Haustfundur haldinn í Tehúsinu á Egilsstöðum í október 2025

Góð mæting var á fyrsta fundi Zeta deildar og að auki einn gestur. 

Umræðuefni fundarins að þessu sinni var nýliðinn kvennafrídagur og upplifun af kvennafrídeginum fyrir 50 árum. 

Mjög skemmtilegar og fróðlegar sögur voru sagðar og misjöfn upplifun kvenna af fyrsta kvennafrídegi. Nokkrar konur voru nýlega byrjaðar að sinna kennslustörfum á þessum tíma, aðrar voru litlar stelpur og upplifðu ekki daginn en sögðu frá upplifun mæðra sinna.

Margar og misjafnar sögur komu og ljóst að þessi dagur er og verður skráður í söguna um ókomna tíð. Baráttan heldur áfram og aldrei sem nú er þörf á að halda áfram að ræða jafnréttismál.