Aðalfundur í Eta-deild Delta Kappa Gamma

Aðalfundur í Eta-deild Delta Kappa Gamma
haldinn þriðjudaginn 15. maí 2012 í Nauthól kl. 20:00–22:00.
15 ára afmæli Eta deildar.
 
Mættar voru: Auður Torfadóttir, Anna Magnea Hreinsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir, Eyrún Í. Gísladóttir, Gerður Guðmundsdóttir, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, Ingibjörg Símonardóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir, Ólöf Helga Þór, Ósa Knútsdóttir, Stefanía Valdís Stefánsdóttir, Tanya Dimitrova og Þórunn Blöndal. Góðar kveðjur bárust frá þeim konum sem fjarverandi voru. Gestur fundarins var forseti Landssambandsins, Sigríður Ragna Sigurðardóttir.
 
 
1.  Formaður setti fundinn með því að kveikja á kertum. Hún skipaði Guðrúnu Hrefnu fundarstjóra og Brynhildi Önnu fundarritara. Þá bauð hún forseta Landssambandsins velkomna og tók nafnakall.
 
2.  Aðalfundarstörf
 
3.  Skýrsla formanns Formaður flutti stytta útgáfu af skýrslu stjórnar þar sem hún stiklaði á stóru, en sagði jafnframt að skýrsluna í heild sinni væri að finna á heimasíðu deildarinnar. Hún þakkaði fráfarandi stjórn gott samstarf, sagði fundi hafa verið sex: Fjórir skipulagðir af hópum deildarkvenna og tveir af stjórn. Fundir voru að venju skipulagðir með markmið deildarinnar í huga. Taldi hún að það hafi tekist vel til með t.d. innleggi forseta menntavísindasviðs HÍ um framtíðarsýn í menntamálum og góðum umræðum um nýja námskrá. Fundarsókn var í lágmarki og telur formaður mikilvægt að félagskonur leiti leiða til að bæta úr því.
 
a.  Guðrún Hrefna tók undir orð formanns og ítrekaði mikilvægi þess að halda saman í félagsskap og viðhalda þeim samhljómi sem næst í góðu starfi.
 
4.  Skýrsla gjaldkera. Ólöf Helga lagði fram reikning deildarinnar. Tekjur voru 477.439 og gjöld 475, 435, tekjuafgangur 2004. Eignir deildarinnar voru við lok ársins 39. 137. Voru reikningar samþykktir samhljóða.
 
a.  Gjaldkeri lagði fram tillögu í nafni stjórnar um hækkun félagsgjalda úr 9.000.- í 9.500.- og bauð deildarkonum að tvískipta greiðslum. Sagði fyrstu tilkynningu um innheimtu gjalda verða senda út í júni. Tillagan var samþykkt.
 
5.  Uppstillinganefnd gerði grein fyrir störfum sínum. Í henni voru Eyrún Ísfold og Ósa. Erfitt reyndist að lokka deildarkonur til stjórnarsetu og þegar nefndin var orðin úrkula vonar um að geta fundið nýja stjórnarmenn var umboðinu skilað aftur til stjórnar, sem tók á vandanum og mun sitja áfram næstu tvö árin með liðstyrk frá tveimur nýjum konum.
 
6.  Stjórn deildarinnar 2012 – 2014 skipa: Auður Torfadóttir, formaður, Þórunn Blöndal, ritari, Anna Magnea Hreinsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir kom ný inn í stjórn, Ólöf Helga verður áfram gjaldkeri og Kristín Helga mun taka við umsjón með vef deildarinnar, en hún hefur leyst Kristínu Steinars af í veikindum hennar. Stjórn var fagnað af viðstöddum.
 
a.  Fundarstjóri þakkaði formanni fyrir látlausa og trausta forystu á liðnu tímabili og óskaði nýrri stjórn velfarnaðar. 
 
b.  Endurkjörinn formaður Auður Torfadóttir hóf mál sitt á orðum Lúters „Hér stend ég og get ekki annað.“ Hún lýsti því yfir að nýliðið starfstímabil hafi verið skemmtilegt og lærdómsríkt. Það hafi gefið henni nýjar víddir í tilveruna eins og alltaf þegar býðst að starfa að góðum verkum með nýju fólki. Hún talaði um að misvel hafi í geng um tíðina gengið að manna formannsstólinn og nú sé það styrkur að hluti af stjórninni situr áfram. Hún bauð Bryndísi velkoma til starfa og lauk máli sínu á hvatningu til deildarsystra: Stöndum saman, vinnum saman og höfum það skemmtilegt saman.
 
7.  Inntaka nýrra félaga. Inn í deildina voru teknar Ágústa Unnur Gunnarsdóttir, kennari í Fjölbrautaskóla Breiðholts og Ragnheiður J. Jónsdóttir, fráfarandi formaðu STÍL samtaka tungumálakennara á Íslandi. Innsetningin var í höndum þeirra: Sigríðar Rögnu, forseta landssambandsins, Auðar Torfadóttur og Ólafar Helgu. Hátíðleg  og látlaus athöfn í skini kvöldsólarinnar sem lýsti upp salinn í Nauthól.
 
 
8.  15 ára afmælisveisla, smørrebrød og fínerí og bauð deildin upp á afmælisköku í bland við skemmtilegt spjall.
 
9.  Forseti Landssambandsins, Sigríður Ragna Sigurðardóttir ávarpaði fundinn og flutti deildinni hamingjuóskir stjórnar í tilefni 15 ára afmælisins. 
 
a.  Hún minnti á einkunnarorð samtakanna: Frá orðum til athafna og lagði áherslu á mikilvægi samstarfs þvert á deildir, kynningu milli deilda og stutt sé við konur innan deilda. 
 
b.  Hún nefndi hve alheimsforetinn Jensi Souders hafi verið með viðtökurnar á vorþinginu hjá DKG í apríl. Sigríður Ragna hrósaði störfum kvenna í menntamálanefnd sem undirbjó þingið, en Guðrún Geirsdóttir, ETA kona var ein þeirra.
 
c.  Einnig minnti hún á alþjóðaþingið sem nú er haldið í New York í sumar og ýmsar upplýsingar sem finna má á heimasíðu samtakanna. Sagði að um 9 konur ætluðu héðan til NY.
 
d.  Jafnframt nefndi hún að framkvæmdaráðsfundur yrði haldinn 1. september og að hugmyndir væru uppi um að stofna göngu-/hlaupahóp sem æfði fyrir Reykjavíkur maraþon í ágúst og safnaði áheitum fyrir gott málefni.  Settur verður af stað undirbúningshópur fyrir þann viðburð fyrir lok mánaðar. Að lokum þakkaði hún fráfarandi stjórn vel unnin störf og óskaði nýrri stjórn velfarnaðar.
 
 
10.  Skemmtiatriði var í boði Tanya og fjögurra nemenda hennar úr Hress. Þær kalla sig Sumba dívur og dönsuðu fjörlega dansa í anda Bollywood og Riverdace. Í lokin voru deildarkonur drifnar út á gólfið í sumba að brasilískum hætti.
 
11.  Guðrún Hrefna lauk fundi með orðum Konfúsíusar um að mikilvægasti þáttur í að skapa liðsheild er traustið. 
 
12. Nýkjörinn formaður slökkti á kertum og kvaddi deildarkonur sem gengu út í bjarta vornóttina upp úr kl 22:00.
 
Fundinn ritaði Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, 16. maí 2012
 

Síðast uppfært 14. maí 2017