3. fundur - jólafundur

Jólafundur haldinn í Etadeild  6. desember 2018

á heimili Bryndísar Sigurjónsdóttur að Klapparási 4.

 

Mættar voru: Anna Magnea, Anna Sigga,  Auður T., Ágústa, Ásta,  Bergþóra, Björg, Bryndís G., Bryndís S., Guðrún Hrefna, Hafdís, Kristín Helga, Kristín Ó., Magnea, Ragnhildur, Ragnheiður og Soffía.

Dagskrá fundar var hefðbundin jóladagskrá þar sem mætti höfundur, Auður Ava Ólafsdóttir og las úr bók sinni, Ungfrú Ísland.

  1. Formaður, Björg Kristjánsdóttir setti fundinn og kveikti á kertum og tilnefndi Guðrúnu Hrefnu sem fundarstjóra. 
  2. Fundarstjóri bauð fundarkonur velkomnar og las ljóðið Kjartan og Bolli eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur í upphafi. Þá bauð hún konum að fá sér veitingar, Canapé-snittur frá Jómfrúnni. Á meðan beðið var eftir Auði Övu ræddu konur saman  um málefni dagsins og nutu veitinga.
  3. Klukkan 19:00 kom Auður Ava og sagði okkur fyrst aðeins um tilurð bókarinnar og kom inn á stöðu kvenna á þeim tíma sem sagan gerist á eða í kringum 1963. Síðan las hún kafla úr bókinni og var gerður góður rómur að honum. Hún var með í farteskinu nokkrar bækur sem fundarkonur áttu kost á að kaupa og ritaði hún inn í bækurnar eftir óskum hvers og eins.
  4. Fundi var slitið um kl. 20:30 en konur sátu áfram og röbbuðu saman á fallegu heimili Bryndísar og er henni þakkað fyrir að bjóða okkur heim til sín það myndast önnur stemmning þegar fundir eru haldnir í heimahúsi.

Það var hópur 2 sem sá um jólafundinn að þessu sinni og voru þessar konur í þeim hópi: Ásta, Bergþóra, Brynhildur Anna, Bryndís S., Guðrún Hrefna, Magnea og Þórunn.

Fundarritari: Magnea Ingólfsdóttir.


Síðast uppfært 17. des 2018