Fréttabréf Etadeildar haustið 2014

Fréttabréf Etadeildar haust 2014

Vetrarstarf Etadeildar hófst laugardaginn 4. október. Níu konur nutu hressingargöngu í  Sjálandshverfi Garðabæjar. Að göngu lokinni hófst fundur með dagskrá. Við áttum góðar samræður um vetrarstarfið og nutum þess að hittast. 
Við ræddum um áherslur starfsins og vorum sammála um að beina ljósi einkum að tveimur síðustu markmiðum DKG, sem eru víð og hafa marga snertifleti. 
 
  • Að efla persónulegan og faglegan þroska félagskvenna og hvetja þær til virkni“
  • Að fræða félagskonur um það sem er efst á baugi í efnahagsmálum, félagsmálum, stjórnmálum og menntamálum og stuðla með því að vaxandi skilningi og virkri þátttöku þeirra í samfélagi þjóðanna
Okkur sýnist áhugavert að beina sjónum að þjóðmálum á víðum grunni og fá til okkar fyrirlesara sem varpa nýju ljósi á mál, opna gáttir, fara út fyrir kennslufræðilega rammann, sem við erum kannski margar eðlilega svolítið fastar í. Þegar litið er til viðfangsefna liðinna ára má sjá að við höfum gert menntamálunum góð skil svo kannski er kominn tími á aðrar áherslur þó aldrei séu þau langt undan. Efnahags-, stjórnmál, félags- og menntamál eru jú samofnir þættir sem snerta daglegt líf okkar kvenna í fræðslustörfum. Ábyrgð okkar er mikil við undirbúning komandi kynslóða fyrir lífið.
 
Hópaskipting og hlutverk hópa. Hópaskipting og breytilegur fundartími hefur reynst vel og leggjum við til að sama fyrirkomulag verði áfram. 
 
Hlutverk hóps:
Ákveða fundarstað.
  • Sjá um orð til umhugsunar.
  • Skrá fundargerð, senda til Magneu Ingólfsdóttur ritara (mingolfsdottir@gmail.com).
  • Senda dagskrá, upplýsingar um kostnað, stað og stund til formanns með viku fyrirvara. Formaður sendir út fundarboð og tekur við tilkynningum um mætingar. 
  • Hvetja konur til að mæta á fundinn og fundi almennt. 
Þær sem eiga feitletruð nöfn bera ábyrgð á að kalla hópinn saman. Konum er frjálst að skipta um hóp ef ástæða er til. 
Hópur 1: Guðrún G., Anna Magnea, Guðbjörg, Ingibjörg S. Ólöf Helga, Sif, Sophie.
Hópur 2: Ágústa, Gerður, Bryndís S, Hafdís, Jóhanna, Ragnheiður, Tanya.
Hópur 3: Guðrún Hrefna, Auður Ö., Björg, Eyrún, Kristín Ó, Margrét F.
Hópur 4: Þórunn, Auður T, Brynhildur, Ingibjörg M, Ósa, Sigríður Heiða. 
 
Tillaga að fundardögum og tíma (með fyrirvara):
1. fundur laugardagur 04.10. kl. 10:30 - 14:00 (stjórn) 
2. fundur mánudagur  03.11. kl. 18:00 -  20:30 (hópur 1)  
3. fundur þriðjudagur 02.12. kl.  19:00 –  21:20 (hópur 2 – jólafundur)
4. fundur miðvikudagur 04.02. kl. 18:30 – 21:00 (hópur 3)
5. fundur fimmtudagur  19.03. kl. 18:00 – 20:30 (hópur 4) 
6. fundur þriðjudagur     28.04. kl. 18:30 – 21:00 (stjórn)
 
Fram hefur komið að oft væri dagskrá funda svo þétt að lítið tækifæri gæfist til samræðna. Við leggjum því til að alla jafna verði gert ráð fyrir tveimur og hálfum tíma í hvern fund. Við hvetjum til að kostnaði við fundi verði haldið í lágmarki og reynt að fá inni á vinnustöðum, í skólum, á opinberum stöðum og þar sem ekki þarf að greiða fyrir leigu. Athugið að fundardagar og tímar eru með fyrirvara um breytingu. Stjórnin er tilbúin til samráðs og aðstoðar varðandi útvegun fyrirlesara ef þörf er á. 
 
Tvær konur sem gengu til samstarfs við Etadeild s.l. vor bíða formlegrar inntöku. Stjórnin hefur ákveðið að inntaka þeirra verði á jólafundinum. 
 
Landssamband DKG. Framkvæmdaráð, skipað landssambandsstjórn, formönnum deilda, fráfarandi forseta auk gjaldkera landssambandsins og lögsögumanni hittist í byrjun september.  Yfirskrift fundarins var Styrkjum tengsl til framtíðar. Meðal þess sem Guðbjörg landsforseti lagði áherslu á var mikilvægi þess að efla innra starf deilda, styrkja tengsl, viðhalda fjölda í deild, fjölga félögum og horfa til samsetningar, reynslu og bakgrunns kvenna.  Hún hvatti til virkni á fésbókarsíðu DKG, að vakin væri athygli á framgangi félaga, nýjum störfum, vegtyllum og verkum.  Hvatt var til þess að deildir væru  sýnilegar í héraði, nýttu innri mannauð deildar og tengslanet,  að fengnar yrðu  konur úr öðrum deildum á fundi og að deildir funduðu saman. Hún brýndi konur til að vera virkar í skrifum á heimasíður samtakanna (innlenda  og erlenda) s.s. með birtingu rannsókna, ritgerða og annars áhugaverðs efnis.  Rafræn fréttablöð eru birt tvisvar á ári á heimasíðu. Fjárhagur landssambandsins er í járnum og var samþykkt tillaga framkvæmdaráðs um hækkun á gjaldi, sem til þess rennur, úr 8.000 krónum í 10.000 krónur. Verður tillagan lögð fyrir landsþing næsta vor.  Landssamband DKG er 40 ára 2015. Kallað var eftir umsjón framkvæmdar á landssambandsfundi, sem verður á höfuðborgarsvæðinu  9. og 10. maí n.k.  Menntanefnd skipuleggur dagskrá, deild /deildir sjá um framkvæmd.  Erindi vísað til deilda. 
 
Átta íslenskar konur eru fulltrúar í alþjóðastarfi: 
Constitution Committee: Auður Torfadóttir Etadeild.
Educators Award Committee: Dagbjört Ásgeirsdóttir Mydeild.
Educational Excellence Committee: Guðný Helgadóttir Gammadeild.
Scholarship. Sigríður Ragna Sigurðardóttir Alfadeild.
Membership Committee: Ingibjörg Jónasdóttir Gammadeild, formaður nefndarinnar.
World Fellowship Committee: Eygló Björnsdóttir Betadeild.
Nomination Committee: Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, stjórn alþjóðasamtaka DKG næstu 4 ár.
Evrópuforum: Kristrún M. Ísaksdóttir Gammadeild, fulltrúi Íslands 2014-2016.
 
Tilkynnt var að næsta Evrópuþing DKG yrði í Borås í Svíþjóð næsta sumar og fram kom að Ísland er stærsta landssamband í Evrópu. Að öðru leyti er vísað í fundargerð framkvæmdaráðs á heimasíðunni (dkg.muna.is,) sem birtir fundargerðir og tilkynningar til félagskvenna. Þar er má einnig sjá fréttir af starfi  deilda. Lykilorð inn á lokaðar síður er lykill.  Eygló Björnsdóttir (eyglob@unak.is)  sér um að skrá konur inn á fésbókarsíðu samtakanna. 
 
Styrkir. Hjá alþjóðasamtökunum eru í boði styrkir fyrir konur í meistara- og doktorsnámi, til að sækja ráðstefnur og námskeið erlendis og ýmsir styrkir til verkefna á sviði menntamála. Konur eru hvattar til að nýta sér þessa möguleika. Allar upplýsingar auk tilkynninga um umsóknarfresti  og eyðublöð er að finna á vef samtakanna (http://www.dkg.org). 
 
Félagsgjald Etadeildar er óbreytt frá fyrra ári 9.500 krónur. Vinsamlegast bregðist skjótt við þegar kall kemur frá Önnu Sigríði gjaldkera.  Það er áríðandi að hún geti skilað félagsgjöldum til landssambands fyrir 1. nóvember. 
 
Stjórn Etadeildar hlakkar til samstarfs og að hitta ykkur hressar á fundum í vetur. 
 
Með kærri kveðju f.h. Etadeildar
Bryndís Guðmundsdóttir 

Síðast uppfært 14. maí 2017