6. fundur

6. fundar ETA deildar 2012–2013.
 
Fundurinn haldinn í Gróskusal á Garðatorgi.
 
Fundur settur kl. 6. Mættar voru 15 konur:  Anna Sigríður, Auður, Bryndís G., Brynhildur, Guðbjörg, Guðrún Hrefna, Ingibjörg, Jóhanna, Ólöf Helga, Ragnheiður, Kristín Ó., Þórunn, Anna Magnea, Margrét og Stefanía.  Gestur fundar og fyrirlesari var Gerður G. Óskarsdóttir.
 
Auður setti fund og kveikti á kertunum þremur. Hún minnti á Evrópuráðstefnu Delta, Kappa, Gamma sem fram fer í Amsterdam í ágúst og gat þess að enn væri tækifæri til að skrá sig. Eftir það kynnti Auður fyrirlesara kvöldsins, Gerði G. Óskarsdóttur, og margvíslegt störf hennar við ýmis skólastig. 
 
Rannsókn Gerðar beinist að skilum milli skólastiga, þ.e. milli leik- og grunnskóla og svo grunn- og framhaldsskóla. Rannsóknin er yfirgripsmikil og hægt að kynna hana frá ýmsum sjónarhornum. Gerður valdi að ganga út frá fordómum, þ.e. því sem heyrist sagt um skólastigin þrjú og athuga hvernig rannsóknarniðurstöður styðja eða hrekja það sem sagt er. 
 
Gerður kom víða við og margt í fyrirlestri hennar vakti athygli og varð tilefni til líflegra umræðna á eftir – þær stóðu langt fram yfir auglýstan fundartíma. M.a. var rætt um styttingu framhaldsskólans, brottfall, sjálfsmynd kennara og einhliða kennsluhætti.  Á meðan á umræðum stóð nutu fundarkonur veitinga. Á borðum voru samlokur,  ávextir og súkkulaðibitar. Með þessu var boðið upp á vatn eða gosdrykk. Var gerður góður rómur að einföldum matseðli, ágætum fundarstað og fróðlegum og vel fluttum fyrirlestri.
 
Auður afhenti fyrirlesara rós og sleit síðan fundi kl. 20.30.
 
Fundarritari, Þórunn Blöndal

Síðast uppfært 14. maí 2017