3. fundur - jólafundur

Jólafundur Etadeildar var haldinn á veitingastaðnum Satt Hótel Natura 
4. desember 2012

Gestur fundarins var séra Agnes Sigurðardóttir biskup.

Þessar skipulögðu fundinn: Bryndís S., Gerður (kallaði hóp saman), Guðrún Hrefna, Kirsten, Margrét og Sophie.

Mættar voru: Anna Sigríður, Auður, Ágústa, Bryndís S., Eyrún, Gerður, Guðrún Hrefna, Guðlaug, Guðbjörg, Ingibjörg, Jóhanna, Kristín Helga, Kristín Ágústa, Ragnheiður, Margrét, Ósa og Sophie.

Auður formaður setti fund, kveikti á kertum, bauð fundargesti velkomna, óskaði Agnesi biskupi innilega til hamingju og fagnaði því að konur fengju enn eina fyrirmyndina á æðstu stöðum. 
Formaður minntist látinnar félagskonu, Kristínar Steinarsdóttur. Hún rakti störf hennar fyrir deildina og hvernig hún hefði tekist á við mótlæti og veikinda af sönnum hetjuskap. Kveikt var á kerti í minningu hennar.

Reidd var fram máltíð sem samanstóð af margs konar forréttum, aðalrétti og eftirrétti og bragðaðist allt þetta hið besta. Á meðan gafst tækifæri til að spjalla saman.

Sérstakur gestur okkar, séra Agnes Sigurðardóttir biskup, sagði frá lífi sínu og starfi. Hún greindi frá því hvernig uppeldið á æskuheimilinu á Ísafirði hefði snemma mótað hana og ráðið ákvörðun hennar um að feta í fótspor föður síns og gerast prestur. Hún var meðal fyrstu kvenna til að nema guðfræði og sagði frá ýmsum spaugilegum tilvikum af viðbrögðum fólks. Hún fjallaði um reynslu sína af prestsskap í Borgarfirði og síðan í Bolungarvík þar sem hun starfaði lengst af. Það er ljóst að Vestfirðirnir eiga stórt rými í hjarta hennar og fólkið þar henni kært. Hún kvaðst full eftirvæntingar að takast á við ábyrgðina sem fylgir nýju starfi. Það var ánægjulegt að hlusta á séra Agnesi sem talaði við okkur hrein og bein og blátt áfram og brá fyrir sig glettni og gamansemi inn á milli.

Á milli atriða voru sungin jólalög undir stjórn Kristínar Ágústu.

Í fundarlok var séra Agnesi færð rós með ósk um velfarnað í starfi.

Fundi slitið kl. 21:30Síðast uppfært 01. jan 1970