Velkomin á vef Etadeildar
Stjórn Etadeildar
Etadeild Delta Kappa Gamma var stofnuð í Reykjavík 6. júní 1997. Deildarkonur eru af höfuðborgarsvæðinu og starfa á ýmsum sviðum fræðslumála. Þannig eru í deildinni tungumálakennarar, sérkennarar, námsráðgjafar, skólastjórnendur í grunnskóla og framhaldsskóla, kennari í upplýsingatækni, sjúkraþjálfari, háskólakennarar og fræðikonur á sviði menntamála.
Haldnir eru u.þ.b. sex fundir á vetri þar sem konur fræðast um nýjungar á sviði menntunar-, fræðslu- og uppeldismála, ræða og skoða álitamál frá ýmsum hliðum, njóta samvista hver við aðra og styrkja þannig vináttutengslin.
Stjórn Etadeildar 2020–2022 er þannig skipuð:
Ágústa Unnur Gunnarsdóttir, ritari
Auður Elín Ögmundsdóttir, meðstjórnandi
Björg Kristjánsdóttir, formaður
Sophie Kofoed Hansen, gjaldkeri
Ragnhildur Konráðsdótttir, varaformaður
Allar myndir á vefnum okkar eru birtar með leyfi þeirra sem á þeim eru og ljósmyndaranna.
All photos on our webpages are published with permission from the participants and the photographers.