1. fundur - Aðalfundur Etadeildar

Aðalfundur Etadeildar DKG  31. ágúst 2016, haldinn á Kaffi Sólon.
 
Dagskrá: 
1. Gestur fundar-  Orð til umhugsunar – Ragnhildur Vigfúsdóttir 
2. Aðalfundarstörf
 - skýrsla formanns
 - skýrsla gjaldkera
 - kosning stjórnar 
3. Ávarp formanns 
4. Fundi slitið
 
Mættar: Anna Magnea, Anna Sigríður, Auður Elín, Auður T, Ágústa Unnur, Bryndís G, Guðrún Hrefna, Ingibjörg Möller, Kristín Ágústa, Kristín Helga, Magnea, Ragnhildur K, Sigríður Heiða, Sophie. 
 
1. Gestafyrirlesari – orð til umhugsunar. Áður en fyrirlesari hóf mál sitt kynnti formaður Ragnhildi Vigfúsdóttur markþjálfa og ráðgjafa. 
Fyrirlesturinn var með áherslu á hamingjuna og jákvæða sálfræði. Ragnhildur segist hafa orðið mjög upptekin af fræðum Brené Brown sem hefur mikið skrifað og rannsakað hugtakið, skömm. Hún nefndi fyrirlestra sem hægt er að hlusta á á netinu þar sem Brené Brown heldur fyrirlestra um sín fræði. Ragnhildur  hefur unnið víða og hefur mikla reynslu af vinnumarkaði. Hún kynnti sig á mjög skemmtilegan hátt.  Varðandi hamingjuna og jákvæða sálfræði bendir hún á t.d. hvernig við komum fram hvert við annað og hvað við erum lítið fyrir að veita athygli styrkleikum okkar nánustu og þeirra sem við umgöngumst og leggur áherslu á að við bendum hvert öðru á styrkleika okkar. Að loknum fyrirlestri spunnust nokkrar umræður og þakkaði Bryndís Ragnhildi fyrir gott innlegg og hvatti okkur til að breiða út boðskapinn um mikilvægi þess að vera jákvæður og huga að styrkleikum okkar og þeirra sem við umgöngumst.  Ragnhildur fékk síðan rauða rós - tákn andríkis og sköpunarkrafts.
 
2. Aðalfundarstörf
Aðalfundi sem vera átti í byrjun júní var frestað fram til hausts vegna dræmrar mætingar. Bryndís hóf fundinn á því að kveikja á kertunum þremur og setti síðan Auði Torfadóttur sem fundarstjóra og Magneu Ingólfsdóttur sem fundarritara. 
Skýrsla stjórnar
Bryndís Guðmundsdóttir fór yfir skýrslu stjórnar sem birt verður á heimasíðu Etadeildar. Í lokin kom formaður inn á að að almennt hafi fundir verið vel sóttir eða að jafnaði 15 – 17 félagskonur. Þá kom hún inn á orð til umhugsunar sem félagskonur flytja á almennum fundum og nefndi að yfirleitt hefðu konur verið persónulegar í orðum sínum sem efldi kynni og tengdi hópinn enn frekar. Að lokinni skýrslu stjórnar kallaði fundarstjóri eftir athugasemdum  og lagði fram til samþykktar.  Skýrsla stjórnar var samþykkt án athugasemda með öllum greiddum atkvæðum.
 
Skýrsla gjaldkera 
Anna Sigríður Pétursdóttir gjaldkeri fór yfir fjárhagsyfirlit Eta deildar sem verður birt á heimasíðu. Fyrirspurn var um hvernig farið sé með það fé sem greitt er til heildarsamtakanna og útskýrði Auður fundarstjóri það í stuttu máli. Hún hvatti félagskonur til að sækja námskeið og styrki sem auglýstir eru á heimasíðu landssamtakanna hér á landi og á heimasíðu alþjóðasamtakanna. Þá nefndi hún að nokkrar konur hafi nýtt sér að vera á lista yfir International Speaker á vegum samtakanna og ef þær konur eru kallaðar til fá þær allt greitt sem viðkemur því að fara á vettvang og halda fyrirlestur. Að lokinni þessari umræðu voru reikningar samþykktir. Gjaldkeri talar fyrir því að félagsgjöld hækki um kr. 500 og verði þá 11.500 og er það m.a. vegna þess að Etadeild á 20 ára afmæli í vor 2017 og er ætlunin að halda upp á það. Auður bar þessa tillögu undir fundinn og var hækkunin samþykkt. Árgjöld verða framvegis innheimt í netbanka. 
 
Kosning stjórnar
Þessi liður hófst á því að uppstillingarnefnd gerði grein fyrir sínu starfi í vor þegar fylla átti í stöður formanns og annarra í stjórn. Í uppstillingarnefnd voru Anna Magnea Hreinsdóttir, Hafdís Sigurgeirsdóttir og Kristín Á. Ólafsdóttir. Kristín sagði að erfitt hefði verið að fá konur í stjórn og fór svo að uppstillingarnefnd skilaði umboði sínu til stjórnar. Bryndís gerði grein fyrir stöðu mála sem þróaðist þannig að fyrri stjórn héldi áfram en inn kæmu til viðbótar tvær konur, þær Auður Ögmundsdóttir og Ingibjörg Möller, sem féllust á að starfa í næstu stjórn. Kristín Helga óskaði eftir að ganga úr stjórn en heldur áfram að sinna  vefsíðu deildarinnar. Að þessu loknu bar Auður upp nýja stjórn og var hún einróma samþykkt með lófaklappi. 
 
Í stjórn næstu 2 ár  eða 2016 – 2018 verða: Bryndís Guðmundsdóttir formaður, Anna Sigríður Pétursdóttir gjaldkeri, Magnea Ingólfsdóttir ritari, Stefanía Valdís Stefánsdóttir, Auður Elín Ögmundsdóttir og Ingibjörg Möller
Bryndís þakkaði Kristínu Helgu vel unnin störf sem og stjórnarkonum sem sitja áfram og bauð nýjar konur velkomnar í stjórn. Hún þakkaði fundarkonum góða fundarsetu og endaði mál sitt á því að segja að við ætlum að hafa það skemmtilegt saman. Auði Torfadóttur fundarstjóra var færð rós fyrir tveggja ára þátttöku í alþjóðlegri nefnd DKG (Constitution Committee) og Kristínu Helgu fyrir stjórnarsetu. Tvær Etakonur hafa gefið kost á sér í alþjóðlegu samstarfi DKG, Kristín Helga í Communication & Publicity og Anna Magnea sem International Speaker og er það mjög svo gaman þegar deildarkonur eru virkar í alþjóðasamtökunum og óskum við þeim heilla. Þá hvatti Bryndís okkur til að mæta á landssambandsþing og vorþingin en þau eru til skiptis annað hvert ár. 
 
Fundi var slitið kl. 20:30
Magnea Ingólfsdóttir fundarritari
 
 

Síðast uppfært 12. maí 2017