstöðu deildarinnar. U.þ.b. 30000kr eru til í sjóði. Deidin á einnig 20 spilastokka sem við þurfum að selja. Félagsgjaldið í ár er kr. 10.000.

 Helga ræddi einnig –hvernig viljum við sjá starfið?–  m.a:

  • Skipa nefndir
  • Fjölga félagskonum
  • Taka þátt í starfi DKG á lands- og alþjóðavísu
  • Sækja um styrki
  • Heimsækja vinnustaði félagskvenna 
  • Fjölbreytt fræsluerindi

 Rætt var að fjölga félagskonum e.t.v.víðar að af svæðinu og huga að faglegri breidd.

Halldóra flutti orð til umhugsunar og sagði frá skólasögu Eskifjarðar í tilefni af 230 ára kaupstaðarafmælis Eskifjarðar sem haldið var upp á í haust.

Guðrún Ásg. sleit fundi og skökkti á kertunum. Að því loknu fórum við á Hótel Eskifjörð og fengum þar súpu og brauð ásamt döðluteru í eftirrétt.

Halldóra Baldursdóttir, ritari.


Síðast uppfært 12. maí 2017